-
Hvað er hvíld Guðs?Varðturninn – 2011 | 15. júlí
-
-
3. Hvernig má sjá af orðum Jesú í Jóhannesi 5:16, 17 að sjöundi dagurinn stóð enn yfir á fyrstu öldinni?
3 Það eru tvær ástæður fyrir því að við getum ályktað sem svo að sjöundi dagurinn hafi enn staðið yfir á fyrstu öld okkar tímatals. Við sjáum fyrri ástæðuna af því sem Jesús sagði þegar andstæðingar gagnrýndu hann fyrir að lækna á hvíldardegi en þeir litu á það sem vinnu. Jesús sagði við þá: „Faðir minn starfar til þessarar stundar og ég starfa einnig.“ (Jóh. 5:16, 17) Hvað átti hann við? Hann var sakaður um að vinna á hvíldardegi. Hann svaraði ásökuninni þannig: „Faðir minn starfar til þessarar stundar.“ Efnislega átti Jesús við þetta: Við faðir minn vinnum sams konar verk. Faðir minn hefur unnið um þúsundir ára á hvíldardegi sínum þannig að ég hef fullt leyfi til að vinna líka, jafnvel á hvíldardegi. Orð Jesú bera með sér að sjöundi dagurinn stæði enn, það er að segja dagurinn sem Guð hvíldist frá sköpunarverki sínu á jörð. Hann vann hins vegar áfram að vilja sínum með mennina og jörðina.a
-
-
Hvað er hvíld Guðs?Varðturninn – 2011 | 15. júlí
-
-
5. Hvaða tilgangi þjónaði sjöundi dagurinn og hvenær nær vilji Guðs fram að ganga að fullu og öllu?
5 Til að fá svar við þessari spurningu þurfum við að hafa hugfast hvaða tilgangi sjöundi dagurinn þjónaði. Það kemur fram í 1. Mósebók 2:3. Þar segir: „Guð blessaði sjöunda daginn og helgaði hann.“ Jehóva helgaði þennan dag því verkefni að láta fyrirætlun sína ná fram að ganga að fullu og öllu. Það var vilji hans að jörðin yrði byggð hlýðnu fólki sem annaðist hana og lífríki hennar. (1. Mós. 1:28) Bæði Jehóva Guð og Jesús Kristur, sem er „Drottinn hvíldardagsins“, hafa ,starfað til þessarar stundar‘ til að hrinda því í framkvæmd. (Matt. 12:8) Hvíldardagur Guðs heldur áfram uns fyrirætlun hans hefur náð fram að ganga í lok þúsundáraríkis Krists.
-
-
Hvað er hvíld Guðs?Varðturninn – 2011 | 15. júlí
-
-
a Prestar og Levítar unnu í musterinu á hvíldardeginum en voru þó „án saka“. Jesús var æðstiprestur í hinu mikla andlega musteri Guðs og gat unnið óhikað að því verkefni sem Guð hafði falið honum. Hann braut ekki hvíldardagsboðið með því. — Matt. 12:5, 6.
-