Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Jehóva gefur þeim „heilagan anda, sem biðja hann“
    Varðturninn – 2006 | 1. desember
    • 11. Hvernig heimfærði Jesús dæmisöguna um föðurinn og soninn?

      11 Dæmisaga Jesú um áleitna gestgjafann leggur áherslu á afstöðu trúaðs manns sem biður til Guðs. Seinni dæmisagan leggur áherslu á afstöðu Jehóva Guðs sem heyrir bænir. Jesús spurði: „Er nokkur sá faðir yðar á meðal, að hann gefi syni sínum, er biður um fisk, höggorm í staðinn, eða sporðdreka, ef hann biður um egg?“ Síðan heimfærði Jesús dæmisöguna og sagði: „Fyrst þér, sem eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðirinn himneski gefa þeim heilagan anda, sem biðja hann.“ — Lúkas 11:11-13.

      12. Hvernig leggur dæmisagan um föðurinn og soninn áherslu á að Jehóva vilji bænheyra okkur?

      12 Með dæmisögunni um föðurinn og soninn bendir Jesús á hvernig Jehóva lítur á þá sem leita til hans í bæn. (Lúkas 10:22) Fyrst skulum við athuga hvað er ólíkt með dæmisögunum. Jehóva er eins og umhyggjusamur faðir sem vill mjög gjarnan verða við beiðni barnsins síns ólíkt manninum í fyrri dæmisögunni sem var tregur til að verða við beiðni vinar síns. (Sálmur 50:15) Jesús leggur einnig áherslu á fúsleika Jehóva með því að benda á muninn á mennskum föður og Jehóva Guði. Hann segir að þótt mennskur faðir sé ‚vondur‘, í þeim skilningi að hann hafi erft ófullkomleikann, gefi hann syni sínum samt góða gjöf. Hve miklu fremur hlýtur þá ekki faðirinn á himnum, sem er algóður, að gefa tilbiðjendum sínum heilagan anda. — Jakobsbréfið 1:17.

  • Jehóva gefur þeim „heilagan anda, sem biðja hann“
    Varðturninn – 2006 | 1. desember
    • 14. (a) Hvaða ranghugmynd sækir á suma sem verða fyrir prófraunum? (b) Hvers vegna ættum við að biðja með trúartrausti þegar við verðum fyrir erfiðleikum?

      14 Dæmisaga Jesú um umhyggjusama föðurinn leggur einnig áherslu á að gæska Jehóva er mun meiri en mennskir foreldrar geta nokkurn tíma sýnt. Við ættum því aldrei að draga þá ályktun að erfiðleikar okkar hljóti að vera merki um vanþóknun Jehóva. Það er erkióvinurinn, Satan, sem vill að við hugsum þannig. (Jobsbók 4:1, 7, 8; Jóhannes 8:44) Það eru engar biblíulegar forsendur fyrir því að dæma sjálfan sig svona hart. Jehóva freistar okkar ekki með „hinu illa“. (Jakobsbréfið 1:13) Hann gefur okkur ekki höggorma eða sporðdreka í mynd prófrauna og þrenginga. Faðirinn á himnum gefur „þeim góðar gjafir, sem biðja hann“. (Matteus 7:11; Lúkas 11:13) Því meira sem við lærum um gæsku Jehóva og hve fús hann er að hjálpa okkur þeim mun sterkari verður löngun okkar til að biðja til hans með trúartrausti. Þá getum við tekið undir orð sálmaritarans sem sagði: „Guð hefir heyrt, gefið gaum að bænarópi mínu.“ — Sálmur 10:17; 66:19.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila