Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Þreytt en gefumst ekki upp
    Varðturninn – 2004 | 1. september
    • 1, 2. (a) Hvaða hlýlegu hvatningu fá allir sem vilja stunda sanna tilbeiðslu? (b) Hvað getur stofnað andlegu hugarfari okkar í mikla hættu?

      VIÐ sem erum lærisveinar Jesú þekkjum vel hvatningu hans: „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld. . . . Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.“ (Matteus 11:28-30) Kristnum mönnum bjóðast einnig „endurlífgunartímar frá augliti Drottins“. (Postulasagan 3:20) Þú hefur örugglega fundið hve endurnærandi það er að læra sannleika Biblíunnar, hafa bjarta framtíðarvon og fara eftir meginreglum Jehóva í lífinu.

      2 Sumir þjónar Jehóva ganga samt sem áður í gegnum erfið tímabil þar sem þeir eru þreyttir eða jafnvel niðurdregnir. Hjá sumum varir þetta stutta stund en hjá öðrum lengur. Með tímanum gætu sumir farið að líta á kristnar skyldur sínar sem byrði frekar en endurnærandi ok eins og Jesús lofaði. Slíkar neikvæðar hugsanir geta stofnað sambandi kristins manns við Jehóva í mikla hættu.

  • Þreytt en gefumst ekki upp
    Varðturninn – 2004 | 1. september
    • Kristið líferni er ekki íþyngjandi

      5. Hvað gæti virst vera mótsögn í sambandi við það að vera lærisveinn Jesú?

      5 Við þurfum vissulega að leggja hart að okkur til að lifa kristnu lífi. (Lúkas 13:24) Jesús sagði meira að segja: „Hver sem ber ekki sinn kross og fylgir mér, getur ekki verið lærisveinn minn.“ (Lúkas 14:27) Við fyrstu sýn gætu þessi orð virst stangast á við það sem Jesús sagði um að byrði hans væri létt og endurnærandi, en í raun og veru er þetta engin mótsögn.

      6, 7. Hvers vegna má segja að tilbeiðsla okkar sé ekki lýjandi?

      6 Það getur verið ánægjulegt og endurnærandi að leggja hart að sér við erfiða vinnu, jafnvel þótt hún sé líkamlega þreytandi, sérstaklega ef unnið er að góðu málefni. (Prédikarinn 3:13, 22) Hvað er mikilvægara en að segja nágrönnum okkar frá yndislegum biblíusannindum? Og þótt við þurfum að leggja hart að okkur til að lifa eftir háleitum siðferðisreglum Guðs er það ekki erfitt í samanburði við það sem við hljótum að launum. (Orðskviðirnir 2:10-20) Jafnvel þótt við séum ofsótt lítum við á það sem heiður að þjást vegna Guðsríkis. — 1. Pétursbréf 4:14.

      7 Byrði Jesú er mjög endurnærandi, sérstaklega þegar hún er borin saman við andlegt myrkur þeirra sem eru undir oki falskra trúarbragða. Guð elskar okkur heitt og gerir aldrei ósanngjarnar kröfur til okkar. „Boðorð hans eru ekki þung.“ (1. Jóhannesarbréf 5:3) Kristið líferni, eins og Biblían boðar, er ekki íþyngjandi. Tilbeiðsla okkar veldur sannarlega ekki þreytu eða depurð.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila