Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lff kafli 32
  • Ríki Guðs er við völd núna

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Ríki Guðs er við völd núna
  • Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • KAFAÐU DÝPRA
  • SAMANTEKT
  • KANNAÐU
  • Hvað gefur tímatal Biblíunnar til kynna varðandi árið 1914?
    Biblíuspurningar og svör
  • Hvenær tók ríki Guðs til starfa? (2. hluti)
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
  • Stjórn Guðs tekur til starfa
    Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð
  • Guðsríki skarar fram úr á öllum sviðum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
Sjá meira
Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
lff kafli 32
Kafli 32. Jesús Kristur, konungur á himni, heldur á veldissprota og ríkir yfir jörðinni.

KAFLI 32

Ríki Guðs er við völd núna

Prentuð útgáfa
Prentuð útgáfa
Prentuð útgáfa
Prentuð útgáfa

Ríki Guðs tók við völdum á himni árið 1914. Þá hófust líka síðustu dagar mannlegra stjórna. Hvernig vitum við það? Skoðum spádóma Biblíunnar og ástand heimsins og hegðun fólks síðan 1914.

1. Hvað sagði Biblían fyrir?

Í Daníelsbók í Biblíunni var sagt fyrir að ríki Guðs myndi byrja að stjórna þegar tímabil sem er kallað „sjö tíðir“ tæki enda. (Daníel 4:16, 17) Nokkrum öldum seinna talaði Jesús um þetta sama tímabil sem ‚tilsettan tíma þjóðanna‘ og sagði að því væri ekki enn lokið. (Lúkas 21:24) Tíðirnar sjö tóku enda árið 1914, eins og við munum sjá.

2. Hvaða ástand ríkir í heiminum og hvernig hefur fólk hagað sér frá 1914?

Lærisveinar Jesú spurðu hann: „Hvert verður tákn þess að þú sért nærverandi og að lokaskeið þessarar heimsskipanar sé hafið?“ (Matteus 24:3) Jesús svaraði með því að segja frá mörgu sem myndi gerast eftir að hann byrjaði að ríkja sem konungur í ríki Guðs á himni. Á meðal þess sem hann taldi upp voru stríð, hungursneyðir og jarðskjálftar. (Lestu Matteus 24:7.) Biblían sagði auk þess fyrir að „á síðustu dögum“ yrðu „erfiðir tímar“ vegna hegðunar fólks. (2. Tímóteusarbréf 3:1–5) Þetta ástand og þessi hegðun fólks hefur verið sérstaklega áberandi síðan 1914.

3. Hvers vegna hefur ástandið í heiminum versnað svo mikið síðan ríki Guðs tók til starfa?

Stuttu eftir að Jesús var krýndur konungur í ríki Guðs fór hann í stríð á himni gegn Satan og illu öndunum. Satan tapaði stríðinu. Biblían segir: „Honum var kastað niður til jarðar og englum hans var kastað niður með honum.“ (Opinberunarbókin 12:9, 10, 12) Satan er bálreiður vegna þess að hann veit að honum verður tortímt. Þess vegna veldur hann kvöl og þjáningum um alla jörðina. Það er því engin furða að ástandið í heiminum skuli vera svona slæmt. Ríki Guðs mun leysa öll þessi vandamál.

KAFAÐU DÝPRA

Kynntu þér hvernig við vitum að Guðsríki tók til starfa árið 1914 og hvaða áhrif það ætti að hafa á okkur.

4. Spádómar Biblíunnar benda til ársins 1914

Spilið MYNDBANDIÐ.

MYNDBAND: Ríki Guðs tók til starfa árið 1914 (5:02)

Guð lét Nebúkadnesar, konung Babýlonar til forna, dreyma spádómlegan draum. Þessi draumur og ráðning Daníels gefa til kynna að hann eigi bæði við stjórn Nebúkadnesars og ríki Guðs. – Lesið Daníel 4:17.a

Lesið Daníel 4:20–26 og notið síðan skýringarmyndina til að svara eftirfarandi spurningum:

  • (A) Hvað sá Nebúkadnesar í draumnum? – Sjá 20. og 21. vers.

  • (B) Hvernig færi fyrir trénu? – Sjá 23. vers.

  • (C) Hvað átti að gerast við lok ‚tíðanna sjö‘? – Sjá 26. vers.

Hvernig tengist draumurinn um tréð ríki Guðs?

SPÁDÓMURINN (Daníel 4:20–36)

Stjórn

(A) Risastórt tré.

Risastórt tré.

Stjórn stöðvuð

(B) „Höggvið tréð“ og látið „sjö tíðir“ líða.

Trjástubbur bundinn með járni og kopar.

Stjórn komið á aftur

(C) „Þú munt halda ríki þínu.“

Risastórt tré.

Fyrri uppfylling

  • (D) Hvern táknaði tréð? – Sjá 22. vers.

  • (E) Hvernig var stjórn hans stöðvuð? – Lesið Daníel 4:29–33.

  • (F) Hvað gerðist hjá Nebúkadnesari eftir „sjö tíðir“? – Lesið Daníel 4:34–36.

FYRRI UPPFYLLING

Stjórn

(D) Nebúkadnesar, konungur í Babýlon.

Nebúkadnesar konungur stendur stoltur.

Stjórn stöðvuð

(E) Eftir 606 f.Kr. missir Nebúkadnesar vitið og er ófær um að ríkja í sjö ár.

Nebúkadnesar liggur á jörðinni og bítur gras eins og dýr.

Stjórn komið á aftur

(F) Nebúkadnesar fær vitið aftur og tekur að ríkja á ný.

Nebúkadnesar konungur horfir til himins með uppréttar hendur.

Seinni uppfylling

  • (G) Hverja táknaði tréð? – Lesið 1. Kroníkubók 29:23.

  • (H) Hvernig var stjórn þeirra stöðvuð? Hvernig vitum við að þeir ríktu ekki á meðan Jesús var á jörðinni? – Lesið Lúkas 21:24.

  • (I) Hvar og hvenær var þessari stjórn komið á aftur?

SEINNI UPPFYLLING

Stjórn

(G) Konungar í Ísrael sem standa fyrir stjórn Guðs.

Röð konunga í Ísrael í hásæti. Ljós skín niður á þá.

Stjórn stöðvuð

(H) Jerúsalem er lögð í eyði, en það stöðvar stjórn konungsættarinnar í Ísrael í 2.520 ár.

Eldur eyðir Jerúsalem til forna árið 607 f.Kr. Síðan líða 2.520 ár.

Stjórn komið á aftur

(I) Jesús tekur að ríkja á himni sem konungur Guðsríkis.

Jesús ríkir yfir jörðinni frá himnesku hásæti sínu frá árinu 1914. Ljós skín frá honum.

Hversu langar eru tíðirnar sjö?

Sumir hlutar Biblíunnar hjálpa okkur að skilja aðra hluta hennar. Í Opinberunarbókinni segir til dæmis að þrjár og hálf tíð samsvari 1.260 dögum. (Opinberunarbókin 12:6, 14) Sjö tíðir eru tvöfalt lengri, eða 2.520 dagar. Stundum talar Biblían um dag til að tákna ár. (Esekíel 4:6) Það á við um tíðirnar sjö sem eru nefndar í Daníelsbók. Þær tákna 2.520 ár.

5. Heimurinn hefur breyst frá 1914

Spilið MYNDBANDIÐ.

MYNDBAND: Heimurinn hefur breyst frá árinu 1914 (1:10)

Jesús sagði fyrir hvernig ástandið í heiminum yrði eftir að hann tæki við völdum sem konungur. Lesið Lúkas 21:9–11 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvað af þessu hefur þú séð eða heyrt um?

Páll postuli lýsti því hvernig fólk yrði á síðustu dögum mannlegra stjórna. Lesið 2. Tímóteusarbréf 3:1–5 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvað af þessu hefur þú séð í fari fólks nú á dögum?

Klippimynd: Myndir sýna ástandið í heiminum og hegðun fólks á síðustu dögum. 1. Herforingi stendur við ræðupúlt og hrópar með hendur á lofti. 2. Hús í rúst eftir jarðskjálfta. 3. Herflugvélar. 4. Hópur fólks með andlitsgrímur á göngu utandyra. 5. Tvíburaturnarnir í New York alelda eftir hryðjuverkaárás. 6. Maður að nota eiturlyf. 7. Maður með hnefann á lofti öskrar á konuna sína. 8. Ýmiss konar eiturlyf og áfengi. 9. Tvær konur í tískufötum og með skartgripi taka sjálfu. 10. Plötusnúður heldur uppi fjörinu á tónleikum. 11. Uppreisnarmaður kastar bensínsprengju.

6. Sýndu að þú trúir að ríki Guðs hafi tekið við völdum á himni

Lesið Matteus 24:3, 14 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvaða mikilvæga starf sýnir að ríki Guðs er við völd?

  • Hvernig getur þú tekið þátt í þessu starfi?

Ríki Guðs stjórnar núna og bráðlega mun það taka fulla stjórn yfir jörðinni. Lesið Hebreabréfið 10:24, 25 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvað ætti hvert og eitt okkar að gera þegar við „sjáum að dagurinn nálgast“?

Myndir: 1. Biblíunemandi sækir samkomu hjá Vottum Jehóva. 2. Sami nemandi boðar kunningja sínum trúna.

Hvað myndirðu gera ef þú kæmist að einhverju sem gæti hjálpað öðrum og bjargað þeim?

EINHVER GÆTI SPURT: „Af hverju tala Vottar Jehóva svona mikið um 1914?“

  • Hvernig myndir þú svara því?

SAMANTEKT

Spádómar Biblíunnar og ástandið í heiminum sýna að ríki Guðs er núna við stjórn. Við sýnum að við trúum því með því að segja öðrum frá því og sækja safnaðarsamkomur.

Upprifjun

  • Hvað gerðist þegar tíðunum sjö lauk sem sagt er frá í Daníelsbók?

  • Hvað sannfærir þig um að ríki Guðs hafi byrjað að starfa 1914?

  • Hvernig geturðu sýnt að þú trúir að ríki Guðs stjórni núna?

Markmið

KANNAÐU

Kynntu þér hvað sagnfræðingar og aðrir segja um breytingarnar í heiminum frá 1914.

„Þegar siðferði hrakaði snögglega“ (Vaknið! apríl 2007)

Lestu um hvaða áhrif spádómurinn í Matteusi 24:14 hafði á mann nokkurn.

„Hafnabolti átti hug minn og hjarta“ (Varðturninn nr. 3 2017)

Hvernig vitum við að spádómurinn í Daníel kafla 4 á við um ríki Guðs?

„Hvenær tók ríki Guðs til starfa? (1. hluti)“ (Varðturninn 1. nóvember 2014)

Hvað gefur til kynna að þær „sjö tíðir“ sem minnst er á í Daníel kafla 4 hafi endað árið 1914?

„Hvenær tók ríki Guðs til starfa? (2. hluti)“ (Varðturninn 1. janúar 2015)

a Sjá síðustu tvær greinarnar í rammanum „Kannaðu“ í þessum kafla.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila