Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Þegar Jesús kemur í dýrð ríkis síns
    Varðturninn – 1997 | 1. júlí
    • 4 Hvað sáu postularnir þrír eiginlega? Hér er lýsing Lúkasar á atburðinum: „Er [Jesús] var að biðjast fyrir, varð yfirlit ásjónu hans annað, og klæði hans urðu hvít og skínandi. Og tveir menn voru á tali við hann. Það voru þeir Móse og Elía. Þeir birtust í dýrð og ræddu um brottför hans, er hann skyldi fullna í Jerúsalem.“ Þá „kom ský og skyggði yfir [postulana], og urðu þeir hræddir, er þeir komu inn í skýið. Og rödd kom úr skýinu og sagði: ‚Þessi er sonur minn, útvalinn, hlýðið á hann!‘“ — Lúkas 9:29-31, 34, 35.

  • Þegar Jesús kemur í dýrð ríkis síns
    Varðturninn – 1997 | 1. júlí
    • 5. Hvaða áhrif hafði ummyndunin á Pétur postula?

      5 Pétur postuli var áður búinn að segja að Jesús væri „Kristur, sonur hins lifanda Guðs.“ (Matteus 16:16) Orð Jehóva af himni staðfestu að það væri rétt, og ummyndun Jesú Krists var forsmekkur að komu hans í mætti og dýrð sem konungur Guðsríkis til að dæma mannkyn um síðir. Meira en 30 árum eftir ummyndunina skrifaði Pétur: „Ekki fylgdum vér uppspunnum skröksögum, er vér kunngjörðum yður mátt og komu Drottins vors Jesú Krists, heldur vorum vér sjónarvottar að hátign hans. Því að hann meðtók af Guði föður heiður og dýrð, þá er raust barst honum frá hinni dýrlegu hátign: ‚Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á.‘ Þessa raust heyrðum vér sjálfir, koma frá himni, þá er vér vorum með honum á fjallinu helga.“ — 2. Pétursbréf 1:16-18; 1. Pétursbréf 4:17.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila