-
Hún „geymdi allt þetta í hjarta sér og hugleiddi það“Varðturninn – 2009 | 1. janúar
-
-
Þegar María og Jósef komu í bæinn var hann yfirfullur af fólki. Aðrir höfðu komið á undan þeim til að skrá sig þannig að það var ekkert pláss fyrir þau á gistihúsi bæjarins.b Þau höfðu ekki um annað að velja en að gista í gripahúsi um nóttina. Við getum rétt ímyndað okkur áhyggjur Jósefs þegar hann sá konu sína finna fyrir sársauka sem hún hafði aldrei fundið áður og magnaðist stöðugt. Af öllum stöðum byrjuðu fæðingarhríðirnar þarna.
Konur alls staðar í heiminum geta fundið til með Maríu. Um 4000 árum áður hafði Jehóva sagt fyrir að vegna erfðasyndarinnar myndu konur almennt finna til sársauka þegar þær fæddu börn sín. (1. Mósebók 3:16) Það er ekkert sem gefur til kynna að María hafi verið undanskilin þessu. Lúkas kýs að lýsa atburðarásinni ekkert nánar heldur segir einfaldlega: „Fæddi hún þá son sinn frumgetinn.“ (Lúkas 2:7) Já, frumburðurinn var kominn í heiminn. Þetta var fyrsta af mörgum börnum Maríu, en þau voru að minnsta kosti sjö alls. (Markús 6:3) Þetta barn yrði hinsvegar öðruvísi. Drengurinn var ekki bara frumburður Maríu heldur líka „frumburður allrar sköpunar“ og einkasonur Jehóva Guðs.— Kólossubréfið 1:15.
Þegar hér er komið við sögu lesum við þessi frægu orð: „[Hún] vafði hann reifum og lagði hann í jötu.“ (Lúkas 2:7) Jólaleikrit, málverk og uppstillingar víðs vegar um heiminn hafa klætt þennan atburð í væminn og óraunsæjan búning. En skoðum þetta í raunsæju ljósi. Jata er stallur eða stokkur sem fóðrið er sett í fyrir fénaðinn. Fjölskyldan dvaldist í gripahúsi, sem varla er hægt að segja að sé þekkt fyrir gott loft eða hreinlæti — hvorki þá né nú. Engir foreldrar myndu velja slíkan stað fyrir barnsfæðingu nema það væri ekkert annað í boði. Flestir foreldrar vilja börnum sínum allt það besta. Hve miklu fremur hafa þá María og Jósef viljað gera vel við son Guðs.
En þau fylltust ekki gremju vegna aðstæðna sinna heldur gerðu sitt besta miðað við það sem þau höfðu. Taktu til dæmis eftir að María hugsaði sjálf um ungbarnið, vafði það reifum svo því væri heitt og lagði það varlega niður í jötuna til að sofa. Hún lét ekki áhyggjur af aðstæðum sínum koma í veg fyrir að hún veitti barninu sínu það besta sem hún gat. Hún og Jósef vissu bæði að það sem skipti mestu máli væri að veita barninu andlega fræðslu. (5. Mósebók 6:6-8) Nú á dögum hafa skynsamir foreldrar svipaðar áherslur í lífinu þegar þeir ala börnin upp í þessum andlega snauða heimi.
-
-
Hún „geymdi allt þetta í hjarta sér og hugleiddi það“Varðturninn – 2009 | 1. janúar
-
-
b Það var venja í þá daga að bæir rækju gistihús fyrir ferðalanga og ferðamannalestir sem áttu leið hjá.
-