-
Hvað gerist þegar við deyjum?Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
-
-
3. Sannleikurinn um dauðann
Víða um heim hefur fólk ólíkar skoðanir á hvað gerist við dauðann. En það geta ekki allar kenningar verið réttar.
Hvaða kenningar um dauðann eru algengar þar sem þú býrð?
Spilið MYNDBANDIÐ til að sjá það sem Biblían kennir.
Lesið Prédikarann 3:20 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvað gerist við dauðann samkvæmt þessu versi?
Er einhver hluti af okkur sem lifir af dauðann?
Í Biblíunni er sagt frá dauða Lasarusar, en hann var náinn vinur Jesú. Taktu eftir því sem Jesús segir um Lasarus þegar þið lesið Jóhannes 11:11–14. Ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Við hvað líkti Jesús dauðanum?
Hvað segir þessi samlíking okkur um hina dánu?
Finnst þér lýsing Biblíunnar á dauðanum vera rökrétt?
-
-
Látnir ástvinir fá líf á ný!Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
-
-
4. Jesús sannaði að hann gæti reist upp látna
Lærðu meira um það sem Jesús gerði fyrir Lasarus vin sinn. Lesið Jóhannes 11:14, 38–44 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvernig vitum við að Lasarus var dáinn? – Sjá 39. vers.
Heldurðu að Jesús hefði reist Lasarus aftur upp til lífs á jörðinni ef hann hefði farið til himna?
-