Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • „Sjá, ég er með yður alla daga“
    Varðturninn – 2013 | 15. júlí
    • 16, 17. (a) Hver er síðasti atburðurinn sem Jesús nefnir í dæmisögunni? (b) Hvers vegna drögum við þá ályktun að þessi atburður sé enn fram undan?

      16 Í fimmta lagi áttu þeir sem hlýða Guði að skína sem sól. Jesús lýkur spádóminum þannig: „Þá munu þau sem hlýtt hafa Guði skína sem sól í ríki föður þeirra.“ (Matt. 13:43) Hvenær og hvar gerist það? Þessi orð eiga enn eftir að rætast. Jesús var ekki að spá atburði sem á sér stað á jörðinni núna heldur gerist hann á himnum í framtíðinni.f Við skulum líta á tvær röksemdir fyrir því.

      17 Annars vegar er það tímasetningin. Jesús sagði: „Þá munu þau sem hlýtt hafa Guði skína sem sól.“ Orðið „þá“ vísar greinilega til atburðarins sem Jesús er nýbúinn að nefna, það er að segja að illgresinu sé kastað í eldsofninn. Það gerist í lok þrengingarinnar miklu. Það hlýtur því líka að vera í framtíðinni sem hinir andasmurðu „skína sem sól“. Svo er það staðsetningin. Jesús sagði að þeir sem hlýtt hafa Guði ,skíni sem sól í ríki föður þeirra‘. Hvað merkir það? Allir trúir andasmurðir þjónar Guðs, sem eru enn á jörð eftir að fyrsti hluti þrengingarinnar miklu er liðinn hjá, hafa þegar fengið lokainnsiglið. Þá er þeim safnað til himna eins og lesa má í spádómi Jesú um þrenginguna miklu. (Matt. 24:31) Þar skína þeir „í ríki föður þeirra“, og skömmu eftir Harmagedónstríðið ganga þeir fagnandi inn í ,brúðkaup lambsins‘. Þeir tilheyra hópnum sem myndar brúði hans. – Opinb. 19:6-9.

  • „Sjá, ég er með yður alla daga“
    Varðturninn – 2013 | 15. júlí
    • f 16. grein: Í Daníel 12:3 segir: „Hinir vitru [andasmurðu] munu skína eins og björt himinhvelfing.“ Þeir gera það meðan þeir eru á jörð með því að boða fagnaðarerindið. Í Matteusi 13:43 er hins vegar vísað til þess tíma þegar þeir skína skært í ríkinu á himnum. Áður var talið að bæði versin lýstu því sama, það er að segja boðun fagnaðarerindisins.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila