Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w92 1.11. bls. 28-32
  • Unnið að mannaveiðum á heimshöfunum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Unnið að mannaveiðum á heimshöfunum
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1992
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Mannaveiðar eru áskorun um allan heim
  • Framvinda hins alþjóðlega veiðistarfs
  • Allir taka þátt
  • Atriði sem stuðla að vexti
  • Getum við bætt okkur?
  • Þjónað sem mannaveiðarar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1992
  • Hvað merkja netið og fiskurinn fyrir þig?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1992
  • Af hverju eru netin tóm?
    Vaknið! – 2009
  • ,Farið og gerið menn að lærisveinum‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2004
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1992
w92 1.11. bls. 28-32

Unnið að mannaveiðum á heimshöfunum

„Þótt ég sé að boða fagnaðarerindið, þá er það mér ekki neitt hrósunarefni, því að skyldukvöð hvílir á mér. Já, vei mér, ef ég boðaði ekki fagnaðarerindið.“ — 1. KORINTUBRÉF 9:16.

1, 2. (a) Hverjir hafa í sannleika tekið áskoruninni sem gefin er í skyn í 1. Korintubréfi 9:16? Hvers vegna svarar þú þannig? (b) Hvaða ábyrgð hafa vottar Jehóva tekið á sig?

HVERJIR hafa núna á 20. öldinni tekið þeirri áskorun sem felst í orðum Páls hér að ofan? Hverjir hafa haldið út í heiminn í milljónatali til að veiða karla og konur sem „skynja andlega þörf sína“? (Matteus 5:3, NW) Hverjir hafa hætt á fangavist og dauða og hverjir hafa mátt þola slíkt víða um lönd vegna þess að þeir voru að uppfylla boð Krists í Matteusi 24:14?

2 Sagan svarar: Vottar Jehóva. Síðastliðið ár fóru yfir fjórar milljónir votta hús úr húsi og ‚boðuðu fagnaðarerindið‘ í 211 löndum og svæðum og á meira en 200 tungumálum. Þetta var ekki aðeins útvalinn hópur þjálfaðra trúboða. Nei, allir vottar Jehóva skynja þá ábyrgð að prédika og kenna hús úr húsi og við hvert viðeigandi tækifæri. Hvers vegna finna þeir fyrir þörf á að segja öðrum frá trú sinni? Vegna þess að þeir gera sér grein fyrir að þekkingu fylgir ábyrgð. — Esekíel 33:8, 9; Rómverjabréfið 10:14, 15; 1. Korintubréf 9:16, 17.

Mannaveiðar eru áskorun um allan heim

3. Hversu umfangsmikið verður veiðistarfið að vera?

3 Þetta mikla veiðistarf takmarkast ekki, ef svo má segja, við einhverja á eða stöðuvatn eða jafnvel eitt haf. Nei, eins og Jesús fyrirskipaði á það að fara fram meðal ‚allra þjóða.‘ (Markús 13:10) Áður en Jesús steig upp til föður síns sagði hann lærisveinum sínum: „Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.“ — Matteus 28:19, 20.

4. (a) Hvað hlýtur að hafa komið fyrstu fylgjendum Jesú, sem voru Gyðingar, á óvart? (b) Hvernig líta vottar Jehóva á umfang prédikunarstarfs síns?

4 Fylgjendum Jesú, sem voru Gyðingar, hlýtur að hafa hnykkt við þetta boð. Hann var að segja lærisveinum sínum, sem voru Gyðingar, að þeir yrðu núna að fara út til hinna „óhreinu“ heiðingja af öllum þjóðum og kenna þeim. Þeir þurftu að leiðrétta hugsun sína nokkuð til að meðtaka áhrif þessa verkefnis og hefjast handa við það. (Postulasagan 10:9-35) En það var engin leið að komast í kringum þetta; Jesús hafði sagt þeim í dæmisögu að ‚akurinn væri heimurinn.‘ Þess vegna líta vottar Jehóva nú á tímum svo á að veiðiréttur þeirra nái um allan heiminn. Þar getur ekki verið nein „200 mílna fiskveiðilögsaga“ eða „landhelgi“ sem takmarkar það umboð sem Guð hefur gefið þeim. Stundum þarf að sýna aðgát þar sem ekki er trúfrelsi. Engu að síður veiða þeir eins og mikið liggi við. Hvers vegna? Vegna þess að heimsatburðirnir og uppfylling biblíuspádómanna gefa til kynna að lokakafli hins alþjóðlega veiðistarfs standi yfir. — Matteus 13:38; Lúkas 21:28-33.

