Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Spurningar frá lesendum
    Varðturninn (námsútgáfa) – 2018 | nóvember
    • Velgjörðamaður á biblíutímanum.

      Kvöldið fyrir dauða sinn áminnti Jesús postula sína um að sækjast ekki eftir virðingarstöðum meðal trúsystkina sinna. Hann sagði við þá: „Konungar þjóða drottna yfir þeim og valdhafar þeirra kallast velgjörðamenn. En eigi sé yður svo farið.“ – Lúk. 22:25, 26.

  • Spurningar frá lesendum
    Varðturninn (námsútgáfa) – 2018 | nóvember
    • Hvað átti Jesús þá við þegar hann sagði við lærisveinana: „En eigi sé yður svo farið“? Var Jesús að segja að þeim ætti ekki að vera umhugað um velferð fólksins í kringum þá? Nei, alls ekki. Hann virðist hafa verið að hugsa um hugarfarið sem bjó að baki örlætinu.

      Ríkir einstaklingar á dögum Jesú leituðust við að afla sér góðs mannorðs með því að styrkja fjárhagslega sýningar, kappleiki í hringleikahúsunum og svipaða viðburði, gera lystigarða og reisa musteri. En þeir gerðu það til að láta klappa sér lof í lófa, öðlast vinsældir eða veiða atkvæði. Í uppsláttarriti segir: „Þótt til séu dæmi um einlægt örlæti fólks var þetta oft gert í pólitískum tilgangi eða eiginhagsmunaskyni.“ Jesús hvatti fylgjendur sína til að forðast slíkan metnað og eigingirni.

      Nokkrum árum seinna lagði Páll postuli áherslu á mikilvægi þess að gefa af réttum hvötum. Hann skrifaði trúsystkinum sínum í Korintu: „Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara.“ – 2. Kor. 9:7.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila