Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lff kafli 29
  • Hvað gerist þegar við deyjum?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvað gerist þegar við deyjum?
  • Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • KAFAÐU DÝPRA
  • SAMANTEKT
  • KANNAÐU
  • Hvar eru hinir dánu?
    Hvað kennir Biblían?
  • Hvaða framtíð bíður hinna dánu?
    Gleðifréttir frá Guði
  • Hvað verður um látna ástvini okkar?
    Þekking sem leiðir til eilífs lífs
  • Hvaða von er um látna ástvini?
    Hvaða von er um látna ástvini?
Sjá meira
Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
lff kafli 29
Kafli 29. Hjón fara með bæn við legstein í kirkjugarði.

KAFLI 29

Hvað gerist þegar við deyjum?

Prentuð útgáfa
Prentuð útgáfa
Prentuð útgáfa

Hefurðu einhvern tíma misst ástvin í dauðann? Þegar þú upplifir slíka sorg hugsarðu kannski: „Hvað gerist þegar við deyjum? Eigum við einhvern tíma eftir að sjá ástvini okkar aftur?“ Í þessum kafla og þeim næsta skoðum við hughreystandi svör Biblíunnar.

1. Hvað gerist þegar við deyjum?

Jesús líkti dauðanum við djúpan svefn. Sá sem sefur fast er ekki meðvitaður um það sem er að gerast í kringum hann. Hvernig er dauðinn eins og svefn? Látin manneskja finnur ekki fyrir sársauka. Hún er ekki einmana, sama hve heitt hún elskaði fjölskyldu sína og vini. Biblían segir: „Hinir dánu vita ekki neitt.“ – Lestu Prédikarann 9:5.

2. Hvernig gagnast það okkur að vita sannleikann um dauðann?

Margir óttast dauðann – og jafnvel hina dánu. En það sem Biblían segir um dauðann er mjög hughreystandi. Jesús sagði: „Sannleikurinn veitir ykkur frelsi.“ (Jóhannes 8:32) Biblían kennir ekki að við höfum ódauðlega sál, andstætt því sem mörg trúarbrögð staðhæfa. Enginn þjáist eftir að hann deyr. Og þar sem hinir dánu vita ekki neitt geta þeir ekki skaðað okkur. Þess vegna er engin ástæða til að friða hina dánu, tilbiðja þá eða biðja fyrir þeim.

Sumir segjast geta verið í sambandi við hina látnu. En það er ómögulegt. Eins og við vorum að læra ‚vita hinir dánu ekki neitt‘. Þeir sem segjast vera í sambandi við látna ástvini gætu hins vegar verið að tala við illa anda sem þykjast vera látið fólk. Að þekkja sannleikann um dauðann verndar okkur því gegn illu öndunum. Jehóva varar okkur við því að reyna að hafa samband við hina dánu vegna þess að hann veit að samskipti við illu andana skaða okkur. – Lestu 5. Mósebók 18:10–12.

KAFAÐU DÝPRA

Fræðstu meira um það sem Biblían kennir um dauðann og styrktu trú þína á kærleiksríkan Guð sem kvelur ekki hina látnu.

Maður og tvö ung börn hans sitja á bekk við útför konu hans og móður barnanna. Vinir og fjölskylda hugga og styðja þau.

3. Sannleikurinn um dauðann

Víða um heim hefur fólk ólíkar skoðanir á hvað gerist við dauðann. En það geta ekki allar kenningar verið réttar.

  • Hvaða kenningar um dauðann eru algengar þar sem þú býrð?

Spilið MYNDBANDIÐ til að sjá það sem Biblían kennir.

MYNDBAND: Hvað gerist við dauðann? – útdráttur (1:19)

Myndir úr myndbandinu ‚Hvað gerist við dauðann? – útdráttur‘. 1. Lík í sjúkrarúmi. 2. Maður sefur á milli tveggja einstaklinga í lest.

Lesið Prédikarann 3:20 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvað gerist við dauðann samkvæmt þessu versi?

  • Er einhver hluti af okkur sem lifir af dauðann?

Í Biblíunni er sagt frá dauða Lasarusar, en hann var náinn vinur Jesú. Taktu eftir því sem Jesús segir um Lasarus þegar þið lesið Jóhannes 11:11–14. Ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Við hvað líkti Jesús dauðanum?

  • Hvað segir þessi samlíking okkur um hina dánu?

  • Finnst þér lýsing Biblíunnar á dauðanum vera rökrétt?

4. Það gagnast okkur að vita sannleikann um dauðann

Við hættum að óttast hina dánu þegar við vitum sannleikann um dauðann. Lesið Prédikarann 9:10 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Geta hinir dánu skaðað okkur?

Sá sem þekkir sannleika Biblíunnar trúir ekki þeirri lygi að við verðum að friða hina látnu eða jafnvel tilbiðja þá. Lesið Jesaja 8:19 og Opinberunarbókina 4:11 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvað heldurðu að Jehóva finnist um þann sem tilbiður hina dánu eða leitar eftir hjálp frá þeim?

Klippimynd: Siðvenjur sem tengjast því að heiðra hina dánu. 1. Maður krýpur og fer með bæn fyrir framan legstein með matarfórnum. 2. Þrír menn úr ákveðnum ættflokki dansa í búningum. 3. Hópur fólks í skrúðgöngu er með hauskúpugrímur og heldur á stórum beinagrindamyndum á degi hinna dauðu.

Sannleikurinn um dauðann leysir okkur undan siðum sem Jehóva hefur ekki velþóknun á.

5. Sannleikurinn um dauðann hughreystir okkur

Mörgum hefur verið kennt að þegar þeir deyja verði þeim refsað fyrir það slæma sem þeir hafa gert. En það er hughreystandi að vita að enginn þjáist eftir að hann deyr – ekki einu sinni sá sem hefur verið mjög grimmur. Lesið Rómverjabréfið 6:7 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Biblían segir að dauðinn sýkni okkur, eða leysi okkur undan synd. Heldurðu þá að sá sem er dáinn þjáist vegna fyrri mistaka?

Þegar við kynnumst Jehóva nánar skiljum við enn betur að hann myndi aldrei leyfa að hinir dánu þjáðust. Lesið 5. Mósebók 32:4 og 1. Jóhannesarbréf 4:8 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Myndi Guð með þessa eiginleika leggja blessun sína yfir að hinir dánu séu kvaldir?

  • Finnst þér sannleikurinn um dauðann veita huggun? Hvers vegna?

SUMIR SEGJA: „Ég er hræddur við hvað gerist þegar ég dey.“

  • Hvaða hughreystandi biblíuvers gætir þú sýnt?

SAMANTEKT

Þegar einhver deyr lýkur lífi hans. Hinir dánu þjást hvorki né skaða þá sem eru enn á lífi.

Upprifjun

  • Hvað gerist þegar við deyjum?

  • Hvernig gagnast sannleikurinn um dauðann okkur?

  • Hvernig hughreystir sannleikurinn um dauðann okkur?

Markmið

KANNAÐU

Skoðaðu hvað orðið „sál“ merkir í Biblíunni.

„Hvað er sálin?“ (Vefgrein)

Kynntu þér hvort Guð refsar hinum vondu í helvíti.

Er helvíti virkilega til? (3:07)

Þurfum við að óttast hina dánu?

Andar hinna dánu – geta þeir hjálpað þér eða gert þér mein? Eru þeir til í raun og veru? (Bæklingur)

Lestu um hvernig það hughreysti mann nokkurn að læra um hvað gerist við dauðann.

„Skýr og rökrétt svör Biblíunnar snertu mig djúpt“ (Varðturninn 1. mars 2015)

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila