-
Fólk kom til hans hópum saman„Komið og fylgið mér“
-
-
2 Jesús hefur átt í alvarlegum orðaskiptum við nokkra trúarleiðtoga en þá verða þeir fyrir smá truflun. Fólk hópast að honum með börn sín til að sjá hann. Börnin eru greinilega á mismunandi aldri því að Markús notar sama orð og hann notaði áður um 12 ára barn en Lúkas notar orð sem þýða má „ungbörn“. (Lúkas 18:15; Markús 5:41, 42; 10:13) Og börnum fylgir yfirleitt líf og fjör. Lærisveinar Jesú ávíta foreldrana. Þeir ímynda sér ef til vill að meistarinn eigi of annríkt til að sinna börnum. Hvernig bregst Jesús við?
-
-
Fólk kom til hans hópum saman„Komið og fylgið mér“
-
-
4, 5. (a) Af hverju er ljóst að Jesús var alúðlegur í viðmóti? (b) Hvaða spurningar verða skoðaðar í þessum kafla?
4 Ólíklegt er að börnin hefðu laðast að Jesú ef hann hefði verið strangur, kuldalegur eða stærilátur, og varla hefði foreldrunum þótt auðvelt að nálgast hann. Reyndu að sjá þennan atburð fyrir þér. Sérðu ekki hvernig foreldrarnir ljóma af gleði þegar þessi vingjarnlegi maður sýnir hve vænt honum þykir um börn þeirra, lætur í ljós hve dýrmæt þau séu í augum Guðs og blessar þau? Enda þótt mikið hafi hvílt á Jesú á þessum tíma var hann alúðlegastur allra manna.
-