Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Réttlæti fæst ekki gegnum munnlegar erfðavenjur
    Varðturninn – 1991 | 1. júní
    • 15. Hvernig var afstaða Jesú til hjónaskilnaðar gerólík munnlegum erfðavenjum Gyðinga?

      15 Við erum nú komin að þriðju tilvitnun Jesú: „Þá var og sagt: ‚Sá sem skilur við konu sína, skal gefa henni skilnaðarbréf.‘ En ég segi yður: Hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verður til þess, að hún drýgir hór. Og sá sem gengur að eiga fráskilda konu [sem er fráskilin á öðrum grundvelli en siðleysi], drýgir hór.“ (Matteus 5:31, 32) Sumir Gyðingar komu sviksamlega fram við konur sínar og skildu við þær af minnsta tilefni. (Malakí 2:13-16; Matteus 19:3-9) Samkvæmt munnlegri erfðavenju mátti maður skilja við konu sína „jafnvel ef hún eyðilagði matinn hans“ eða „ef hann fann aðra fegurri en hana.“ — Mísna.

  • Réttlæti fæst ekki gegnum munnlegar erfðavenjur
    Varðturninn – 1991 | 1. júní
    • 20. Hvernig áréttaði Jesús Móselogin og jók vægi þeirra?

      20 Þegar Jesús vitnaði síðar í hluta lögmálsins og bætti við: „En ég segi yður,“ þá var hann ekki að víkja Móselögunum til hliðar og skáka fram einhverju öðru í staðinn. Nei, hann var að árétta og auka vægi þess með því að draga fram andann sem að baki því bjó. Hið æðra lögmál bróðurkærleikans dæmir langvarandi illvilja sem morð. Hið æðra lögmál hreinleikans dæmir viðvarandi, lostafulla hugsun sem hórdóm. Hið æðra lögmál hjónabandsins bannar hjónaskilnað af litlu tilefni af því að nýtt hjónaband hefur í för með sér hjúskaparbrot. Hið æðra lögmál sannleikans sýnir að síendurteknir eiðstafir eru óþarfir. Hið æðra lögmál mildinnar hafnar hefnigirni. Hið æðra lögmál kærleikans kallar á takmarkalausan kærleika líkt og Guð sýnir.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila