-
Jehóva kann að meta þjónustu af allri sáluVarðturninn – 1997 | 1. desember
-
-
16. (a) Hvernig kom það til að Jesús tók eftir framlagi fátækrar ekkju? (b) Hve mikils virði voru smápeningar ekkjunnar?
16 Tveim dögum síðar, hinn 11. nísan, eyddi Jesús löngum degi í musterinu þar sem vald hans var véfengt og hann svaraði snúnum spurningum um skatta, upprisuna og fleira. Hann fordæmdi fræðimennina og faríseana meðal annars fyrir að „eta upp heimili ekkna.“ (Markús 12:40) Síðan settist Jesús, greinilega í forgarði kvennanna þar sem voru 13 samskotabaukar samkvæmt arfsögnum Gyðinga. Hann sat þar um stund og fylgdist vandlega með fólki leggja framlög sín í baukana. Margir auðmenn komu, sumir kannski sjálfumglaðir eða jafnvel yfirlætislegir í bragði. (Samanber Matteus 6:2.) Jesús veitti sérstaklega einni konu athygli. Venjulegur maður hefði kannski ekki talið neitt merkilegt við hana eða gjöf hennar. En Jesús, sem gat séð hvað bjó í hjörtum annarra, vissi að hún var ‚fátæk ekkja.‘ Hann vissi líka nákvæmlega hvað hún gaf mikið — „tvo smápeninga, eins eyris virði.“b — Markús 12:41, 42.
-
-
Jehóva kann að meta þjónustu af allri sáluVarðturninn – 1997 | 1. desember
-
-
b Þessir smápeningar voru leptonar, smæsta mynt Gyðinga í umferð á þeim tíma. Tveir leptonar jafngiltu 1/64 úr daglaunum. Samkvæmt Matteusi 10:29 var hægt að kaupa tvo spörva, einhverja ódýrustu fugla sem fátækir höfðu til matar, fyrir einn assarion sem jafngilti átta leptonum. Þessi ekkja var því sannarlega fátæk því hún átti aðeins fyrir hálfum spörva sem dugði varla í eina máltíð.
-