-
Trúi þjónninn stenst prófiðVarðturninn – 2004 | 1. apríl
-
-
2, 3. Hvaðan kom ,illi þjónninn‘ og hvernig varð hann til?
2 Jesús talaði um illa þjóninn strax á eftir trúa og hyggna þjóninum. Hann sagði: „Ef illur þjónn [„sá hinn illi þjónn“, Biblían 1912] segir í hjarta sínu: ‚Húsbónda mínum dvelst,‘ og hann tekur að berja samþjóna sína og eta og drekka með svöllurum, þá mun húsbóndi þess þjóns koma á þeim degi, sem hann væntir ekki, á þeirri stundu, sem hann veit ekki, höggva hann og láta hann fá hlut með hræsnurum. Þar verður grátur og gnístran tanna.“ (Matteus 24:48-51) Nafngiftin „sá hinn illi þjónn“ beinir athygli okkar að því sem Jesús sagði á undan um trúa og hyggna þjóninn. Já, illi þjónninn kom úr röðum trúa þjónsins.a Hvernig þá?
-
-
Trúi þjónninn stenst prófiðVarðturninn – 2004 | 1. apríl
-
-
4. Hvað gerði Jesús við ,illa þjóninn‘ og hvað hefur hann gert við alla sem hafa sýnt sama hugarfar?
4 Þessir fyrrverandi kristnu menn reyndust vera illi þjónninn og Jesús ,hjó þá‘, það er að segja refsaði þeim harðlega. Hvernig? Með því að hafna þeim þannig að þeir glötuðu himneskri von sinni. Þeim var hins vegar ekki eytt strax. Fyrst þurftu þeir að gráta og gnísta tönnum í ,myrkrinu‘ utan kristna safnaðarins. (Matteus 8:12) Síðan þetta átti sér stað hafa fáeinir andasmurðir menn til viðbótar sýnt sams konar slæmt viðhorf og þannig samsamað sig ,illa þjóninum‘. Sumir af ,öðrum sauðum‘ hafa líkt eftir ótrúfesti þeirra. (Jóhannes 10:16) Allir slíkir óvinir Krists lenda úti í sama andlega ,myrkrinu‘.
-