Framvinda hins alþjóðlega veiðistarfs

5. Hvers konar fólk tekur jákvætt við boðskapnum?

5 Flestir hinna smurðu erfingja Guðsríkis voru „veiddir“ meðal þjóðanna fyrir 1935, þannig að í meginatriðum er búið að fullna tölu þeirra. Þess vegna hafa vottar Jehóva, einkum frá 1935, verið að leita þeirra auðmjúku manna sem kalla mætti ‚hina hógværu‘ er munu „fá landið til eignar.“ (Sálmur 37:11, 29) Þetta eru menn sem „andvarpa og kveina yfir öllum þeim svívirðingum, sem framdar eru.“ Þeir eru að taka afstöðu með ríki Guðs áður en ‚þrengingin mikla‘ ríður yfir hið gerspillta heimskerfi Satans og tilbiðjendum hans verður kastað í „eldsofninn“ til endanlegrar tortímingar. — Esekíel 9:4; Matteus 13:47-50; 24:21.

6, 7. (a) Hvaða skref var stigið árið 1943 varðandi prédikunarstarfið? (b) Hver hefur árangurinn orðið?

6 Hafa veiðarnar á heimshöfunum verið árangursríkar fram til þessa? Látum staðreyndirnar tala sínu máli. Árið 1943, meðan síðari heimsstyrjöldin var enn í algleymingi, sáu trúfastir, smurðir bræður okkar á aðalstöðvum votta Jehóva í Brooklyn í New York fyrir að umfangsmiklar veiðar um allan heim væru framundan. Hvaða ráðstafanir voru þá gerðar?a — Opinberunarbókin 12:16, 17.

7 Árið 1943 stofnaði Varðturnsfélagið trúboðsskóla sem kallaður var Gíleað (hebreskt orð sem merkir „vitnisburðarhaugur“; 1. Mósebók 31:47, 48) þar sem hundrað nýir trúboðar settust á skólabekk á sex mánaða fresti þannig að hægt væri að senda þá út sem táknræna fiskimenn um alla jörðina. Þá voru aðeins 126.329 virkir boðberar sem stunduðu mannaveiðar í 54 löndum. Innan tíu ára rauk þessi tala upp í 519.982 votta í 143 löndum! Ljóst er að Gíleaðskólinn skilaði hugrökkum fiskimönnum, bæði körlum og konum, sem voru fús til að flytjast til framandi menningarsamfélaga og aðlagast nýjum fiskimiðum. Afleiðingin varð sú að þúsundir hjartahreinna manna tóku við boðskapnum. Þessir trúboðar, og vottar á staðnum sem þeir unnu með, lögðu grundvöllinn að þeirri stórkostlegu aukningu sem á sér stað núna.

8, 9. (a) Hvaða dæmi mætti nefna um einstakt trúboðsstarf? (b) Hvaða einstæðan vöxt hafa trúboðarnir séð á starfsakri sínum? (Sjá einnig Árbók votta Jehóva 1992.)

8 Margir gamalreyndir, trúfastir bræður og systur frá fyrstu árum Gíleaðskólans þjóna enn í sínu erlenda trúboðssvæði, jafnvel þótt þau séu núna komin yfir sjötugt eða jafnvel áttrætt. Eitt dæmi af mörgum er Eric Britten, 82 ára, og kona hans, Christina, sem útskrifuðust úr 15. bekk Gíleaðskólans árið 1950 og þjóna enn í Brasilíu. Þegar þau héldu til Brasilíu voru innan við 3000 vottar þar í landi. Núna eru þeir yfir 300.000! Svo sannarlega er ‚hinn lítilmótlegasti orðinn að voldugri þjóð‘ í Brasilíu vegna þess að fiskimiðin hafa verið gjöful. — Jesaja 60:22.

