-
Frá páskamáltíð til hjálpræðisVarðturninn – 1990 | 1. mars
-
-
13, 14. Hvernig er blóð Jesú nauðsynlegt til björgunar og hjálpræðis? (Efesusbréfið 1:13)
13 Blóð á einnig hlut að hjálpræði manna nú á tímum — úthellt blóð Jesú. Laust fyrir „páska, hátíð Gyðinga,“ árið 32 sagði Jesús stórum áheyrendahópi: „Sá sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt, hefur eilíft líf, og ég reisi hann upp á efsta degi. Hold mitt er sönn fæða, og blóð mitt er sannur drykkur.“ (Jóhannes 6:54, 55) Allir Gyðingarnir, sem á hann hlýddu, hljóta að hafa haft í huga páskahátíðina, sem í vændum var, og lambsblóðið sem notað var í Egyptalandi.
14 Jesús var ekki þá að ræða um brauðið og vínið sem notað er við kvöldmáltíð Drottins. Þessi nýja hátíð kristinna manna var ekki stofnuð fyrr en ári síðar þannig að jafnvel postularnir, sem hlýddu á Jesú árið 32, vissu ekkert um hana. Eigi að síður var Jesús að sýna fram á að blóð hans væri forsenda hjálpræðis. Páll skýrði nánar: „Í honum, fyrir hans blóð, eigum vér endurlausnina og fyrirgefningu afbrota vorra. Svo auðug er náð hans.“ (Efesusbréfið 1:7, 8) Við getum lifað að eilífu aðeins vegna fyrirgefningar á grundvelli blóðs Jesú.
-
-
Frá páskamáltíð til hjálpræðisVarðturninn – 1990 | 1. mars
-
-
15. Hvaða hjálpræði og sérréttindi buðust Hebreum í Egyptalandi og hvað ekki? (1. Korintubréf 10:1-5)
15 Í Egyptalandi til forna var einungis um að ræða takmarkað hjálpræði. Enginn sem yfirgaf Egyptaland bjóst við að hljóta eilíft líf eftir burtförina. Að vísu skipaði Guð Levítana sem presta handa þjóðinni og sumir af ættkvísl Júda ríktu sem konungar en allir dóu þó um síðir. (Postulasagan 2:29; Hebreabréfið 7:11, 23, 27) Enda þótt ‚hinn mikli fjöldi af alls konar lýð,‘ sem einnig fór frá Egyptalandi, hafi ekki notið þeirra sérréttinda gat hann vonast til að ná til fyrirheitna landsins og lifa þar eðlilegu lífi og tilbiðja Guð ásamt Hebreum. Þó höfðu þjónar Guðs fyrir daga kristninnar tilefni til að vonast eftir því að þeir myndu um síðir fá að lifa eilíflega á jörðinni þar sem Guð ætlaði mannkyninu að lifa, enda í samræmi við Jóhannes 6:54.
16. Hvers konar hjálpræðis gátu þjónar Guðs til forna vænst?
16 Guð notaði suma af þjónum sínum til forna til að færa í letur uppörvandi orð þess efnis að jörðin hafi verið sköpuð til að vera byggð mönnum og að hinir grandvöru skyldu búa á henni að eilífu. (Sálmur 37:9-11; Orðskviðirnir 2:21, 22; Jesaja 45:18) En hvernig gátu sannir tilbiðjendur Guðs hlotið slíkt hjálpræði fyrst þeir dóu? Á þann hátt að Guð myndi vekja þá aftur til lífs á jörðu. Job lét til dæmis í ljós þá von að hans yrði minnst og hann yrði endurvakinn til lífs. (Jobsbók 14:13-15; Daníel 12:13) Ljóst er því að ein tegund hjálpræðis felst í eilífu lífi hér á jörð. — Matteus 11:11.
-