-
Gestur á heimili faríseaMesta mikilmenni sem lifað hefur
-
-
Þetta voru lélegar afsakanir! Menn skoða venjulega akur eða búpening áður en þeir festa kaup á honum, þannig að það lá ekkert á að skoða hið keypta eftir kaupin. Og það að vera nýgiftur átti ekki að hindra mann í að þiggja svona mikilvægt boð. Húsbóndinn reiðist því þegar hann heyrir þessar afsakanir og fyrirskipar þjóni sínum:
„‚Far þú fljótt út á stræti og götur borgarinnar, og leið inn hingað fátæka, örkumla, blinda og halta.‘ Og þjónninn sagði: ‚Herra, það er gjört, sem þú bauðst, og enn er rúm.‘ Þá sagði húsbóndinn við þjóninn: ‚Far þú út um brautir og gerði og þrýstu þeim að koma inn, svo að hús mitt fyllist. . . . Enginn þeirra manna, er boðnir voru, mun smakka kvöldmáltíð mína.‘“
-
-
Gestur á heimili faríseaMesta mikilmenni sem lifað hefur
-
-
Þeir sem fyrstir voru boðnir til að eignast hlutdeild í Guðsríki voru öðrum fremur trúarleiðtogar Gyðinga á dögum Jesú. En þeir höfnuðu boðinu. Þess vegna gekk út annað boð, sérstaklega frá hvítasunnunni árið 33, til hinna fyrirlitnu og lágtsettu meðal Gyðingaþjóðarinnar. En það þáðu ekki nógu margir boðið til að fylla hin 144.000 sæti í himnesku ríki Guðs. Þess vegna var þriðja og síðasta boðið látið út ganga árið 36, þrem og hálfu ári síðar, og það náði til óumskorinna manna af öðrum þjóðum. Söfnun þeirra hefur staðið allt fram á okkar dag. Lúkas 14:1-24.
-