Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Munt þú hneykslast á Jesú?
    Varðturninn (námsútgáfa) – 2021 | maí
    • (3) JESÚS SNIÐGEKK MARGAR ERFÐAVENJUR GYÐINGA

      Margir höfnuðu Jesú vegna þess að hann hafnaði sumum erfðavenjum þeirra. Hvernig gæti það sama hneykslað einhverja nú á dögum? (Sjá 13. grein.)d

      13. Hvað varð til þess að margir höfnuðu Jesú?

      13 Á dögum Jesú voru lærisveinar Jóhannesar skírara hissa á að lærisveinar Jesú skyldu ekki fasta. Jesús útskýrði fyrir þeim að þeir hefðu enga ástæðu til að fasta á meðan hann væri enn á lífi. (Matt. 9:14–17) Þrátt fyrir það fordæmdu farísearnir og aðrir andstæðingar Jesú hann vegna þess að hann fylgdi ekki erfðavenjum þeirra og siðum. Þeir reiddust honum fyrir að lækna veika á hvíldardeginum. (Mark. 3:1–6; Jóh. 9:16) Þeir sögðust stoltir halda hvíldardaginn heilagan en sáu hins vegar ekkert athugavert við það að stunduð væru viðskipti í musterinu. Og þegar Jesús fordæmdi þá fyrir það urðu þeir bálreiðir. (Matt. 21:12, 13, 15) Og þeir sem Jesús boðaði trúna í samkunduhúsinu í Nasaret reiddust mjög þegar hann tók dæmi úr sögunni sem sýndi að þeir voru sjálfselskir og skorti trú. (Lúk. 4:16, 25–30) Margir hneyksluðust á Jesú vegna þess að hann gerði ekki það sem þeir reiknuðu með. – Matt. 11:16–19.

      14. Hvers vegna fordæmdi Jesús erfðavenjur sem voru ekki í samræmi við Biblíuna?

      14 Hvað segir Biblían? Jehóva sagði fyrir munn Jesaja spámanns: „Þetta fólk nálgast mig með munni sínum og heiðrar mig með vörum sínum en hjarta þess er mér fjarri og guðsótti þess er utanaðlærðar mannasetningar.“ (Jes. 29:13) Það var rétt af Jesú að fordæma erfðavenjur manna sem voru ekki í samræmi við Biblíuna. Þeir sem tóku reglur manna og erfðavenjur þeirra fram yfir Biblíuna höfnuðu Jehóva og þeim sem hann sendi sem Messías.

  • Munt þú hneykslast á Jesú?
    Varðturninn (námsútgáfa) – 2021 | maí
    • (4) JESÚS BREYTTI EKKI STJÓRNKERFINU

      Margir höfnuðu Jesú vegna þess að hann neitaði að taka þátt í stjórnmálum. Hvernig gæti það sama hneykslað einhverja nú á dögum? (Sjá 17. grein.)e

      17. Hverju bjuggust margir á dögum Jesú við að Messías myndi gera?

      17 Sumir á dögum Jesú vildu skjótar breytingar í stjórnmálum. Þeir bjuggust við að Messías leysti þá undan kúgun Rómverja. En þegar þeir reyndu að gera Jesú að konungi hafnaði hann því. (Jóh. 6:14, 15) Aðrir höfðu áhyggjur af því að Jesús myndi koma á pólitískum breytingum sem myndu egna Rómverja gegn Gyðingum. Þar á meðal voru prestarnir, en Rómverjar höfðu gefið þeim visst vald. Margir Gyðingar höfnuðu Jesú vegna þess að þeir höfðu áhyggjur af slíkum pólitískum málum.

      18. Hvaða spádóma um Messías hunsuðu margir?

      18 Hvað segir Biblían? Þó svo að margir spádómar segðu fyrir að Messías myndi að lokum verða sigursæl stríðshetja sögðu aðrir spádómar að hann þyrfti fyrst að deyja fyrir syndir okkar. (Jes. 53:9, 12) Hvers vegna gerðu Gyðingar sér þá rangar væntingar? Margir hunsuðu þá spádóma sem lofuðu ekki skjótum lausnum á vandamálum þeirra. – Jóh. 6:26, 27.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila