-
Haldið áfram að leita ríkis guðs og réttlætisVarðturninn – 1991 | 1. júní
-
-
1, 2. Að hverju gerðu fræðimenn og farísear verk sem voru í sjálfu sér góð, og hvaða aðvörun fengu fylgjendur Jesú?
FRÆÐIMENNIRNIR og farísearnir leituðu réttlætis á sinn eigin hátt, ekki á þann hátt sem Guð ætlaðist til. Þar við bættist að þegar þeir unnu verk, sem voru í sjálfu sér góð, breyttu þeir þeim í hræsnisfullan sjónleik fyrir mönnum. Þeir voru ekki að þjóna Guði heldur eigin hégómagirnd. Jesús varaði lærisveina sína við slíkum leikaraskap: „Varist að iðka réttlæti yðar fyrir monnum, þeim til sýnis, annars eigið þér engin laun hjá föður yðar á himnum.“ — Matteus 6:1.
-
-
Haldið áfram að leita ríkis guðs og réttlætisVarðturninn – 1991 | 1. júní
-
-
3. (a) Hvernig tóku fræðimenn og farísear út laun sín fyrir ölmusugjafirnar? (b) Hvaða ólíka afstöðu til ölmusugjafa tók Jesús?
3 Gríska orðið apekho, sem merkir ‚að taka út laun sín,‘ var oft notað á kvittunum í viðskiptum. Eins og það er notað í fjallræðunni, gefur það til kynna að ‚þeir hafi tekið út laun sín,‘ það er að segja „þeir hafa undirritað kvittun fyrir launum sínum: rétti þeirra til að fá laun sín hefur verið sinnt, nákvæmlega eins og þeir hefðu þegar gefið kvittun fyrir þeim.“ (An Expository Dictionary of New Testament Words eftir W. E. Vine.) Fyrir opnum tjöldum á götum úti gáfu menn hátíðleg loforð um gjafir til fátækra. Nöfn gefenda voru tilkynnt ı samkunduhúsunum. Þeir sem gáfu stórar fjárhæðir voru sérstaklega heiðraðir með því að fá að sitja næst rabbínunum við tilbeiðsluna. Þeir gáfu til að láta taka eftir sér; þeir voru séðir og heiðraðir af mönnum og gátu því stimplað „Greitt að fullu“ á kvittunina fyrir launin sem þeir hlutu fyrir gjöf sína. Afstaða Jesú var allt önnur! Gefðu „í leynum, og faðir þinn, sem sér ı leynum, mun umbuna þér.“ — Matteus 6:3, 4; Orðskviðirnir 19:17.
-