-
Hvernig er fagnaðarboðskapurinn boðaður?Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
-
-
KAFLI 21
Hvernig er fagnaðarboðskapurinn boðaður?
Bráðlega mun Jehóva nota ríki sitt til að fjarlægja öll vandamál okkar. Það eru allt of góðar fréttir til að halda út af fyrir sig. Jesús vildi að fylgjendur sínir segðu öllum frá þeim. (Matteus 28:19, 20) Hvernig hafa Vottar Jehóva brugðist við boði Jesú?
1. Hvernig er Matteus 24:14 að uppfyllast núna?
Jesús sagði: „Fagnaðarboðskapurinn um ríkið verður boðaður um alla jörðina.“ (Matteus 24:14) Vottar Jehóva taka glaðir þátt í þessu mikilvæga starfi. Við boðum fagnaðarboðskapinn um allan heim á meira en 1.000 tungumálum. Þetta risastóra verkefni krefst gríðarlegrar vinnu og skipulagningar. Það væri ekki gerlegt án hjálpar Jehóva.
2. Hvað leggjum við á okkur til að boða fólki trúna?
Við boðum trúna hvar sem við náum í fólk. Við gerum það „hús úr húsi“, rétt eins og kristnir menn á fyrstu öld. (Postulasagan 5:42) Þessi markvissa aðferð gerir okkur kleift að ná til milljóna manna á hverju ári. Við boðum líka trúna á almannafæri, því að fólk er ekki alltaf heima. Við leitum allra leiða til að segja öðrum frá Jehóva og fyrirætlunum hans.
3. Hverjir eiga að boða fagnaðarboðskapinn?
Allir sannkristnir menn eiga að boða öðrum fagnaðarboðskapinn. Við tökum ábyrgð okkar alvarlega. Við notum eins mikinn tíma í boðunina og aðstæður okkar leyfa vegna þess að við gerum okkur grein fyrir að líf fólks er í húfi. (Lestu 1. Tímóteusarbréf 4:16.) Við fáum ekki borgað fyrir þetta starf því að í Biblíunni segir: „Gefins hafið þið fengið, gefins skuluð þið láta í té.“ (Matteus 10:7, 8) Það taka ekki allir við boðskap okkar. En við höldum áfram að boða trúna vegna þess að boðunin er hluti af tilbeiðslu okkar og hún gleður Jehóva.
KAFAÐU DÝPRA
Lærðu meira um það sem vottar Jehóva leggja á sig til að boða trúna um allan heim og hvernig Jehóva hjálpar okkur til þess.
Trúin boðuð víðs vegar um heiminn: (A) Kosta Ríka, (B) Bandaríkin, (C) Benín, (D) Taíland, (E) Yap, (F) Svíþjóð.
4. Við leggjum hart að okkur til að ná til allra
Vottar Jehóva leggja mikið á sig til að boða fólki alls staðar fagnaðarboðskapinn. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvað finnst þér áhugaverðast við það sem vottar Jehóva leggja á sig til að boða trúna?
Lesið Matteus 22:39 og Rómverjabréfið 10:13–15 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvernig er boðunin merki um að við elskum náungann?
Hvað finnst Jehóva um þá sem boða fagnaðarboðskapinn? – Sjá 15. vers.
5. Við erum samverkamenn Guðs
Margar reynslusögur sýna að Jehóva stýrir boðun okkar. Tökum sem dæmi trúbróður okkar á Nýja-Sjálandi sem heitir Paul. Einn eftirmiðdag hitti hann konu í boðuninni hús úr húsi. Þennan sama morgun hafði konan beðið til Guðs og notað nafnið Jehóva. Hún bað hann um að einhver kæmi til að hjálpa henni að kynnast honum. „Þrem klukkustundum síðar bankaði ég upp á hjá henni,“ segir Paul.
Lesið 1. Korintubréf 3:9 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvernig sýna reynslusögur eins og þessi frá Nýja-Sjálandi að Jehóva stýrir boðuninni?
Lesið Postulasöguna 1:8 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvers vegna þurfum við hjálp Jehóva til að gera þjónustu okkar góð skil?
Vissir þú?
Á hverri samkomu í miðri viku fáum við þjálfun í að boða trúna. Hvað finnst þér um þessa þjálfun, ef þú hefur komið á slíka samkomu?
6. Við hlýðum boði Guðs um að boða trúna
Á fyrstu öld reyndu andstæðingar að stöðva boðun fylgjenda Jesú. Frumkristnir menn ‚vörðu fagnaðarboðskapinn og staðfestu með lögum réttinn til að boða hann‘. (Filippíbréfið 1:7) Vottar Jehóva gera það sama nú á dögum.a
Lesið Postulasöguna 5:27–42 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvers vegna hættum við ekki að boða trúna? – Sjá 29., 38. og 39. vers.
EINHVER GÆTI SPURT: „Af hverju fara vottar Jehóva hús úr húsi?“
Hvernig myndir þú svara því?
SAMANTEKT
Jesús gaf fylgjendum sínum fyrirmæli um að boða öllum þjóðum fagnaðarboðskapinn. Jehóva hjálpar þjónum sínum að vinna þetta verk.
Upprifjun
Hvernig er fagnaðarboðskapurinn boðaður um allan heim?
Hvernig er boðunin merki um að við elskum náungann?
Heldur þú að boðunin geti veitt okkur ánægju? Hvers vegna?
KANNAÐU
Sjáðu hvernig Vottar Jehóva boða trúna í stórborgum.
Hvernig hafa Vottar Jehóva náð til flóttamanna?
Hlustaðu á systur segja frá því hve ánægjulegt líf hennar hefur verið sem boðberi í fullu starfi.
Lestu um markverða sigra sem hafa unnist fyrir dómstólum og verið boðun fagnaðarboðskaparins til eflingar.
„Boðberar Guðsríkis verja rétt sinn fyrir dómstólum“ (Ríki Guðs stjórnar, kafli 13)
a Guð hefur veitt okkur umboð til að boða trúna. Þess vegna þurfa vottar Jehóva ekki leyfi frá mannlegum yfirvöldum til að boða fagnaðarboðskapinn.
-
-
Ríki Guðs er við völd núnaVon um bjarta framtíð – biblíunámskeið
-
-
5. Heimurinn hefur breyst frá 1914
Jesús sagði fyrir hvernig ástandið í heiminum yrði eftir að hann tæki við völdum sem konungur. Lesið Lúkas 21:9–11 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvað af þessu hefur þú séð eða heyrt um?
Páll postuli lýsti því hvernig fólk yrði á síðustu dögum mannlegra stjórna. Lesið 2. Tímóteusarbréf 3:1–5 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvað af þessu hefur þú séð í fari fólks nú á dögum?
6. Sýndu að þú trúir að ríki Guðs hafi tekið við völdum á himni
Lesið Matteus 24:3, 14 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvaða mikilvæga starf sýnir að ríki Guðs er við völd?
Hvernig getur þú tekið þátt í þessu starfi?
Ríki Guðs stjórnar núna og bráðlega mun það taka fulla stjórn yfir jörðinni. Lesið Hebreabréfið 10:24, 25 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvað ætti hvert og eitt okkar að gera þegar við „sjáum að dagurinn nálgast“?
Hvað myndirðu gera ef þú kæmist að einhverju sem gæti hjálpað öðrum og bjargað þeim?
-