9 Og hvað getum við sagt um trúboðana í Afríku? Flestir hafa aðlagað sig mjög framandi siðmenningu og fengið ást á Afríkubúum. Þar má nefna sem dæmi bræðurna John og Eric Cooke og eiginkonur þeirra, Kathleen og Myrtle sem þjóna núna í Suður-Afríku. John og Eric útskrifuðust úr áttunda bekknum árið 1947. Ef þeir leggja saman hafa þeir þjónað í Angóla, Simbabve, Mósambík og Suður-Afríku. Sumir trúboðar dóu í Afríku af völdum sjúkdóma og aðrir af völdum stríðs eða ofsókna, svo sem Alan Battey og Arthur Lawson sem týndu lífi í borgarastríðinu í Líberíu fyrir skömmu. Engu að síður hafa hin afrísku fiskimið reynst mjög svo gjöful. Núna eru yfir 400.000 vottar á þessu stóra meginlandi.

Allir taka þátt

10. Hvers vegna og á hvaða hátt vinna brautryðjendur hrósunarvert starf?

10 Eigi að síður verður að horfast í augu við það að enda þótt erlendir trúboðar hafi talist í nokkrum þúsundum eru innfæddir boðberar og brautryðjendurb orðnir milljónir talsins. Þeir vinna langstærstan hluta prédikunarstarfsins um allan heim. Árið 1991 voru að meðaltali 550.000 brautryðjendur og farandumsjónarmenn í heiminum. Það er mikill fjöldi þegar á það er litið að allir þessir trúföstu vottar leggja mikið á sig til að taka þátt í hinu mikla veiðistarfi og verja að meðaltali á bilinu 60 til 140 klukkustundum á mánuði í að prédika. Margir færa til þess miklar fórnir og kosta miklu til. En hvers vegna? Vegna þess að þeir elska Jehóva Guð sinn af öllu hjarta, huga, sálu og mætti, og þeir elska náungann eins og sjálfa sig. — Matteus 22:37-39.

11. Hvaða augljós merki eru um að andi Jehóva starfi meðal þjóna hans?

11 Hvað getum við sagt um þær liðlega þrjár og hálfa milljón annarra votta sem þjóna ekki í fullu starfi en gefa sig eigi að síður algerlega í þjónustu Jehóva miðað við aðstæður sínar? Í þessum hópi eru eiginkonur, jafnvel mæður með ung börn, sem nota hluta af dýrmætum tíma sínum til hins alþjóðlega veiðistarfs. Margir eru eiginmenn og feður í fullri veraldlegri vinnu; samt sem áður taka þeir sér tíma á kvöldin og um helgar til að kenna ókunnugum sannleikann. Þá má ekki gleyma hinum stóra hópi einhleypra karla og kvenna og barna sem taka þátt í að prédika og mæla með sannleikanum með hegðun sinni. Hvaða annar trúarhópur getur státað af yfir fjórum milljónum ólaunaðra sjálfboðaliða sem prédika fagnaðarerindið um stjórn Guðsríkis í hverjum mánuði? Svo sannarlega er þetta merki um anda Jehóva að verki! — Sálmur 68:12; Postulasagan 2:16-18; samanber Sakaría 4:6.

Atriði sem stuðla að vexti

12. Hvers vegna og í hvaða mæli bregðast menn jákvætt við sannleikanum?

12 Þetta umfangsmikla prédikunarstarf skilar undraverðum árangri ár eftir ár. Árið 1991 voru yfir 300.000 nýir vottar skírðir niðurdýfingarskírn. Það svarar til meira en 3000 safnaða með 100 votta hver! Hvernig er öllu þessu áorkað? Við skulum muna hvað Jesús sagði: „Enginn getur komið til mín, nema faðirinn, sem sendi mig, dragi hann . . . Hjá spámönnunum er skrifað: ‚Þeir munu allir verða af [Jehóva] fræddir.‘ Hver sem hlýðir á föðurinn og lærir af honum, kemur til mín.“ Þess vegna er það ekki bara vegna mannlegrar viðleitni sem menn bregðast jákvætt við hinum alþjóðlegu veiðum. Jehóva sér hjartalag manna og dregur til sín þá sem verðugir eru. — Jóhannes 6:44, 45; Matteus 10:11-13; Postulasagan 13:48.

13, 14. Hvaða góð viðhorf hafa margir vottar sýnt?

13 Jehóva notar samt sem áður menn sem veiðimenn til að draga fólk til sín. Þess vegna skipta viðhorf þeirra til fólks og starfssvæðisins, þar sem þeir veiða, miklu máli. Það er mjög uppörvandi að sjá að yfirgnæfandi meirihluti þeirra hefur tekið til sín orð Páls til Galatamanna: „Þreytumst ekki að gjöra það sem gott er, því að á sínum tíma munum vér uppskera, ef vér gefumst ekki upp.“ — Galatabréfið 6:9.

