-
Hvað fær þig til að þjóna Guði?Varðturninn – 1995 | 1. nóvember
-
-
17. Endursegðu dæmisöguna um talenturnar stuttlega með eigin orðum.
17 Tökum dæmisögu Jesú um talenturnar í Matteusi 25:14-30 sem dæmi. Maður, sem ætlaði úr landi, kallaði þjóna sína saman og fól þeim eigur sínar. „Einum fékk hann fimm talentur, öðrum tvær og þeim þriðja eina, hverjum eftir hæfni.“ Hvað uppgötvaði húsbóndinn er hann sneri aftur til að láta þá gera skil? Þjónninn, sem hafði fengið fimm talentur, hafði grætt aðrar fimm. Eins hafði sá sem fékk tvær talentur grætt aðrar tvær. Þjónninn, sem fengið hafði eina talentu, gróf hana í jörð og gerði ekkert til að ávaxta fé húsbónda síns. Hvernig mat húsbóndinn stöðuna?
18, 19. (a) Af hverju bar húsbóndinn ekki þjóninn með tvær talenturnar saman við þjóninn sem fékk fimm? (b) Hvað kennir dæmisagan um talenturnar okkur um hrós og samanburð? (c) Af hverju fékk þriðji þjónninn bágt fyrir framlag sitt?
18 Lítum fyrst á þjónana sem fengu fimm talentur og tvær. Við báða þessa þjóna sagði húsbóndinn: „Gott, þú góði og trúi þjónn.“ Hefði hann sagt það við þjóninn með fimm talenturnar ef hann hefði ekki grætt nema tvær? Það er ólíklegt. Á hinn bóginn sagði hann ekki við þjóninn sem fékk tvær talentur: ‚Af hverju græddirðu ekki fimm? Líttu á samþjón þinn og sjáðu hve mikið hann græddi fyrir mig!‘ Nei, þessi umhyggjusami húsbóndi, sem táknaði Jesú, bar menn ekki saman. Hann fékk þjónunum talentur í hendur „hverjum eftir hæfni“ og ætlaðist ekki til meira af þeim en þeir gátu gefið. Báðum þjónunum var hrósað jafnt því að báðir unnu af allri sálu fyrir húsbónda sinn. Við getum öll dregið lærdóm af þessu.
-
-
Hvað fær þig til að þjóna Guði?Varðturninn – 1995 | 1. nóvember
-
-
20. Hvernig lítur Jehóva á takmörk okkar?
20 Jehóva væntir þess af hverjum og einum að elska hann af öllum mætti, en það yljar okkur samt um hjartarætur að hann skuli ‚þekkja eðli okkar, minnast þess að við erum mold‘! (Sálmur 103:14) Orðskviðirnir 21:2 segja að ‚Jehóva vegi hjörtun‘ — ekki tölur á eyðublaði. Hann skilur þau takmörk sem við ráðum ekki við, hvort heldur þau eru fjárhagsleg, líkamleg, tilfinningaleg eða annars eðlis. (Jesaja 63:9) Um leið væntir hann þess að við notum tíma okkar, áhrif og fjármuni sem best við getum. Jehóva er fullkominn en hann er ekki haldinn fullkomnunaráráttu í samskiptum við þjóna sína. Hann er hvorki ósanngjarn né óraunsær í væntingum sínum.
-