-
Verkamenn í víngarðinumMesta mikilmenni sem lifað hefur
-
-
Hinum táknræna vinnudegi lýkur með dauða Jesú og þá er kominn tími til að greiða verkamönnunum launin. Þeirri óvenjulegu reglu er fylgt að greiða hinum síðustu fyrst eins og útskýrt er: „Þegar kvöld var komið, sagði eigandi víngarðsins við verkstjóra sinn: ‚Kalla þú á verkamennina og greið þeim kaupið. Þú skalt byrja á þeim síðustu og enda á þeim fyrstu.‘ Nú komu þeir, sem ráðnir voru síðdegis, og fengu hver sinn denar. Þegar þeir fyrstu komu, bjuggust þeir við að fá meira, en fengu sinn denarinn hver. Þeir tóku við honum og fóru að mögla gegn húsbónda sínum. Þeir sögðu: ‚Þessir síðustu hafa unnið aðeins eina stund, og þú gjörir þá jafna oss, er höfum borið hita og þunga dagsins.‘ Hann sagði þá við einn þeirra: ‚Vinur, ekki gjöri ég þér rangt til, sömdum við ekki um einn denar? Taktu þitt og farðu leiðar þinnar. Ég vil gjalda þessum síðasta eins og þér. Er ég ekki sjálfur fjár míns ráðandi? Eða sérðu ofsjónum yfir því, að ég er góðgjarn?‘“ Jesús endurtekur síðan það sem hann sagði áður: „Þannig verða hinir síðustu fyrstir og hinir fyrstu síðastir.“
Denarinn er ekki greiddur við dauða Jesú heldur á hvítasunnunni árið 33 þegar Kristur, ‚verkstjórinn,‘ úthellir heilögum anda yfir lærisveina sína. Lærisveinar Jesú eru eins og „hinir síðustu“ eða verkamennirnir sem komu síðdegis. Denarinn táknar ekki gjöf heilags anda í sjálfu sér. Hann táknar verðmæti sem lærisveinarnir nota hér á jörðinni og hefur þýðingu fyrir afkomu þeirra eða eilíft líf. Það eru sérréttindin að vera andlegur Ísraelsmaður, smurður til að prédika ríki Guðs.
-
-
Verkamenn í víngarðinumMesta mikilmenni sem lifað hefur
-
-
Uppfylltist dæmisaga Jesú aðeins á fyrstu öld? Nei, sökum stöðu sinnar og ábyrgðar voru klerkar kristna heimsins núna á 20. öldinni ráðnir ‚fyrstir‘ til starfa í táknrænum víngarði Guðs. Þeir töldu að vígðir prédikarar á vegum Biblíu- og smáritafélagsins Varðturninn fengju manna ‚síðastir‘ viðurkenningu sem verkamenn í þjónustu Guðs. En í reynd voru það þeir sem klerkarnir fyrirlitu sem fengu denarinn — þann heiður að vera smurðir erindrekar ríkis Guðs á himnum. Matteus 19:30–20:16.
-