14 Margir trúfastir vottar hafa prédikað um áratuga skeið og fylgst grannt með þróun heimsmála. Þeir hafa séð uppgang og fall nasisma, fasisma og annarra alræðisstjórnkerfa. Sumir hafa orðið vitni að hinum mörgu styrjöldum sem hafa átt sér stað frá 1914. Þeir hafa séð leiðtoga veraldar binda vonir sínar Þjóðabandalaginu og síðan Sameinuðu þjóðunum. Þeir hafa séð starf Jehóva bannað og síðar gefið frjálst í mörgum löndum. Gegnum allt þetta hafa vottar Jehóva ekki þreyst að gera það sem gott er, meðal annars að þjóna sem mannaveiðarar. Hvílíkt fordæmi í ráðvendni. — Matteus 24:13.

15. (a) Hvaða hjálp höfum við haft til að aðlaga okkur þörfum starfssvæðisins um allan heim? (b) Hvernig hafa ritin hjálpað við að gera verkefni þínu skil?

15 Fleiri atriði hafa stuðlað að þessum vexti um heim allan. Eitt er hið sveigjanlega viðhorf mannaveiðaranna til þarfa starfssvæðisins. Samhliða fólksflutningum milli ólíkra menningar-, trú- og tungumálasvæða hafa vottar Jehóva aukið víðsýni sitt til hinna ólíkustu sjónarmiða. Og söfnuðurinn um allan heim hefur veitt gríðarlega hjálp með því að framleiða biblíur og biblíurit á liðlega 200 tungumálum. Nýheimsþýðing heilagrar Ritningar, í heild eða að hluta, er nú fáanleg á 13 tungumálum, þeirra á meðal tékknesku og slóvensku. Bæklingurinn Njóttu lífsins á jörðinni að eilífu! er nú fáanlegur á 198 tungumálum, allt frá afrísku til þýsku, og upplagið er komið í 72 milljónir eintaka. Bókin Mesta mikilmenni sem lifað hefur er nú þegar komin út á 69 tungumálum. Leit mannkynsins að Guði, gefin út á 29 tungumálum, veitir innsýn í uppruna og skoðanir helstu trúarbragða heims og reynist einstakt hjálpargagn við veiðarnar um allan heim.

16. Hvernig hafa sumir brugðist við þörfinni í öðrum löndum?

16 Hvað annað hefur verið veiðistarfinu um allan heim til framdráttar? Þúsundir manna hafa verið fúsar til að svara ‚Makedóníukallinu.‘ Á sama hátt og Páll var fús til að flytja frá Litlu-Asíu til Makedóníu í Evrópu hafa margir vottar flust til landa og svæða þar sem er meiri þörf fyrir prédikara Guðsríkis, svo og öldunga og safnaðarþjóna, en þar sem þeir bjuggu. Þeir hafa verið eins og bókstaflegir fiskimenn sem komast að raun um að heimamiðin eru orðin ásetin og sigla á fjarlægari mið þar sem eru færri bátar og mikill fiskur. — Postulasagan 16:9-12; Lúkas 5:4-10.

17. Hvaða dæmi höfum við um þá sem hafa svarað ‚Makedóníukallinu‘?

17 Í síðustu bekkjum Gíleaðskólans hafa verið nemendur frá ýmsum Evrópulöndum sem hafa lært ensku og hafa boðið sig fram til að þjóna í öðrum löndum og á öðrum menningarsvæðum. Eins hafa margir einhleypir bræður gengið gegnum strangt tveggja mánaða námskeið í Þjónustuþjálfunarskólanum og síðan verið sendir til annarra landa til að styrkja þar söfnuði og farandsvæði. Önnur, einstæð fiskimið eru á svæðum sem eru núna að opnast í Austur-Evrópu og fyrrum Sovétlýðveldum. — Samanber Rómverjabréfið 15:20, 21.

18. (a) Hvers vegna eru brautryðjendur venjulega áhrifaríkir boðberar? (b) Hvernig geta þeir hjálpað öðrum í söfnuðinum?

