Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • „Stund hans var enn ekki komin“
    Varðturninn – 2000 | 1. desember
    • 17. (a) Hvaða áríðandi boð fær Jesús í Pereu? (b) Hvað sýnir að Jesús er vakandi fyrir tímanum og markmiði þess sem hann þarf að gera?

      17 Þessi áríðandi boð eru frá Mörtu og Maríu, systrum Lasarusar, sem búa í Betaníu í Júdeu og eru á þessa leið: „Herra, sá sem þú elskar, er sjúkur.“ „Þessi sótt er ekki banvæn, heldur Guði til dýrðar, að Guðs sonur vegsamist hennar vegna,“ svarar Jesús og er um kyrrt í tvo daga svo að þetta markmið náist. Síðan segir hann lærisveinunum: „Förum aftur til Júdeu.“ Þeir spyrja vantrúaðir: „Rabbí, nýlega voru Gyðingar að því komnir að grýta þig, og þú ætlar þangað aftur?“ En Jesús veit að ‚stundum dagsins‘ fækkar og tíminn, sem Guð hefur úthlutað honum til að þjóna á jörð, er orðinn stuttur. Hann veit nákvæmlega hvað hann þarf að gera og hvernig. — Jóhannes 11:1-10.

  • „Stund hans var enn ekki komin“
    Varðturninn – 2000 | 1. desember
    • 21. Undanfari hvers er upprisa Lasarusar?

      21 Með því að seinka komu sinni til Betaníu getur Jesús unnið kraftaverk sem enginn getur hunsað. Í krafti Guðs reisir hann upp mann sem hafði verið látinn í fjóra daga. Hið virta æðstaráð neyðist jafnvel til að gefa málinu gaum og fella dauðadóm yfir þessum kraftaverkamanni. Kraftaverkið er þannig undanfari mikilvægra tímamóta í þjónustu Jesú — tímans er „stund hans var enn ekki komin“ og tímans er ‚stund hans var komin.‘

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila