Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • „Þá munu réttlátir skína sem sól“
    Varðturninn – 2010 | 15. mars
    • 2. Hvað táknar góða sæðið í dæmisögunni um hveitið og illgresið?

      2 Í einni af dæmisögum sínum beinir Jesús athyglinni að þeim sem eiga að ríkja með honum. Hún er oft kölluð dæmisagan um hveitið og illgresið og hana er að finna í 13. kafla Matteusarguðspjalls. Í annarri dæmisögu segir Jesús að sæðið, sem sáð er, sé „orðið um ríkið“ en í dæmisögunni um hveitið og illgresið segir hann að góða sæðið tákni annað — „börn ríkisins“. (Matt. 13:19, 38) Þetta eru ekki þegnar ríkisins heldur „börn“ þess eða erfingjar. — Rómv. 8:14-17; lestu Galatabréfið 4:6, 7.

  • „Þá munu réttlátir skína sem sól“
    Varðturninn – 2010 | 15. mars
    • 4. (a) Hver er maðurinn í dæmisögunni? (b) Hvenær og hvernig byrjaði Jesús að sá þessu sæði?

      4 Hver er maðurinn sem sáði góða sæðinu í akur sinn? Jesús svarar því síðar þegar hann útskýrir dæmisöguna fyrir lærisveinunum: „Sá er sáir góða sæðinu er Mannssonurinn.“ (Matt. 13:37) Jesús, „Mannssonurinn,“ bjó akurinn til sáningar á þeim þrem og hálfu ári sem hann þjónaði á jörð. (Matt. 8:20; 25:31; 26:64) Frá og með hvítasunnu árið 33 tók hann að sá góða sæðinu — ,börnum ríkisins‘. Sáningin átti sér greinilega stað þegar Jesús byrjaði, í umboði Jehóva, að úthella heilögum anda yfir lærisveinana og smyrja þá sem börn Guðs.b (Post. 2:33) Góða sæðið óx og varð fullþroskað hveiti. Markmiðið með því að sá góða sæðinu var að safna að lokum öllum sem áttu að verða samerfingjar og meðstjórnendur Jesú í ríki hans.

  • „Þá munu réttlátir skína sem sól“
    Varðturninn – 2010 | 15. mars
    • 5. Hver er óvinurinn í dæmisögunni og hverja táknar illgresið?

      5 Hver er óvinurinn og hvað er illgresið? Jesús segir að óvinurinn sé „djöfullinn“. Illgresið, segir hann, eru „börn hins vonda“. (Matt. 13:25, 38, 39) Þegar Jesús talaði um illgresi hafði hann sennilega í huga svonefnt akurrýgresi. Þetta er eitruð planta sem er nauðalík hveiti fyrst í stað áður en hún þroskast. Það er vel við hæfi að nota þessa jurt til að tákna þá sem þykjast vera börn ríkisins en bera ekki ávöxt þess. Þeir fullyrða með hræsni að þeir séu fylgjendur Krists en tilheyra í rauninni ,niðjum‘ Satans djöfulsins. — 1. Mós. 3:15.

  • „Þá munu réttlátir skína sem sól“
    Varðturninn – 2010 | 15. mars
    • 7. Breyttist eitthvað af hveitinu í illgresi? Skýrðu svarið.

      7 Jesús sagði ekki að hveitið breyttist í illgresi heldur að illgresi væri sáð meðal hveitisins. Dæmisagan fjallar sem sagt ekki um það að sannkristnir menn falli frá trúnni. Hún lýsir öllu heldur vísvitandi tilraunum Satans til að spilla kristna söfnuðinum með því að lauma illum mönnum inn í hann. Þetta fráhvarf var orðið greinilegt þegar Jóhannes, síðasti postulinn, var kominn á gamals aldur. — 2. Pét. 2:1-3; 1. Jóh. 2:18.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila