-
Verið gerendur orðsins, ekki aðeins heyrendurVarðturninn – 1991 | 1. júní
-
-
3. Hvað kennir Jesús okkur í fjallræðunni um bænir?
3 Er Jesús hélt áfram fjallræðu sinni komu fram fleiri heilræði sem kristnir menn verða að kappkosta að lifa eftir. Hér kemur eitt sem virðist einfalt en fordæmir einhverja þrálífustu tilhneigingu okkar: „Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir. Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmdir, og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða. Hví sér þú flısina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: ‚Lát mig draga flísina úr auga þér?‘ Og þó er bjálki í auga sjálfs þín. Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér, og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.“ — Matteus 7:1-5.
-
-
Verið gerendur orðsins, ekki aðeins heyrendurVarðturninn – 1991 | 1. júní
-
-
5. Hvers vegna er miklu auðveldara að sjá galla annarra en okkar eigin?
5 Hinar munnlegu erfðavenjur komu faríseunum á fyrstu öld yfirleitt til að dæma aðra harðneskjulega. Sérhver fylgjandi Jesú, sem hafði tamið sér slíkt, átti að hætta því. Það er miklu auðveldara að sjá flísina í auga annars en bjálkann í sínu eigin — og miklu þægilegra fyrir sjálfsálitið! Eins og maður sagði: „Ég hef yndi af að gagnrýna aðra vegna þess að þá líður mér svo vel!“ Ef við höfum fyrir sið að gagnrýna aðra finnst okkur kannski sem við séum prýddir dyggðum er vegi upp á móti göllum okkar sem við viljum fela. En ef leiðrétting er nauðsynleg ætti að veita hana mildilega. Sá sem leiðréttir ætti ávallt að vera sér meðvitandi um eigin ófullkomleika. — Galatabréfið 6:1.
-