Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Lausn ykkar er í nánd
    Varðturninn – 2015 | 15. júlí
    • 2. Hvað þurftu kristnir menn að gera árið 66 og hvernig var það hægt?

      2 Þú manst vafalaust eftir því sem guðspjallaritarinn Lúkas hafði eftir Jesú: „Þegar þér sjáið herfylkingar umkringja Jerúsalem, þá vitið að eyðing hennar er í nánd.“ (Lúk. 21:20) En kannski er þér spurn hvernig þú getir fylgt fyrirmælunum sem fylgdu þessari viðvörun. Jesús sagði líka: „Þá flýi þau sem í Júdeu eru til fjalla, þau sem í borginni eru flytjist burt og þau sem eru á ekrum úti fari ekki inn í hana.“ (Lúk. 21:21) Hvernig í ósköpunum geturðu forðað þér úr Jerúsalem þegar svo margir hermenn umkringja hana? Þá gerist óvæntur atburður. Rómverski herinn hörfar frá borginni. Árásin er stytt eins og Jesús sagði fyrir. (Matt. 24:22) Nú gefst þér færi á að fylgja fyrirmælum Jesú. Þú flýrð þegar í stað til fjalla austan Jórdanar ásamt öðrum trúföstum kristnum mönnum í borginni og nágrenni.a Árið 70 sest annar rómverskur her um Jerúsalem og leggur borgina í rúst. En þú ert óhultur þar sem þú hlýddir fyrirmælum Jesú.

  • Lausn ykkar er í nánd
    Varðturninn – 2015 | 15. júlí
    • REYNSLUTÍMI OG DÓMSTÍMI

      7, 8. Hvaða tækifæri fáum við eftir að falstrúarbrögðunum verður eytt og hvernig munu trúir þjónar Guðs skera sig úr á þeim tíma?

      7 Hvað gerist eftir að falstrúarbrögðunum er eytt? Þá gefst okkur tækifæri til að sýna hvað býr í hjörtum okkar. Meirihluti fólks leitar skjóls hjá samtökum og stofnunum manna sem líkt er við ,fjöll og hamra‘. (Opinb. 6:15-17) En þjónar Guðs munu á táknrænan hátt flýja í skjólið sem hann lætur í té. Gyðingar snerust ekki til kristni í stórum stíl á fyrstu öld þegar hlé varð á þrengingunni. Núna var áríðandi fyrir þá sem voru þegar kristnir að hlýða og fara eftir fyrirmælum Krists. Við getum ekki heldur búist við því að nýir streymi inn í söfnuðinn þegar hlé verður á þrengingunni miklu. Öllum sönnum þjónum Guðs gefst hins vegar tækifæri til að sanna að þeir elski Jehóva og til að styðja bræður Krists. – Matt. 25:34-40.

      8 Við skiljum ekki fullkomlega allt sem á eftir að gerast þegar þessi reynslutími rennur upp en það er viðbúið að við þurfum að færa einhverjar fórnir. Kristnir menn á fyrstu öld þurftu að skilja eftir eigur sínar og þola ýmsa erfiðleika til að komast lífs af. (Mark. 13:15-18) Verðum við reiðubúin að fórna efnislegum hlutum til að geta verið trúföst? Verðum við tilbúin til að gera hvað sem er til að sanna hollustu okkar við Jehóva? Hugsaðu þér! Við verðum þau einu sem fylgja fordæmi Daníels spámanns til forna með því að halda áfram að tilbiðja Guð hvað sem það kostar. – Dan. 6:11, 12.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila