Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w90 1.1. bls. 3
  • Fagnaðartíðindi handa öllu mannkyni!

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Fagnaðartíðindi handa öllu mannkyni!
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Jesús er konungur
  • Gleðitíðindi
    Syngjum af gleði fyrir Jehóva
  • Gleðitíðindi Opinberunarbókarinnar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
  • Boðun fagnaðarerindisins um víða veröld
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
  • Stjórnin sem koma mun á paradís
    Stjórnin sem koma mun á paradís
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
w90 1.1. bls. 3

Fagnaðartíðindi handa öllu mannkyni!

„ÉG SÁ annan engil fljúga um háhvolf himins. Hann hélt á eilífum fagnaðarboðskap, til að boða þeim, sem á jörðunni búa, og sérhverri þjóð og kynkvísl, tungu og lýð.“ (Opinberunarbókin 14:6) Með þessum orðum lýsti hinn aldurhnigni Jóhannes postuli innblásinni spádómssýn sinni, sýn sem er að rætast á okkar dögum. Það er mikill léttir að vita að til skuli vera fagnaðartíðindi á tímum vaxandi glæpa, mengunar, hryðjuverka, styrjalda og óstöðugleika í efnahagsmálum! En hvaða tíðindi geta verið svo góð að það þurfi engil til að boða þau? Hvaða fregnir geta verið nógu gleðilegar til að verðskulda að þær séu boðaðar sérhverri þjóð og kynkvísl, tungu og lýð?

Við getum svarað því ef við leiðum hugann að því er engill hafði öðru sinni tilefni til að boða gleðifréttir persónulega. Það var fyrir nálega 2000 árum, rétt fyrir lok fyrstu aldar fyrir okkar tímatal. Fjárhirðar voru þá á ökrum úti með hjarðir sínar í grennd við Betlehem er engill birtist þeim til að boða þeim fæðingu Jesú. Hann sagði: „Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs.“ — Lúkas 2:10, 11.

Fæðing Jesú var sannarlega ‚mikill fögnuður,‘ stórkostleg fagnaðartíðindi. Er hann náði fullorðinsaldri varð hann Kristur og frelsari, sá sem gaf fullkomið líf sitt til að hjartahreinir menn mættu lifa. Auk þess átti hann að vera konungur Guðsríkis, ‚friðarhöfðinginn‘ sem myndi loksins með stjórn sinni veita mannkyninu réttlæti og frið. (Jesaja 9:6; Lúkas 1:33) Svo sannarlega var fæðing hans fagnaðartíðindi sem verðskulduðu að engill kunngerði þau.

Jesús er konungur

Á fyrstu öldinni uppfyllti Jesús tilgang Guðs á margan hátt, en þó varð hann ekki konungur Guðsríkis á þeim tíma. Eins og þetta tímarit hefur oft bent á gerðist það ekki fyrr en 1914. Uppfylling spádómanna sýnir skýrt og greinilega að það ár var Guðsríki stofnsett á himnum. (Opinberunarbókin 12:10, 12) Enda þótt mjög ill tíðindi hafi borist heimshorna á milli árið 1914 — upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar — var fæðing Guðsríkis bestu tíðindi sem hugsast gat. Þess vegna spáði Jesús um okkar daga: „Þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar.“ — Matteus 24:14.

Hefur spádómur Jesú uppfyllst? Svarið er já! Hin spádómlega sýn Jóhannesar hefur einnig uppfyllst. Að vísu sjáum við ekki hinn ósýnilega engil sem Jóhannes sá, en vottar Jehóva hafa hins vegar verið mjög svo sýnilegir er þeir hafa boðað „sérhverri þjóð og kynkvísl, tungu og lýð“ fagnaðartíðindi engilsins. Raddir þeirra hafa ómað í 210 löndum og eyjum hafsins. Mikill fjöldi manna hlýðir á. Reynslufrásagnir sumra þeirra sýna vel hvað fagnaðarerindið um Guðsríki snýst um.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila