-
Hvernig er fagnaðarboðskapurinn boðaður?Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
-
-
KAFLI 21
Hvernig er fagnaðarboðskapurinn boðaður?
Bráðlega mun Jehóva nota ríki sitt til að fjarlægja öll vandamál okkar. Það eru allt of góðar fréttir til að halda út af fyrir sig. Jesús vildi að fylgjendur sínir segðu öllum frá þeim. (Matteus 28:19, 20) Hvernig hafa Vottar Jehóva brugðist við boði Jesú?
1. Hvernig er Matteus 24:14 að uppfyllast núna?
Jesús sagði: „Fagnaðarboðskapurinn um ríkið verður boðaður um alla jörðina.“ (Matteus 24:14) Vottar Jehóva taka glaðir þátt í þessu mikilvæga starfi. Við boðum fagnaðarboðskapinn um allan heim á meira en 1.000 tungumálum. Þetta risastóra verkefni krefst gríðarlegrar vinnu og skipulagningar. Það væri ekki gerlegt án hjálpar Jehóva.
2. Hvað leggjum við á okkur til að boða fólki trúna?
Við boðum trúna hvar sem við náum í fólk. Við gerum það „hús úr húsi“, rétt eins og kristnir menn á fyrstu öld. (Postulasagan 5:42) Þessi markvissa aðferð gerir okkur kleift að ná til milljóna manna á hverju ári. Við boðum líka trúna á almannafæri, því að fólk er ekki alltaf heima. Við leitum allra leiða til að segja öðrum frá Jehóva og fyrirætlunum hans.
3. Hverjir eiga að boða fagnaðarboðskapinn?
Allir sannkristnir menn eiga að boða öðrum fagnaðarboðskapinn. Við tökum ábyrgð okkar alvarlega. Við notum eins mikinn tíma í boðunina og aðstæður okkar leyfa vegna þess að við gerum okkur grein fyrir að líf fólks er í húfi. (Lestu 1. Tímóteusarbréf 4:16.) Við fáum ekki borgað fyrir þetta starf því að í Biblíunni segir: „Gefins hafið þið fengið, gefins skuluð þið láta í té.“ (Matteus 10:7, 8) Það taka ekki allir við boðskap okkar. En við höldum áfram að boða trúna vegna þess að boðunin er hluti af tilbeiðslu okkar og hún gleður Jehóva.
KAFAÐU DÝPRA
Lærðu meira um það sem vottar Jehóva leggja á sig til að boða trúna um allan heim og hvernig Jehóva hjálpar okkur til þess.
Trúin boðuð víðs vegar um heiminn: (A) Kosta Ríka, (B) Bandaríkin, (C) Benín, (D) Taíland, (E) Yap, (F) Svíþjóð.
4. Við leggjum hart að okkur til að ná til allra
Vottar Jehóva leggja mikið á sig til að boða fólki alls staðar fagnaðarboðskapinn. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvað finnst þér áhugaverðast við það sem vottar Jehóva leggja á sig til að boða trúna?
Lesið Matteus 22:39 og Rómverjabréfið 10:13–15 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvernig er boðunin merki um að við elskum náungann?
Hvað finnst Jehóva um þá sem boða fagnaðarboðskapinn? – Sjá 15. vers.
5. Við erum samverkamenn Guðs
Margar reynslusögur sýna að Jehóva stýrir boðun okkar. Tökum sem dæmi trúbróður okkar á Nýja-Sjálandi sem heitir Paul. Einn eftirmiðdag hitti hann konu í boðuninni hús úr húsi. Þennan sama morgun hafði konan beðið til Guðs og notað nafnið Jehóva. Hún bað hann um að einhver kæmi til að hjálpa henni að kynnast honum. „Þrem klukkustundum síðar bankaði ég upp á hjá henni,“ segir Paul.
Lesið 1. Korintubréf 3:9 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvernig sýna reynslusögur eins og þessi frá Nýja-Sjálandi að Jehóva stýrir boðuninni?
Lesið Postulasöguna 1:8 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvers vegna þurfum við hjálp Jehóva til að gera þjónustu okkar góð skil?
Vissir þú?
Á hverri samkomu í miðri viku fáum við þjálfun í að boða trúna. Hvað finnst þér um þessa þjálfun, ef þú hefur komið á slíka samkomu?
6. Við hlýðum boði Guðs um að boða trúna
Á fyrstu öld reyndu andstæðingar að stöðva boðun fylgjenda Jesú. Frumkristnir menn ‚vörðu fagnaðarboðskapinn og staðfestu með lögum réttinn til að boða hann‘. (Filippíbréfið 1:7) Vottar Jehóva gera það sama nú á dögum.a
Lesið Postulasöguna 5:27–42 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvers vegna hættum við ekki að boða trúna? – Sjá 29., 38. og 39. vers.
EINHVER GÆTI SPURT: „Af hverju fara vottar Jehóva hús úr húsi?“
Hvernig myndir þú svara því?
SAMANTEKT
Jesús gaf fylgjendum sínum fyrirmæli um að boða öllum þjóðum fagnaðarboðskapinn. Jehóva hjálpar þjónum sínum að vinna þetta verk.
Upprifjun
Hvernig er fagnaðarboðskapurinn boðaður um allan heim?
Hvernig er boðunin merki um að við elskum náungann?
Heldur þú að boðunin geti veitt okkur ánægju? Hvers vegna?
KANNAÐU
Sjáðu hvernig Vottar Jehóva boða trúna í stórborgum.
Hvernig hafa Vottar Jehóva náð til flóttamanna?
Hlustaðu á systur segja frá því hve ánægjulegt líf hennar hefur verið sem boðberi í fullu starfi.
Lestu um markverða sigra sem hafa unnist fyrir dómstólum og verið boðun fagnaðarboðskaparins til eflingar.
„Boðberar Guðsríkis verja rétt sinn fyrir dómstólum“ (Ríki Guðs stjórnar, kafli 13)
a Guð hefur veitt okkur umboð til að boða trúna. Þess vegna þurfa vottar Jehóva ekki leyfi frá mannlegum yfirvöldum til að boða fagnaðarboðskapinn.
-
-
Skírn er verðugt markmiðVon um bjarta framtíð – biblíunámskeið
-
-
KAFLI 23
Skírn er verðugt markmið
Jesús kenndi að kristnir menn ættu að láta skírast. (Lestu Matteus 28:19, 20.) En hvað er skírn? Og hvað þarf að gera til að ná því marki?
1. Hvað er skírn?
Að „skíra“ er þýðing á grísku orði sem merkir ‚að dýfa‘ ofan í vatn. Þegar Jesús skírðist var hann færður í kaf í ánni Jórdan og síðan kom hann „upp úr vatninu“. (Markús 1:9, 10) Sannkristnum mönnum er á sama hátt dýft ofan í vatn, eða þeir færðir í kaf, þegar þeir láta skírast.
2. Hvað sýnir sá sem lætur skírast?
Sá sem lætur skírast sýnir að hann hefur vígt sig Jehóva Guði. Hvernig fer vígslan fram? Áður en hann lætur skírast segir hann Jehóva í einlægri bæn að hann vilji þjóna honum að eilífu. Hann lofar Jehóva að tilbiðja aðeins hann og láta vilja hans ganga fyrir öðru í lífi sínu. Hann velur að ‚afneita sjálfum sér og fylgja‘ kennslu Jesú og fordæmi. (Matteus 16:24) Vígsla hans og skírn gerir honum kleift að eiga nána vináttu við Jehóva og aðra sem tilbiðja hann.
3. Hvernig getur maður orðið hæfur til að láta skírast?
Þú getur búið þig undir skírn með því að kynnast Jehóva og byggja upp trú á hann. (Lestu Hebreabréfið 11:6.) Þú elskar Jehóva heitar eftir því sem þekking þín eykst og trúin styrkist. Þá langar þig án efa til að segja öðrum frá honum og lifa í samræmi við meginreglur hans. (2. Tímóteusarbréf 4:2; 1. Jóhannesarbréf 5:3) Þann sem lifir „eins og Jehóva er samboðið til að þóknast honum í einu og öllu“ langar líklega til að vígja sig honum og láta skírast. – Kólossubréfið 1:9, 10.a
KAFAÐU DÝPRA
Kynntu þér hvað við getum lært af skírn Jesú og hvernig hægt er að búa sig undir þetta mikilvæga skref.
4. Við lærum af skírn Jesú
Lesið Matteus 3:13–17 til að fræðast meira um skírn Jesú. Ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Var Jesús skírður þegar hann var ungbarn?
Hvernig var hann skírður? Var bara hellt smá vatni á höfuðið á honum?
Þegar Jesús skírðist hóf hann það sérstaka starf sem Guð fól honum á jörðinni. Lesið Lúkas 3:21–23 og Jóhannes 6:38 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvaða verkefni lét Jesús hafa forgang í lífi sínu eftir að hann skírðist?
5. Skírn er raunhæft markmið
Til að byrja með getur virst yfirþyrmandi að hugsa um vígslu og skírn. En þú getur tekið framförum að því marki að þú getir öruggur tekið svona mikilvæga ákvörðun. Spilið MYNDBANDIÐ til að sjá dæmi um fólk sem tókst það.
Lesið Jóhannes 17:3 og Jakobsbréfið 1:5 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvað getur hjálpað fólki að verða tilbúið til að láta skírast?
Við vígjum okkur Jehóva með því að segja honum að við viljum þjóna honum að eilífu.
Þegar við látum skírast sýnum við öðrum að við höfum vígt okkur Guði.
6. Með skírninni verðum við hluti af fjölskyldu Jehóva
Við verðum hluti af samhentri alheimsfjölskyldu þegar við látum skírast. Við komum alls staðar að og erum með ólíkan bakgrunn en höfum öll sömu trú og förum eftir sömu siðferðisreglum. Lesið Sálm 25:14 og 1. Pétursbréf 2:17 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvaða áhrif hefur skírnin á sambandið við Jehóva og aðra sem tilbiðja hann?
SUMIR SEGJA: „Ég er ekki tilbúinn að láta skírast.“
Líður þér þannig? Finnst þér skírn samt vera verðugt markmið?
SAMANTEKT
Jesús kenndi að kristnir menn þyrftu að láta skírast. Til að ná því markmiði þarf maður að byggja upp sterka trú á Jehóva, fylgja meginreglum hans og vígja líf sitt honum.
Upprifjun
Hvað er skírn og hvers vegna er hún mikilvæg?
Hver eru tengsl vígslu og skírnar?
Hvað þarf maður að gera fyrir vígslu og skírn?
KANNAÐU
Lestu um hvað skírnin felur í sér og hvað ekki.
Skoðaðu hvernig hægt er að taka framförum og láta skírast.
„Kærleikur og þakklæti til Jehóva leiðir til skírnar“ (Varðturninn mars 2020)
Lestu um hvernig maður nokkur byggði ákvörðun sína um að láta skírast ekki aðeins á tilfinningum.
„Þau vildu að ég kæmist sjálfur að sannleikanum“ (Varðturninn 1. mars 2013)
Hugleiddu hvers vegna skírn er verðugt markmið og hvernig þú getur búið þig undir hana.
„Ætti ég að láta skírast?“ (Spurningar unga fólksins – svör sem duga, 2. bindi, kafli 37)
a Sá sem hefur verið skírður í annarri trú þarf að láta skírast aftur. Hvers vegna? Vegna þess að sú trú kenndi ekki sannleika Biblíunnar. – Sjá Postulasöguna 19:1–5 og kafla 13 í bókinni.
-