Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Kristnar konur verðskulda virðingu og heiður
    Varðturninn – 1996 | 1. janúar
    • 1, 2. (a) Hvaða viðbrögð vakti samtal Jesú við samversku konuna við brunninn og hvers vegna? (Sjá einnig neðanmálsathugasemd.) (b) Hvað sýndi Jesús með því að prédika fyrir samversku konunni?

      VIÐ gamla brunninn í grennd við borgina Síkar sýndi Jesús hvernig hann áleit eiga að koma fram við konur. Þetta var um hádegisbil dag einn undir lok ársins 30. Hann hafði verið á göngu um hæðir Samaríu um morguninn og var þreyttur, svangur og þyrstur er hann kom að brunninum. Hann settist við brunninn og bar þá að samverska konu sem var að sækja vatn. „Gef mér að drekka,“ sagði Jesús við hana. Konan hlýtur að hafa starað forviða á hann. Svo spurði hún: „Hverju sætir, að þú, sem ert Gyðingur, biður mig um að drekka, samverska konu?“ Síðar, er lærisveinarnir komu með vistirnar sem þeir höfðu keypt, urðu þeir agndofa að sjá Jesú „tala við konu.“ — Jóhannes 4:4-9, 27.

      2 Af hverju spurði konan eins og hún gerði og hvað olli undrun lærisveinanna? Hún var samversk og Gyðingar höfðu ekkert samneyti við Samverja. (Jóhannes 8:48) En ljóst er að undrun þeirra var líka sprottin af öðru. Erfikenningar rabbína löttu menn þess að tala við konur á almannafæri.a En þarna prédikaði Jesús opinberlega fyrir þessari einlægu konu og upplýsti hana jafnvel um að hann væri Messías. (Jóhannes 4:25, 26) Þannig sýndi Jesús að hann lét ekki óbiblíulegar erfikenningar hafa áhrif á sig, þeirra á meðal kenningar sem lítilsvirtu konur. (Markús 7:9-13) Þvert á móti sýndi hann með orðum sínum og framkomu að karlmenn ættu að sýna konum heiður og virðingu.

  • Kristnar konur verðskulda virðingu og heiður
    Varðturninn – 1996 | 1. janúar
    • a The International Standard Bible Encyclopedia segir: „Konur mötuðust ekki með gestkomandi körlum og karlmenn voru lattir þess að tala við konur. . . . Samræður við konu á almannafæri þóttu sérlega hneykslanlegar.“ Mísna Gyðinga, sem er safn rabbínakenninga, ráðlagði: „Talaðu ekki mikið við kvenþjóðina. . . . Sá sem talar mikið við kvenþjóðina kallar yfir sig bölvun og vanrækir nám lögmálsins, og mun að lokum erfa Gehenna.“ — Aboth 1:5.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila