Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w89 1.6. bls. 20-21
  • Hinn sanni Drottinn kemur til að halda dóm

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hinn sanni Drottinn kemur til að halda dóm
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Fyrirlitning á nafni Guðs
  • Dómsúrskurður og hreinsun
  • Dagur Jehóva kemur!
  • Höfuðþættir Malakíbókar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2007
  • Tími prófunar og hreinsunar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1987
  • Hver lifir dag Jehóva af?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2002
  • Jehóva hatar sviksemi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2002
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
w89 1.6. bls. 20-21

Lærdómur frá Ritningunni: Malakí 1:1-4:6

Hinn sanni Drottinn kemur til að halda dóm

„ÞAÐ er til einskis að þjóna Guði.“ (Malakí 3:14) Slíkra efasemda var farið að gæta meðal þjóðar Guðs þegar Malakí spáði á fimmtu öld f.o.t. Hvers vegna? Vegna þess hörmulega ástands sem viðgekkst í Júda, sérstaklega meðal prestanna. Eigingjarn ágóði var aðalmarkmið þeirra. Á beinskeyttan og kröftugan hátt afhjúpaði Malakí þessa hræsnisfullu trúarleiðtoga og aðvaraði að hinn sanni Drottinn væri að koma til að halda dóm. — Malakí 1:6-8; 2:6-9; 3:1.

Spádómur Malakís á sér uppfyllingu á okkar dögum. Þess vegna er gagnlegt að íhuga þann lærdóm sem hann inniheldur.

Fyrirlitning á nafni Guðs

Jehóva væntir þess að þjónar hans gefi honum sitt besta. Fyrst lætur Guð í ljós kærleika sinn til þjóðar sinnar. Samt sem áður óvirða prestarnir nafn hans með því að veita viðtöku af þjóðinni blindum, sjúkum og höltum skepnum til fórnar. Jehóva hefur enga velþóknun á hinum eigingjörnu prestum, né hinum lélegu fórnargjöfum af þeirra hendi. En hvað sem þeir gera munu ‚menn óttast nafn Jehóva meðal heiðingjanna.‘ — 1:1-14.

Þeir sem veita fræðslu gegna miklu ábyrgðarstarfi. (Jakobsbréfið 3:1) Prestarnir höfðu „leitt marga í hrösun.“ Hvernig þá? Með því að fræða ekki fólkið í lögum Guðs og með því að vera hlutdrægir. Jehóva er þeim réttilega reiður, „því að varir prestsins eiga að varðveita þekking, og fræðslu leita menn af munni hans.“ — 2:1-9.

Jehóva hefur enga velþóknun á þeim sem lítilsvirða hjónabandsfyrirkomulagið. Í trássi við lög Guðs höfðu Júdamenn tekið sér útlendar eiginkonur. (5. Mósebók 7:3, 4) Þeir höfðu brugðið trúnaði við eiginkonur æsku sinnar með því að skilja við þær. Jehóva ‚hatar hjónaskilnað,‘ aðvarar Malakí. — 2:10-17.

Dómsúrskurður og hreinsun

Jehóva umber ekki ranglæti að eilífu. ‚Hinn sanni Drottinn‘ mun koma til musteris síns ásamt ‚sendiboða sáttmálans.‘ Hann mun fága og hreinsa levítana. Jehóva mun skyndilega fram ganga sem vitni gegn töframönnum, hórdómsmönnum og meinsærismönnum, fjársvikurum og kúgurum. — 3:1-5.

Þeir sem halda eftir því sem Jehóva ber gera sig snauða. Jehóva breytist ekki. Ef hin rangsnúna þjóð snýr sér aftur til hans mun hann í miskunn sinni snúa sér aftur til hennar. Hún hefur verið að pretta Guð með því að láta ekki af hendi tíundina og fórnargjafirnar. En ef hún færir inn tíundina lofar Jehóva blessun „þar til enginn skortur verður.“ (NW) Uppskeran mun ekki bregðast. — 3:6-12.

Augu Jehóva hvíla á þjónum hans. Guð er ósammála þeim sem hafa haft hörð ummæli gegn honum. Hins vegar gefur hann nákvæmar gætur þeim sem óttast hann. „Minnisbók“ verður rituð fyrir þá sem „virða hans nafn.“ Þjóð hans mun sjá þann mismun sem er á milli hins réttláta og hins óguðlega. — 3:13-18.

Dagur Jehóva kemur!

Dagur Jehóva mun þýða algerlega tortímingu hinna óguðlegu. Dagur Jehóva kemur og hinir óguðlegu munu eyðast upp líkt og hálmleggir í brennandi ofni. Það mun verða kveikt í þeim „svo að hvorki verði eftir af þeim rót né kvistur.“ Þeir sem óttast nafn Jehóva munu fá að njóta græðandi áhrifa ‚réttlætissólarinnar.‘ Áður en hinn mikli og ógurlegi dagur kemur mun Jehóva senda Elía spámann til endurreisnarstarfs. — 4:1-6.

Lærdómur fyrir okkur: Jehóva krefst þess af þjónum sínum að þeir færi honum það besta í tilbeiðslu sinni. (Samanber Matteus 22:37, 38.) Þeir sem kenna orð Guðs bera ábyrgð á að veita rétta uppfræðslu og leiða aðra í sannri guðsdýrkun. Það er okkur til gagns að muna að augu þess Guðs sem dæmir beinast gegn þeim sem lítilsvirða hjónabandið og ástunda rangsleitni. Megum við auðmjúklega gefa okkur á vald hinni fágandi og hreinsandi meðhöndlun hins sanna Drottins meðan við bíðum af ákefð eftir að hinn „mikli og ógurlegi dagur [Jehóva]“ komi!

[Rammi á blaðsíðu 20]

RITNINGARGREINAR SKOÐAÐAR

○ 1:10 — Hinir eigingjörnu, fégráðugu prestar þjónuðu fyrir persónulegan hagnað. Þeir kröfðust þóknunar fyrir hina einföldustu musterisþjónustu, til dæmis að loka dyrunum eða kveikja eld á altarinu. Enginn furða er að Jehóva skyldi ekki ‚girnast neina fórnargjöf af þeirra hendi‘!

○ 1:13 — Hinir ótrúu prestar fóru að líta á fórnirnar sem þreytandi viðhafnarsiði, byrði. Þeir fyrirlitu hið heilaga sem tilheyrði Jehóva. Aldrei skulum við leyfa að „ungnautum vara okkar“ sé fórnað af einhverjum viðhafnarsið! — Hósea 14:2, NW; Hebreabréfið 13:15.

○ 2:13 — Margir kvæntir Gyðingar skildu við eiginkonur æsku sinnar, ef til vill til að kvænast yngri heiðingjakonum. Altari Jehóva flóði af tárum — augljóslega þeirra yfirgefnu eiginkvenna sem komu í musterið til að úthella sorg sinni frammi fyrir Guði. — Malakí 2:11, 14, 16.

○ 3:1 — ‚Hinn sanni Drottinn‘ er Jehóva Guð og ‚sendiboði sáttmálans‘ er Jesús Kristur. Byrjunaruppfylling spádómsins átti sér stað þegar Jesús hreinsaði musterið. (Markús 11:15-17) Það gerðist þrem og hálfu ári eftir að hann var smurður sem verðandi konungur. Á líkan hátt, þrem og hálfu ári eftir að Jesús var settur í hásæti sem konungur haustið 1914, kom hann í fylgd Jehóva til hins andlega musteris og komst að raun um að þjónar Guðs þörfnuðust fágunar og hreinsunar.

○ 3:2, 3 — Hin forna málmbræðsluaðferð var tímafrek. Þess vegna þurfti málmbræðslumaðurinn oft að „sitja“ og bíða uns hann sá andlitsmynd sína speglast í glóandi málminum, líkt og í gljáfægðum spegli. Á svipaðan hátt hefur Jehóva haldið áfram að fága þjóna sína núna og hreinsað burt óhreinar kenningar og athafnir. Það hefur hjálpað þeim að endurspegla með enn meiri nákvæmni mynd hans. — Efesusbréfið 5:1.

○ 4:2 — Þetta er lýsing á framtíðarblessunum þeirra sem óttast nafn Guðs. Þeir eiga í vændum að fá að baða sig í sólskini velþóknunar Guðs þegar líkamlegir, andlegir og tilfinningalegir kvillar, sem hafa þjakað mannkynið, hafa verið læknaðir. — Opinberunarbókin 21:3, 4.

○ 4:5 — Spámaðurinn Elía var uppi um 500 árum áður en þessi spádómur var borinn fram. Á fyrstu öld staðfesti Jesús Kristur að Jóhannes skírari samsvaraði þessum fyrirheitna Elía. (Matteus 11:12-14; Markús 9:11-13) Samt sem áður átti „Elía“ að koma sem fyrirboði ‚dags Jehóva‘ en það gaf til kynna enn frekari uppfyllingu nú á tímum nærveru Krists. — 2. Þessaloníkubréf 2:1, 2.

[Mynd á blaðsíðu 21]

Meðan þjónusta Jesú á jörð stóð yfir hreinsaði hann musterið. Árið 1918 kom hann í fylgd Jehóva til hins andlega musteris til að hreinsa þjóna Guðs.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila