-
Hlutdeild í fögnuði FriðarhöfðingjansÖryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans
-
-
2. (a) Hvað táknaði ferð ríka mannsins úr landi og hvert lá leið hans? (b) Hvað kom herrann með þegar hann sneri aftur?
2 Ríki maðurinn í dæmisögunni táknar Jesú Krist, og hin langa utanför hans táknar för hans til uppsprettu þeirrar gleði sem hann átti í vændum. Til fundar við hvern fór hann? Hebreabréfið 12:2 segir okkur: „Beinum sjónum vorum til Jesú, höfundar og fullkomnara trúarinnar. Vegna gleði þeirrar, er beið hans, leið hann þolinmóðlega á krossi, mat smán einskis og hefur nú sest til hægri handar hásæti Guðs.“ Já, Jehóva Guð er uppspretta þessarar gleði. Það var hann sem Jesús fór til fundar við og á meðan trúði hann trúum lærisveinum sínum fyrir ‚talentunum.‘ Húsbóndinn sneri aftur með ‚mikið‘ sem hann hafði ekki haft þegar hann fól þjónum sínum þrem talenturnar átta til ávöxtunar. Í annarri dæmisögu, sem Jesús hafði sagt áður, dæmisögunni um hin „tíu pund,“ segir hann að það hafi verið ‚konungdómur‘ sem hann kom með til baka. — Lúkas 19:12-15.
-
-
Hlutdeild í fögnuði FriðarhöfðingjansÖryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans
-
-
4. Hvers vegna hafði Jesús sérstakt tilefni til að bjóða trúföstum ‚þjónum‘ sínum inn til fagnaðar síns, eftir að hann var orðinn konungur?
4 Úr því það var fagnaðarefni þegar hann bauð sig Jerúsalembúum sem konungur smurður með anda Jehóva, hlýtur það að hafa verið mun meira gleðiefni þegar hann var krýndur sem konungur við lok heiðingjatímanna árið 1914. Það var mjög gleðiríkur viðburður fyrir hann. Þá naut hann gleði sem hann hafði ekki notið fyrr. Þegar hann því gerði upp reikninga við þjóna sína gat hann sagt við þá lærisveina sem hann dæmdi ‚góða og trúa‘: „Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns.“ (Matteus 25:21) Núna gátu þeir sem hann viðurkenndi þjóna sína öðlast nýjan fögnuð. Hvílík umbun!
5. (a) Hver var staða Krists þegar Páll postuli var ‚erindreki‘ hans? (b) Hvaða stöðu hefur Kristur núna þegar ‚leifarnar‘ eru „erindrekar“ hans?
5 Árið 1919 fengu smurðir lærisveinar hins ríkjandi konungs, Jesú Krists, að ganga inn til viðurkenndrar stöðu frammi fyrir honum, og það veitti þeim ómælda gleði. Nítján öldum fyrr hafði Páll postuli skrifað trúbræðrum sínum um hina miklu upphefð þeirra: „Vér erum því erindrekar Krists.“ (2. Korintubréf 5:20) Þetta var skrifað þegar Jesús var einungis ríkiserfingi ‚himnaríkis.‘ (Matteus 25:1) Hann þurfti því að sitja við hægri hönd Guðs og bíða krýningardagsins. En núna, frá 1919, hafa leifarnar verið „erindrekar“ og sendiherrar ríkjandi konungs. (Hebreabréfið 10:12, 13) Athygli Alþjóðlegra biblíunemenda var sérstaklega vakin á því á mótinu í Cedar Point í Ohio árið 1922.
-