-
Bók sem þú getur treyst — 6. hlutiVaknið! – 2012 | apríl
-
-
Biblían hefur einnig að geyma stórmerka spádóma sem voru ritaðir og rættust á dögum Rómaveldis. Lítum á eitt dæmi. Þegar Jesús reið inn í Jerúsalem grét hann yfir henni. Hann boðaði með hvaða hætti rómverskar hersveitir myndu eyða borgina. „Þeir dagar munu koma yfir þig að óvinir þínir munu gera virki um þig,“ sagði hann. „Þeir munu . . . ekki láta standa stein yfir steini í þér vegna þess að þú þekktir ekki þinn vitjunartíma.“ – Lúkas 19:41-44.
-
-
Bók sem þú getur treyst — 6. hlutiVaknið! – 2012 | apríl
-
-
En hvað varð um Jerúsalem? Rómverskar hersveitir settust um borgina á nýjan leik undir stjórn Vespasíanusar og Títusar, sonar hans. Nú voru 60.000 manns í liðinu. Rómverjar umkringdu borgina fyrir páska árið 70 og króuðu inni bæði íbúa hennar og pílagríma sem komnir voru til að halda hátíðina. Rómverjar ruddu allan skóg í héraðinu og reistu virki um borgina rétt eins og Jesús hafði spáð. Um fimm mánuðum síðar var borgin fallin.
-