-
Gestur á heimili faríseaMesta mikilmenni sem lifað hefur
-
-
„Maður nokkur gjörði mikla kvöldmáltíð og bauð mörgum. . . . Sendi hann þjón sinn að segja þeim, er boðnir voru: ‚Komið, nú er allt tilbúið.‘ En þeir tóku allir að afsaka sig einum munni. Hinn fyrsti sagði við hann: ‚Ég hef keypt akur og verð að fara og líta á hann. Ég bið þig, haf mig afsakaðan.‘ Annar sagði: ‚Ég hef keypt fimm tvenndir akneyta og er á förum að reyna þau. Ég bið þig, haf mig afsakaðan.‘ Og enn annar sagði: ‚Konu hef ég eignast, ekki get ég komið.‘“
-
-
Gestur á heimili faríseaMesta mikilmenni sem lifað hefur
-
-
Hverju er Jesús að lýsa í dæmisögunni? „Húsbóndinn“ sem bauð til máltíðarinnar táknar Jehóva Guð, „þjónninn“ sem flutti heimboðið táknar Jesú Krist og ‚kvöldmáltíðin mikla‘ táknar tækifærið til að fá hlutdeild í himnaríki.
-
-
Gestur á heimili faríseaMesta mikilmenni sem lifað hefur
-
-
Þeir sem fyrstir voru boðnir til að eignast hlutdeild í Guðsríki voru öðrum fremur trúarleiðtogar Gyðinga á dögum Jesú. En þeir höfnuðu boðinu. Þess vegna gekk út annað boð, sérstaklega frá hvítasunnunni árið 33, til hinna fyrirlitnu og lágtsettu meðal Gyðingaþjóðarinnar. En það þáðu ekki nógu margir boðið til að fylla hin 144.000 sæti í himnesku ríki Guðs. Þess vegna var þriðja og síðasta boðið látið út ganga árið 36, þrem og hálfu ári síðar, og það náði til óumskorinna manna af öðrum þjóðum. Söfnun þeirra hefur staðið allt fram á okkar dag. Lúkas 14:1-24.
-