18 Þjónustuskóli brautryðjenda, sem reglulegir brautryðjendur sækja, er enn ein hjálp við hinar alþjóðlegu veiðar. Gegnum tveggja vikna, rækilega yfirferð yfir bókina Skínum sem ljósberar í heiminum, sem er samin sérstaklega fyrir brautryðjendur, þroska þeir hæfni sína sem þjónar orðsins. Þar er fjallað um efni svo sem „Fylgjum vegi kærleikans,“ „Fylgjum Jesú sem fyrirmynd“ og „Þroskaðu kennslulistina.“ Allir söfnuðirnir eru innilega þakklátir fyrir að eiga þessa þjálfuðu veiðimenn sem fara hús úr húsi og geta þjálfað marga fleiri í þessu mikla veiðistarfi! — Matteus 5:14-16; Filippíbréfið 2:15; 2. Tímóteusarbréf 2:1, 2.

Getum við bætt okkur?

19. Hvernig getum við bætt þjónustu okkar líkt og Páll postuli?

19 Líkt og Páll viljum við hafa jákvætt viðhorf og vera framsækin. (Filippíbréfið 3:13, 14) Hann aðlagaði sig alls konar fólki og aðstæðum. Hann kunni að finna sameiginlegan grundvöll og rökræða út frá staðbundnum viðhorfum eða siðmenningu. Við getum stofnað biblíunám með því að vera vakandi fyrir viðbrögðum húsráðanda við boðskapnum um Guðsríki og laga síðan kynningu okkar að þörfum hans. Með því að við ráðum yfir fjölbreyttum hjálpargögnum til biblíunáms getum við boðið það sem best hæfir viðhorfum einstaklingsins. Það að vera sveigjanleg og vökul eru einnig mikilvægir þættir í árangursríkum veiðum. — Postulasagan 17:1-4, 22-28, 34; 1. Korintubréf 9:19-23.

20. (a) Hvers vegna er veiðistarf okkar svona þýðingarmikið núna? (b) Hver er ábyrgð okkar núna sem einstaklinga?

20 Hvers vegna er þetta einstæða alþjóðaveiðistarf svona þýðingarmikið núna? Vegna þess að út frá spádómum Biblíunnar, sem endurspeglast í atburðum sem hafa átt sér stað eða eru að eiga sér stað, er ljóst að heimskerfi Satans stefnir í uppgjör sem endar með ósköpum fyrir það. Hvað ættum við, vottar Jehóva, þá að vera að gera? Þessi námsgrein og næstu tvær á undan hafa lagt áherslu á ábyrgð okkar að vera iðin og kostgæf í veiðistarfi okkar á þeim hluta hinna alþjóðlegu fiskimiða sem heyra undir okkur. Við höfum örugga tryggingu fyrir því frá Biblíunni og Jehóva muni ekki gleyma kostgæfu veiðistarfi okkar. Páll sagði: „Guð er ekki ranglátur. Hann gleymir ekki verki yðar og kærleikanum, sem þér auðsýnduð nafni hans, er þér veittuð hinum heilögu þjónustu og veitið enn. Vér óskum að sérhver yðar sýni sömu ástundan allt til enda, þar til von yðar fullkomnast.“ — Hebreabréfið 6:10-12.

[Neðanmáls]

a Sjá einnig Revelation — Its Grand Climax At Hand!, bls. 185 og 186, gefin út af Watchtower Bible and Tract Society of New York, Inc.

b „Brautryðjandi . . . starfsmaður í fullu starfi hjá vottum Jehóva.“ — Webster’s Third New International Dictionary.

Manst þú?

◻ Hvers vegna líta vottar Jehóva á allan heiminn sem fiskimið sín?

◻ Hvaða blessun hefur trúboðsskólinn Gíleað verið veiðistarfinu?

◻ Nefndu nokkur atriði sem hafa stuðlað að velgengni votta Jehóva.

◻ Hvernig getum við sem einstaklingar bætt okkur í kristinni þjónustu okkar?

[Tafla á blaðsíðu 30]

Árangur hinna alþjóðlegu veiða

Ár Lönd Vottar

1939 61 71.509

1943 54 126.329

1953 143 519.982

1973 208 1.758.429

1983 205 2.652.323

1991 211 4.278.820

[Mynd á blaðsíðu 31]

Guðsríki er enn boðað meðal fiskimanna í Galíleu.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila