Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w93 1.5. bls. 28-32
  • Það sem undirgefni við Guð krefst af okkur

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Það sem undirgefni við Guð krefst af okkur
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1993
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Að varðveita góða samvisku
  • Undirgefni við skipulag Guðs
  • Þiggðu aga
  • Undirgefni við yfirvöld
  • Undirgefni við Guð innan fjölskyldunnar
  • Hjálp til að vera Guði undirgefin
  • Gagnið sem hlýst af undirgefni við Guð
  • Hverjum ber að vera undirgefinn Guði og hvers vegna?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1993
  • Yfirráð hverra ættir þú að viðurkenna?
    Þekking sem leiðir til eilífs lífs
  • Eiginkonur — sýnið eiginmönnum ykkar djúpa virðingu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2007
  • Fylgið fordæmi Jesú í guðrækni
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1993
w93 1.5. bls. 28-32

Það sem undirgefni við Guð krefst af okkur

„Gefið yður . . . Guði á vald.“ — JAKOBSBRÉFIÐ 4:7.

1. Hvers konar Guð er það sem við tilbiðjum?

JEHÓVA er stórkostlegur Guð! Hann er einstakur, óviðjafnanlegur og sérstæður á ótalmarga vegu. Hann er hinn hæsti, drottinvaldur alheimsins og öll eiginleg völd eru í hans höndum. Hann er frá eilífð til eilífðar og er svo dýrlegur að enginn maður getur séð hann og lifað. (2. Mósebók 33:20; Rómverjabréfið 16:26) Hann er óendanlegur að afli og visku, algerlega fullkominn í réttlæti og persónugervingur kærleikans. Hann er skapari okkar, dómari, löggjafi og konungur. Allar góðar og fullkomnar gjafir koma frá honum. — Sálmur 100:3; Jesaja 33:22; Jakobsbréfið 1:17.

2. Hvað er fólgið í undirgefni við Guð?

2 Í ljósi alls þessa er okkur tvímælalaust skylt að vera honum undirgefin. En hvað felur það í sér fyrir okkur? Fjöldamargt. Þar eð við getum ekki persónulega séð Jehóva Guð felur undirgefni við hann í sér að hlýða rödd uppfræddrar samvisku, vinna með jarðnesku skipulagi Guðs, viðurkenna veraldleg yfirvöld og virða meginregluna um yfirráð innan fjölskyldunnar.

Að varðveita góða samvisku

3. Hvers konar bönnum verðum við að hlýða til að varðveita góða samvisku?

3 Til að varðveita góða samvisku verðum við að vera hlýðin lögum eða meginreglum sem menn geta ekki framfylgt. Til dæmis geta mennsk yfirvöld ekki framfylgt tíunda boðorðinu, „þú skalt ekki girnast.“ Það ber reyndar vitni um að Guð sé höfundur boðorðanna tíu, því að mennskur löggjafi hefði aldrei sett lög sem mennsk yfirvöld gætu ekki framfylgt með refsiákvæðum. Með þessu lagaákvæði lagði Jehóva Guð þá ábyrgð á herðar hverjum Ísraelsmanni að vera sjálfs sín lögregla — það er að segja ef hann vildi varðveita góða samvisku. (2. Mósebók 20:17) Eins má nefna að „metingur“ og „öfund“ eru meðal verka holdsins sem myndu koma í veg fyrir að menn fengu að erfa Guðsríki. Mennskir dómarar geta ekki heldur framfylgt brotum á slíkum ákvæðum. (Galatabréfið 5:19-21) Eigi að síður verðum við að forðast þessa lesti til að varðveita góða samvisku.

4. Hvaða meginreglum Biblíunnar verðum við að lifa eftir til að varðveita góða samvisku?

4 Já, við verðum að lifa í samræmi við meginreglur Biblíunnar. Þessar meginreglur má draga saman með boðorðunum tveim sem Jesús Kristur nefndi er hann var spurður hvert væri mesta borðorð lögmálsins. „Elska skalt þú [Jehóva], Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. . . . Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ (Matteus 22:36-40) Orð Jesú í Matteusi 7:12 lýsa því vel hvað er fólgið í síðara boðorðinu af þessum tveim: „Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Þetta er lögmálið og spámennirnir.“

5. Hvernig getum við varðveitt gott samband við Jehóva Guð?

5 Við verðum að gera það sem við vitum að er rétt og forðast að gera það sem við vitum að er rangt, hvort sem aðrir taka eftir því eða ekki. Einu gildir þótt við kæmumst upp með annaðhvort að gera ekki það sem við ættum að gera eða að gera það sem við ættum ekki að gera. Það merkir að varðveita gott samband við himneskan föður okkar og hafa hugfasta viðvörun Páls postula í Hebreabréfinu 4:13: „Enginn skapaður hlutur er honum hulinn, allt er bert og öndvert augum hans. Honum eigum vér reikningsskil að gjöra.“ Ef við höldum ákveðin í bragði áfram að gera það sem er rétt hjálpar það okkur að verjast lævísum vélabrögðum djöfulsins, standast álag heimsins og berjast gegn meðfæddri tilhneigingu okkar til eigingirni. — Samanber Efesusbréfið 6:11.

Undirgefni við skipulag Guðs

6. Hverja notaði Guð fyrir daga kristninnar sem boðskiptaleið sína?

6 Jehóva Guð hefur ekki látið okkur algerlega ein um að ákveða hvernig eigi að heimfæra meginreglur Biblíunnar á líf okkar. Allt frá upphafi mannkynssögunnar hefur Guð notað menn sem boðskiptaleið sína. Þannig var Adam talsmaður Guðs gagnvart Evu. Adam var sagt frá því áður en Eva var sköpuð að það væri bannað að neyta forboðna ávaxtarins, þannig að Adam hlýtur að hafa upplýst Evu um vilja Guðs. (1. Mósebók 2:16-23) Nói var spámaður Guðs gagnvart fjölskyldu sinni og heiminum fyrir flóðið. (1. Mósebók 6:13; 2. Pétursbréf 2:5) Abraham var talsmaður Guðs gagnvart fjölskyldu sinni. (1. Mósebók 18:19) Móse var spámaður Guðs og boðskiptaleið meðal Ísraelsþjóðarinnar. (2. Mósebók 3:15, 16; 19:3, 7) Eftir hans dag og fram til Jóhannesar skírara notaði Guð marga spámenn, presta og konunga til að koma vilja sínum á framfæri við þjóna sína.

7, 8. (a) Hverja tók Guð að nota sem talsmenn sína við komu Messíasar? (b) Hvað útheimtir undirgefni við Guð af vottum Jehóva nú á tímum?

7 Þegar Messías, Jesús Kristur, kom notaði Guð hann sem talsmann sinn ásamt postulunum og lærisveinunum sem stóðu honum næstir. Síðar áttu trúfastir, andasmurðir fylgjendur Jesú Krists að mynda ‚trúan og hygginn þjón‘ og fræða þjóna Jehóva um það hvernig þeir ættu að heimfæra meginreglur Biblíunnar á líf sitt. Undirgefni við Guð fól í sér að viðurkenna það verkfæri sem Jehóva Guð notaði. — Matteus 24:45-47; Efesusbréfið 4:11-14.

8 Staðreyndir sýna að núna er hinn ‚trúa og hyggna þjón‘ að finna meðal votta Jehóva og að hið stjórnandi ráð þessara votta er fulltrúi hans. Þetta ráð útnefndir síðan umsjónarmenn til að annast ýmis verkefni — svo sem öldunga og farandfulltrúa er stýra starfinu á hverjum stað. Undirgefni við Guð krefst þess af hverjum votti að hann sé undirgefinn þessum umsjónarmönnum í samræmi við Hebreabréfið 13:17: „Hlýðið leiðtogum yðar og verið þeim eftirlátir. Þeir vaka yfir sálum yðar og eiga að lúka reikning fyrir þær. Verið þeim eftirlátir til þess að þeir geti gjört það með gleði, ekki andvarpandi. Það væri yður til ógagns.“

Þiggðu aga

9. Hvað er oft fólgið í undirgefni við Guð?

9 Undirgefni við Guð útheimtir oft að við tökum við aga frá þeim sem gegna starfi umsjónarmanna. Ef við veitum ekki alltaf sjálfum okkur nauðsynlegan aga getum við þurft leiðbeiningar og aga frá þeim sem hafa reynslu og umboð til, svo sem safnaðaröldungunum. Það er viturlegt að taka við slíkum aga. — Orðskviðirnir 12:15; 19:20.

10. Hvaða skylda hvílir á þeim sem veita aga?

10 Augljóst er að öldungarnir, sem veita agann, verða sjálfir að vera góð fyrirmynd í undirgefni við Guð. Hvernig? Að sögn Galatabréfsins 6:1 ættu þeir ekki aðeins að leiðbeina hógværlega heldur ættu þeir líka að vera til fyrirmyndar: „Bræður! Ef einhver misgjörð kann að henda mann, þá leiðréttið þér, sem andlegir eruð, þann mann með hógværð. Og haf gát á sjálfum þér, að þú freistist ekki líka.“ Með öðrum orðum verða leiðbeiningar öldungs að vera í samræmi við fordæmi hans. Það er einnig í samræmi við áminninguna í 2. Tímóteusarbréfi 2:24, 25 og Títusarbréfinu 1:9. Já, þeir sem ávíta og leiðrétta verða að gæta þess mjög vandlega að vera aldrei hörkulegir. Þeir ættu alltaf að vera mildir, góðviljaðir en jafnframt einbeittir í því að halda fram frumreglum Biblíunnar. Þeir ættu að hlusta með óhlutdrægni og hressa þá sem ‚erfiði hafa og þungar byrðar.‘ — Samanber Matteus 11:28-30.

Undirgefni við yfirvöld

11. Hvers er krafist af kristnum mönnum í samskiptum þeirra við veraldleg yfirvöld?

11 Undirgefni við Guð hefur einnig í för með sér að við hlýðum veraldlegum yfirvöldum. Okkur er ráðlagt í Rómverjabréfinu 13:1: „Sérhver maður hlýði þeim yfirvöldum, sem hann er undirgefinn. Því ekki er neitt yfirvald til nema frá Guði, og þau sem til eru, þau eru skipuð af Guði.“ Þessi orð þýða meðal annars að okkur ber að hlýða umferðarlögum og greiða skatta og skyldur samviskusamlega, eins og Páll nefnir í Rómverjabréfinu 13:7.

12. Í hvaða skilningi er undirgefni okkar við keisarann afstæð?

12 Ljóst er þó að öll slík undirgefni við keisarann verður að vera afstæð. Við verðum alltaf að hafa hugfasta meginregluna sem Jesús Kristur gaf og er að finna í Matteusi 22:21: „Gjaldið þá keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er.“ Neðanmálsathugasemd við Rómverjabréfið 13:1 í Oxford NIV [New International Version] Scofield Study Bible segir: „Þetta merkir ekki að hann eigi að hlýða ákvæðum sem eru siðlaus eða andkristin. Í slíkum tilvikum er það skylda hans að hlýða Guði framar mönnum. (Post. 5:29; sbr. Dan 3:16-18; 6:10ff).“

Undirgefni við Guð innan fjölskyldunnar

13. Hvað útheimtir undirgefni við Guð innan fjölskyldunnar?

13 Eiginmaðurinn og faðirinn gegnir því hlutverki að vera höfuð fjölskyldunnar. Það hefur í för með sér að eiginkonur þurfa að hlýða leiðbeiningum Efesusbréfsins 5:22, 23: „Konurnar [séu] eiginmönnum sínum [undirgefnar] eins og það væri Drottinn. Því að maðurinn er höfuð konunnar, eins og Kristur er höfuð kirkjunnar.“a Börnin setja sér ekki sínar eigin reglur heldur er þeim skylt að vera undirgefin báðum foreldrum sínum eins og Páll skýrir í Efesusbréfinu 6:1-3: „Þér börn, hlýðið foreldrum yðar vegna Drottins, því að það er rétt. ‚Heiðra föður þinn og móður,‘ — það er hið fyrsta boðorð með fyrirheiti: ‚til þess að þér vegni vel og þú verðir langlífur á jörðinni.‘“

