Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • „Seg þú okkur, hvenær verður þetta?“
    Varðturninn – 2013 | 15. júlí
    • 16. Í hvaða öðrum versum er fjallað um komu Jesú?

      16 Jesús segir um trúa og hyggna þjóninn: „Sæll er sá þjónn er húsbóndinn finnur breyta svo er hann kemur.“ Í dæmisögunni um meyjarnar segir Jesús: „Meðan þær voru að kaupa kom brúðguminn.“ Í dæmisögunni um talenturnar segir hann: „Löngu síðar kom húsbóndi þessara þjóna.“ Í sömu dæmisögu segir húsbóndinn: „Þá hefði ég fengið það með vöxtum þegar ég kom heim.“ (Matt. 24:46; 25:10, 19, 27) Um hvaða tímasetningu er Jesús að tala í þessum fjórum versum?

      17. Hvað höfum við sagt áður um komu Jesú sem nefnd er í Matteusi 24:46?

      17 Áður höfum við sagt í ritum okkar að í þessum fjórum versum, sem nefnd eru í 16. greininni, sé talað um komu Jesú árið 1918. Tökum sem dæmi orð hans um ,trúa og hyggna þjóninn‘. (Lestu Matteus 24:45-47.) Við skildum það svo að þegar sagt er í versi 46 að Jesús hafi ,komið‘ hafi það verið til að skoða hvernig hinir andasmurðu stóðu sig árið 1918. Þjónninn hafi síðan verið settur yfir allar eigur húsbóndans árið 1919. (Mal. 3:1) Ítarlegri athugun á spádómi Jesú gefur hins vegar til kynna að við þurfum að endurskoða hvernig við tímasetjum viss atriði í spádóminum. Hvers vegna?

      18. Hver er niðurstaðan varðandi komu Jesú þegar við skoðum spádóm hans í heild sinni?

      18 Þegar talað er um ,komu‘ Jesú í versunum á undan Matteusi 24:46 er alltaf átt við komu hans til að fella dóm og fullnægja honum í þrengingunni miklu sem er fram undan. (Matt. 24:30, 42, 44) Og eins og rætt var um í 12. greininni er um sömu tímasetningu að ræða í Matteusi 25:31, það er að segja tímann þegar Jesús kemur til að dæma. Það er því rökrétt ályktun að það sé líka í framtíðinni, í þrengingunni miklu, sem Jesús kemur til að setja trúa þjóninn yfir allar eigur sínar eins og segir í Matteusi 24:46, 47. Þegar við skoðum spádóm Jesú í heild sinni er ljóst að þau átta dæmi, þar sem hann talar um að hann komi, eiga við framtíðina þegar hann dæmir í þrengingunni miklu.

  • „Seg þú okkur, hvenær verður þetta?“
    Varðturninn – 2013 | 15. júlí
    • e 15. grein: Sögnin ,að koma‘ í þessum versum er þýðing grísku sagnarinnar erkhomai.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila