-
Hvernig setur þú niður deilur?Varðturninn – 1994 | 1. september
-
-
„Ef bróðir þinn syndgar, skaltu fara og tala um fyrir honum, og sé það ykkar einna í milli. Láti hann sér segjast, hefur þú unnið bróður þinn. En láti hann sér ekki segjast, skaltu taka með þér einn eða tvo, að ‚hvert orð sé staðfest með framburði tveggja eða þriggja vitna.‘ Ef hann skeytir þeim ekki, þá seg það söfnuðinum, og skeyti hann ekki söfnuðinum heldur, þá sé hann þér sem heiðingi eða tollheimtumaður.“ — Matteus 18:15-17.
-
-
Hvernig setur þú niður deilur?Varðturninn – 1994 | 1. september
-
-
Ef ekki væri hægt að útkljá málið skyldi leggja það fyrir söfnuðinn. Í upphafi merkti það öldungana hjá Gyðingum en síðar öldungana í kristna söfnuðinum. Það gæti reynst nauðsynlegt að reka iðrunarlausa misgerðarmanninn úr söfnuðinum. Það er það sem felst í orðunum að hann sé okkur „sem heiðingi eða tollheimtumaður,“ það er að segja einstaklingar sem Gyðingar umgengust ekki. Enginn einstakur kristinn maður gæti gripið til svo alvarlegra aðgerða. Útnefndir öldungar, sem eru fulltrúar safnaðarins, eru þeir einu sem hafa heimild til að gera slíkt. — Samanber 1. Korintubréf 5:13.
Sá möguleiki að iðrunarlausum misgerðarmanni yrði vikið úr söfnuðinum sýnir að Matteus 18:15-17 á ekki við minni háttar missætti. Jesús hafði í huga alvarlegt brot en þó þess eðlis að einstaklingarnir tveir, sem ættu hlut að málinu, gætu útkljáð það sín á milli. Brotið gæti til dæmis verið rógburður sem hefði alvarleg áhrif á mannorð þolandans. Eða það gæti snert fjármál, en í næstu versum er að finna dæmisögu Jesú um miskunnarlausa þjóninn sem hafði verið gefin upp stór skuld. (Matteus 18:23-25) Lán, sem ekki er endurgreitt á tilsettum tíma, gæti valdið tímabundnum vanda sem þessir tveir aðilar gætu auðveldlega leyst án afskipta annarra. En það gæti orðið alvarleg synd, nefnilega þjófnaður, ef lántakinn neitaði þrákelknislega að endurgreiða það sem hann skuldaði.
Til eru aðrar syndir sem ekki verða einfaldlega afgreiddar milli tveggja kristinna manna. Undir Móselögunum varð að skýra frá alvarlegum syndum. (3. Mósebók 5:1; Orðskviðirnir 29:24) Á sama hátt verður að skýra kristnum öldungum frá alvarlegum syndum sem varða hreinleika safnaðarins.
Hins vegar kallar ósamlyndi milli kristinna manna í flestum tilvikum ekki á þessa málsmeðferð.
-