-
„Huggið lýð minn!“Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
-
-
5, 6. (a) Af hverju torveldar það ekki Guði að efna fyrirheit sitt þótt leiðin frá Babýlon til Jerúsalem sé löng? (b) Hvaða áhrif mun heimför Gyðinga hafa á aðrar þjóðir?
5 Frá Babýlon til Jerúsalem eru 800 til 1600 kílómetrar eftir því hvaða leið er valin. En það torveldar ekki Guði að efna fyrirheit sitt þótt leiðin sé löng. Jesaja skrifar: „Heyr, kallað er: ‚Greiðið götu [Jehóva] í eyðimörkinni, ryðjið Guði vorum veg í óbyggðinni! Sérhver dalur skal hækka, hvert fjall og háls lækka. Hólarnir skulu verða að jafnsléttu og hamrarnir að dalagrundum! Dýrð [Jehóva] mun birtast, og allt hold mun sjá það, því að munnur [Jehóva] hefir talað það!‘“ — Jesaja 40:3-5.
6 Valdhafar Austurlanda gerðu gjarnan út menn til að undirbúa veginn áður en lagt var upp í ferðalag. Þeir ruddu burt stórgrýti og sléttuðu jafnvel hæðir og lögðu upphækkaða vegi. Þegar Gyðingar halda heimleiðis er eins og Guð sjálfur fari á undan og ryðji öllum hindrunum úr vegi. Þetta er fólkið sem ber nafn Jehóva, og vegsemd hans blasir við öllum þjóðum er hann efnir loforð sitt um að leiða það heim í land sitt að nýju. Hvort sem þjóðunum líkar betur eða verr neyðast þær til að horfa upp á það að Jehóva efnir fyrirheit sín.
7, 8. (a) Hvernig rættust orðin í Jesaja 40:3 á fyrstu öld? (b) Hvaða meiri uppfyllingu hlaut spádómur Jesaja árið 1919?
7 Spádómurinn rætist ekki aðeins með endurreisninni á sjöttu öld f.o.t. heldur einnig á fyrstu öld. Jóhannes skírari var „rödd hrópanda í eyðimörk“ eins og spáð var í Jesaja 40:3. (Lúkas 3:1-6) Honum var innblásið að heimfæra orð Jesaja á sjálfan sig. (Jóhannes 1:19-23) Árið 29 tók hann að búa veginn undir komu hins fyrirheitna Messíasar, Jesú Krists.a Boðun hans vakti fólk svo að það yrði reiðubúið að hlýða á Messías og fylgja honum þegar hann kæmi. (Lúkas 1:13-17, 76) Fyrir tilstuðlan Jesú ætlaði Jehóva að leiða iðrandi menn til þess frelsis sem aðeins Guðsríki getur veitt, frelsis úr fjötrum syndar og dauða. (Jóhannes 1:29; 8:32) Orð Jesaja áttu sér víðtækari uppfyllingu er leifar hins andlega Ísraels voru frelsaðar úr fjötrum Babýlonar hinnar miklu árið 1919 og sönn tilbeiðsla endurreist.
-
-
„Huggið lýð minn!“Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
-
-
a Jesaja talar um að greiða götu Jehóva. (Jesaja 40:3) Guðspjöllin heimfæra spádóminn hins vegar á það starf Jóhannesar skírara að greiða götu Jesú Krists. Þetta gerðu hinir innblásnu ritarar kristnu Grísku ritninganna vegna þess að Jesús kom fram fyrir hönd föður síns og í hans nafni. — Jóhannes 5:43; 8:29.
-