14. Hvað útheimtir undirgefni við Guð af höfði fjölskyldunnar?

14 Að sjálfsögðu er það auðveldara fyrir eiginkonur og börn að vera undirgefin ef eiginmenn og feður eru sjálfir undirgefnir Guði. Það gera þeir með því að gegna forystuhlutverki sínu í samræmi við meginreglur Biblíunnar, svo sem í Efesusbréfinu 5:28, 29 og 6:4: „Þannig skulu eiginmennirnir elska konur sínar eins og eigin líkami. Sá, sem elskar konu sína, elskar sjálfan sig. Enginn hefur nokkru sinni hatað eigið hold, heldur elur hann það og annast, eins og Kristur kirkjuna.“ „Og þér feður, reitið ekki börn yðar til reiði, heldur alið þau upp með aga og umvöndun [Jehóva].“

Hjálp til að vera Guði undirgefin

15. Hvaða ávöxtur andans hjálpar okkur að vera undirgefin Guði?

15 Hvað getur hjálpað okkur að vera undirgefin Guði á þessum sviðum? Fyrst er að nefna óeigingjarnan kærleika — kærleika til Jehóva Guðs og þeirra sem hann hefur sett yfir okkur. Okkur er sagt í 1. Jóhannesarbréfi 5:3: „Því að í þessu birtist elskan til Guðs, að vér höldum hans boðorð. Og boðorð hans eru ekki þung.“ Jesús lét sömu hugsun í ljós í Jóhannesi 14:15: „Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín.“ Víst er að kærleikur — fremsti ávöxtur andans — hjálpar okkur að meta að verðleikum allt sem Jehóva hefur gert fyrir okkur og hjálpar okkur þannig að vera honum undirgefin. — Galatabréfið 5:22.

16. Hvernig hjálpar guðsótti okkur að vera undirgefin Guði?

16 Í öðru lagi er að nefna guðsótta. Ótti við það að misþóknast Jehóva Guði hjálpar okkur af því að hann er það „að hata hið illa.“ (Orðskviðirnir 8:13) Enginn vafi leikur á ótti við það að misþóknast Jehóva hindrar okkur í að láta undan sökum ótta við menn. Hann hjálpar okkur líka að hlýða fyrirmælum Guðs óháð þeim erfiðleikum sem sigrast þarf á. Enn fremur hindrar hann okkur í að láta undan freistingum eða tilhneigingum til rangsleitni. Ritningin sýnir okkur að það var ótti við Jehóva sem fékk Abraham til að reyna að fórna elskuðum syni sínum, Ísak, og það var ótti við að misþóknast Jehóva sem kom Jósef til að standast siðlausar umleitanir konu Pótífars. — 1. Mósebók 22:12; 39:9.

17. Hvert er hlutverk trúar í undirgefni við Guð?

17 Þriðja atriðið er trú á Jehóva Guð. Trú gerir okkur kleift að hlýða heilræðum Orðskviðanna 3:5, 6: „Treystu [Jehóva] af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit. Mundu til hans á öllum þínum vegum, þá mun hann gjöra stigu þína slétta.“ Trú er okkur sérstaklega hjálp þegar við virðumst líða órétt eða finnst við vera misrétti beitt vegna kynþáttar eða þjóðernis, eða vegna þess að ólíkur persónuleiki manna veldur einhverjum árekstrum. Sumum finnst kannski líka að ranglega hafi verið gengið fram hjá sér við meðmæli um útnefningu öldunga eða safnaðarþjóna. Ef við höfum trú, þá bíðum við þess að Jehóva kippi því í liðinn þegar hann telur það tímabært. Uns það gerist getum við þurft að rækta með okkur þolinmæði og þolgæði. — Harmljóðin 3:26.

18. Hver er fjórða hjálpin til að vera undirgefin Guði?

18 Fjórða hjálpin er auðmýkt. Auðmjúkur maður á ekki erfitt með að vera Guði undirgefinn vegna þess að hann er ‚lítillátur og metur aðra meira en sjálfan sig.‘ Auðmjúkur maður er fús til að hegða sér eins og hann sé minnstur. (Filippíbréfið 2:2-4; Lúkas 9:48) Stoltum manni gremst það hins vegar að þurfa að vera undirgefinn og streitist gegn því. Sagt er að slíkur maður vilji heldur láta hrós verða sér að fjörtjóni en gagnrýni verða sér til lífs.

19. Hvaða gott fordæmi um auðmýkt sýndi fyrrverandi forseti Varðturnsfélagsins?

19 Joseph Rutherford, annar forseti Biblíu- og smáritafélagsins Varðturninn, gaf gott fordæmi um auðmýkt og undirgefni við Guð. Þegar Hitler bannaði starf votta Jehóva í Þýskalandi skrifuðu bræðurnir honum og spurðu hvað þeir ættu að gera í ljósi þess að samkomur þeirra og prédikunarstarf væri bannað. Hann minntist á þetta við Betelfjölskylduna og viðurkenndi hreinskilnislega að hann vissi ekki hvað hann ætti að segja þýsku bræðrunum, einkum í ljósi þeirrar þungu refsingar sem þeir áttu á hættu. Ef einhver vissi hverju hann ætti að svara þeim vildi hann gjarnan fá að heyra það. Þetta bar vott um mikla auðmýkt.b

Gagnið sem hlýst af undirgefni við Guð

20. Hvaða blessun hlýst af undirgefni við Guð?

20 Vel er við hæfi að spyrja hvaða gagn sé að því að vera undirgefin Guði. Það er margvíslegt. Við forðumst þær áhyggjur og skapraun sem eru hlutskipti þeirra sem fara sínar eigin leiðir. Við eigum gott samband við Jehóva Guð. Við eigum bestu félaga sem hugsast getur, kristna bræður okkar. Enn fremur forðar löghlýðni okkur frá því að lenda að óþörfu í útistöðum við veraldleg yfirvöld. Við búum líka við gott fjölskyldulíf, sem eiginmenn og eiginkonur og sem foreldrar og börn. Auk þess lifum við í samræmi við heilræðin í Orðskviðunum 27:11 þegar við erum Guði undirgefin: „Vertu vitur, sonur minn, og gleð hjarta mitt, svo að ég geti svarað þeim orði, sem smána mig.“

[Neðanmáls]

a Bróðir sem var brautryðjandi sagði einhleypum brautryðjanda hve mikils hann mæti virðingu og ástríkan stuðning eiginkonu sinnar. Einhleypa bróðurnum fannst að vinur hans hefði átt að segja eitthvað líka um aðra eiginleika konu sinnar, en mörgum árum síðar, þegar hann kvæntist sjálfur, gerði hann sér ljóst hve mjög ástríkur stuðningur eiginkonu stuðlar að hamingjuríku hjónabandi.

b Eftir margar bænir og vandlega athugun á orði Guðs sá Joseph Rutherford greinilega hvernig hann ætti að svara bræðrunum í Þýskalandi. Það var ekki hans að segja þeim hvað þeir ættu eða ættu ekki að gera. Þeir höfðu orð Guðs sem sagði þeim skýrt og skilmerkilega hvað þeir ættu að gera í sambandi við samkomur og vitnisburðarstarf. Þýsku bræðurnir störfuðu því með leynd en héldu áfram að hlýða boði Jehóva um að koma reglulega saman og bera vitni um nafn hans og ríki.

Upprifjunarspurningar

◻ Hvaða menn hefur Guð notað sem boðskiptaleið sína og hvað skulduðu þjónar hans þeim?

◻ Á hvaða mismunandi samskiptasviðum gildir meginreglan um undirgefni við Guð?

◻ Hvaða eiginleikar hjálpa okkur að vera undirgefin Guði?

◻ Hvaða blessun hefur undirgefni við Guð í för með sér?

[Mynd á blaðsíðu 29]

Guð notaði musterisfyrirkomulagið í Jerúsalem til að koma vilja sínum á framfæri við þjóð sína.

[Mynd á blaðsíðu 30]

Svið þar sem við getum sýnt Guði undirgefni.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila