-
Jehóva gefur þeim „heilagan anda, sem biðja hann“Varðturninn – 2006 | 1. desember
-
-
5. Hvað lærum við um bænina af dæmisögunni um áleitna manninn?
5 Þessi lýsandi dæmisaga um áleitna manninn sýnir okkur hvaða viðhorf við ættum að hafa til bænarinnar. Jesús segir að maðurinn fái það sem hann vilji sakir „áleitni“ sinnar. (Lúkas 11:8) Orðið „áleitni“ kemur aðeins einu sinni fyrir í Biblíunni. Það er þýðing á grísku orði sem merkir bókstaflega „óskammfeilni“. Óskammfeilni er oft álitin löstur. En þegar óskammfeilni eða áleitni beinist í jákvæða átt getur þetta verið lofsverður eiginleiki. Þannig var það hjá gestgjafanum í dæmisögunni. Hann skammast sín ekki fyrir að þrábiðja um það sem hann vantar. Þar sem Jesús segir að gestgjafinn sé okkur til fyrirmyndar ættum við sömuleiðis að þrábiðja Jehóva um það sem okkur vantar. Jehóva vill að við höldum áfram að biðja, leita og knýja á. Þá gefur hann „þeim heilagan anda, sem biðja hann“.
-
-
Jehóva gefur þeim „heilagan anda, sem biðja hann“Varðturninn – 2006 | 1. desember
-
-
9, 10. (a) Lýstu með dæmi hvers vegna við þurfum að þrábiðja um anda Guðs. (b) Hvaða spurninga ættum við að spyrja okkur og hvers vegna?
9 Heimfærum þessa dæmisögu upp á nútímann. Segjum sem svo að einhver í fjölskyldunni veikist um miðja nótt. Myndirðu vekja lækni til að biðja um hjálp? Ekki ef veikindin væru minni háttar. En ef um hjartaáfall væri að ræða myndirðu að sjálfsögðu ekki hika við að hringja í lækni. Af hverju? Af því að þetta er neyðartilfelli. Þú veist að það er bráðnauðsynlegt að fá læknishjálp. Ef þú bæðir ekki um hjálp gæti það kostað sjúklinginn lífið. Á sama hátt mætti segja að sannkristnir menn búi við stöðugt neyðarástand. Satan gengur um „sem öskrandi ljón“ og reynir að gleypa okkur. (1. Pétursbréf 5:8) Það er nauðsynlegt að fá hjálp anda Guðs til að halda lífi í andlegum skilningi. Það gæti kostað okkur lífið að biðja Guð ekki um hjálp. Þess vegna biðjum við Guð án afláts um heilagan anda. (Efesusbréfið 3:14-16) Það er eina leiðin til að fá þann styrk sem við þurfum til að vera staðföst „allt til enda“. — Matteus 10:22; 24:13.
-