Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w90 1.3. bls. 3
  • Gullna reglan — hver er hún?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Gullna reglan — hver er hún?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Jákvæð lífsregla
  • Hver er gullna reglan?
    Biblíuspurningar og svör
  • Gullna reglan — algild lífsregla
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2001
  • Gullna reglan er enn í gildi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2001
  • Er gullna reglan enn í fullu gildi?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
w90 1.3. bls. 3

Gullna reglan — hver er hún?

„SJÁÐU nú til! Ég læt annað fólk í friði. Það má gera hvað sem það vill mín vegna, en ég myndi auðvitað rétta því hjálparhönd ef það ætti í erfiðleikum.“ Eru viðhorf þín eitthvað á þessa leið? Þegar hörmungar dynja yfir eru því nánast engin takmörk sett hve hjálpsamir og óeigingjarnir menn geta verið. En er það nóg að rétta fólki hjálparhönd þegar það er í neyð?

Sért þú foreldri hefur þú vafalaust áminnt börn þín um að reita ekki leikfélaga sína til reiði. Mörg okkar bera þess merki frá æskuárunum að það hefnir sín að láta slíka aðvörun sem vind um eyru þjóta. Við höfum komist að raun um að það er hyggilegt að fylgja lífsreglu hins austurlenska heimspekings Konfúsíusar: „Þú skalt ekki gera öðrum það sem þú vilt ekki að aðrir geri þér.“ En hefur þú nokkurn tíma hugleitt að þetta er í rauninni útþynnt og neikvæð útgáfa af hinni svonefndu gullnu reglu?

Jákvæð lífsregla

Ensk-íslensk orðabók eftir Sören Sörenson skilgreinir gullnu regluna sem ‚gullnu regluna í fjallræðunni: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ (Matt. 7:12)‘ Í rammanum hér neðst á síðunni má sjá hvernig ólíkar biblíuþýðingar draga fram marga fleti þessarar einstæðu lífsreglu.

Veittu því athygli að enda þótt orðalag hinna ýmsu biblíuþýðinga sé mismunandi hvetur reglan alltaf til jákvæðra athafna, enda hafði Jesús sagt skömmu áður í fjallræðunni: „Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upp lokið verða.“ (Matteus 7:7, 8) Það að biðja, leita og knýja á eru jákvæðar athafnir. „Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra,“ hélt Jesús áfram. — Matteus 7:12.

Biblían sýnir að lærisveinar Jesú mæltu einnig með þessari lífsreglu. (Rómverjabréfið 15:2; 1. Pétursbréf 3:11; 3. Jóhannesarbréf 11) Því miður bera mannleg samskipti vitni um að stór hluti manna lifir ekki eftir þessari lífsreglu, og gildir þá einu hvort þeir kalla sig kristna eða ekki. Má álykta út frá því að þessi gullna hegðunarregla eigi ekki lengur við? Er hún kannski úrelt?

[Rammi á blaðsíðu 3]

„Allt, hvað þér viljið að mennirnir gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ — Ísl. bi. 1859.

Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ — Ísl. bi. 1981.

„Komdu fram við aðra nákvæmlega eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.“ — The New Testament In Modern English eftir J. B. Phillips.

„Komið því alltaf fram við aðra eins og þið viljið að þeir komi fram við ykkur.“ — Jerusalem Bible.

„Komið í öllu fram við náunga ykkar eins og þið viljið að þeir komi fram við ykkur.“ — The Four Gospels í þýðingu E. V. Rieus.

„Þið verðið að temja ykkur að fara með aðra eins og þið viljið að þeir fari með ykkur.“ — The New Testament eftir C. B. Williams.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila