Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w90 1.11. bls. 12-17
  • Iðkaðu trú og öðlastu eilíft líf

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Iðkaðu trú og öðlastu eilíft líf
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Vonin um eilíft líf
  • Upprisan — hvar?
  • Ódauðleiki
  • „Aldrei að eilífu deyja“
  • Hve sterk er trú þín á upprisuna?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1998
  • Hvað verður um látna ástvini okkar?
    Þekking sem leiðir til eilífs lífs
  • Óbrigðul von
    Hvað verður um okkur þegar við deyjum?
  • Líf eftir dauðann — hvað segir Biblían?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1999
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
w90 1.11. bls. 12-17

Iðkaðu trú og öðlastu eilíft líf

„Vér erum . . . menn trúarinnar til sáluhjálpar.“ — HEBREABRÉFIÐ 10:39, Ísl. bi. 1912.

1. Hvað viðurkennir kaþólsk alfræðibók um notkun Biblíunnar á orðinu „sál“?

BIBLÍAN segir hvergi að menn hafi ódauðlega sál sem lifi í andaheiminum eftir að líkaminn deyr. Jafnvel New Catholic Encyclopedia viðurkennir: „Sú hugmynd að sálin lifi eftir dauðann kemur ekki skýrt fram í Biblíunni. . . . Í Gamlatestamentinu er sálin ekki skoðuð sem hluti mannsins heldur maðurinn allur — maðurinn sem lifandi vera. Í Nýjatestamentinu táknar hún einnig líf mannsins — líf einstaklingsins.“ Mennirnir hafa því ekki sálir heldur eru sálir.

2. (a) Hver er uppruni trúarinnar á ódauðlega sál? (b) Hver er sannleikurinn um ástand mannsins eftir dauðann?

2 Eins og fram kom í greininni á undan er trúin á ódauðlega sál heiðin hugmynd sem rekja má allt aftur til þess er sögur hófust. Höfundur hennar er sá sem andmælti hinni skýru yfirlýsingu Guðs þess efnis að maðurinn skyldi „vissulega deyja“ væri hann óhlýðinn. (1. Mósebók 2:17) Það var andstæðingurinn, Satan djöfullinn, sem sagði: „Vissulega munuð þið ekki deyja.“ (1. Mósebók 3:4) Og það var lygi. (Jóhannes 8:44) Síðar kom Satan á framfæri kenningunni um ódauðleika mannssálarinnar. Sannleikurinn um ástand mannsins eftir dauðann kemur samt sem áður fram í innblásnu orði Guðs í Prédikaranum 9:5: „Hinir dauðu vita ekki neitt.“ — Sjá einnig Rómverjabréfið 5:12.

Vonin um eilíft líf

3. Um hvaða von hefur Biblían margt að segja?

3 Enda þótt Biblían sýni skýrt og greinilega að það sé ekkert til sem heitir ódauðleg sál hefur hún margt að segja um eilíft líf. Vonin um eilíft líf var ein af grundvallarkenningum Jesú. Hann sagði: „Það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist.“ (Jóhannes 17:3) Jesús sagði um þá sem iðkuðu trú á Guð og Krist: „Ég gef þeim eilíft líf.“ (Jóhannes 10:28) Hann gat því sagt með algerri vissu: „Sá sem trúir, hefur eilíft líf. . . . Hann . . . mun lifa að eilífu.“ (Jóhannes 6:47, 51) Hann lýsti einnig yfir: „Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ — Jóhannes 3:16.

4. Hvað sagði Jesús um framtíðarvonina?

4 Hvernig mun fyrirheit Biblíunnar um eilíft líf verða að veruleika úr því að ekki er til nein ódauðleg sál sem lifir af dauðann? Jesús veitti nánari upplýsingar um það er hann heimsótti Mörtu og Maríu eftir að Lasarus, bróðir þeirra, var dáinn. Hann sagði við Mörtu: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.“ Hann spurði Mörtu: „Trúir þú þessu?“ Hún svaraði: „Já, herra. Ég trúi að þú sért Kristur, Guðs sonur.“ — Jóhannes 11:25-27.

5, 6. Hvað sýndi Jesús fram á með því að reisa Lasarus upp frá dauðum?

5 Jesús gekk að gröf Lasarusar til að sýna fram á að hann, sonur Guðs, hefði mátt til að vekja látna til lífs á ný. Lasarus hafði verið dáinn í fjóra daga og lík hans var byrjað að rotna. Eigi að síður „hrópaði [Jesús] hárri röddu: ‚Lasarus, kom út!‘ Hinn dáni kom út vafinn líkblæjum á fótum og höndum og með sveitadúk bundinn um andlitið. Jesús segir við þá: ‚Leysið hann og látið hann fara.‘“ (Jóhannes 11:43, 44) Hinn látni Lasarus hafði verið vakinn upp frá dauðum!

6 Lasarus var ekki kallaður til baka frá himnum eða einhverjum öðrum stað í andaheiminum. Hann hafði ekki stigið yfir í andaheiminn er hann dó heldur verið meðvitundarlaus í gröfinni þar sem allir hinir dánu eru. (Sálmur 146:4; Jóhannes 3:13; Postulasagan 2:34) Það væri fáránlegt að hugsa sér að ódauðleg sál Lasarusar hafi verið í himneskri alsælu og síðan hefði henni skyndilega verið kippt frá himnum til að sameinast á ný ófullkomnum líkama sínum á jörð til að lifa aftur í heimi fullum af þjáningum, sjúkdómum og dauða. En þar eð hann var ekki á himnum vakti upprisa hans mikla gleði því hún hafði í för með sér að hann gat sameinast ástvinum sínum á ný og lifað einhver ár í viðbót. Síðan myndi hann deyja aftur.

7, 8. (a) Við hvaða önnur tækifæri reisti Jesús upp dána? (b) Hvers vegna vann Jesús þau kraftaverk að vekja fólk til lífs?

7 Er Jesús vakti unga stúlku upp frá dauðum voru foreldrar hennar „frá sér numdir.“ (Markús 5:42) Þessi stúlka dó þó aftur síðar meir. Þegar Jesús vakti upp látinn son ekkju frá Nain greip „ótti . . . alla, og þeir vegsömuðu Guð.“ (Lúkas 7:16) Þessi maður dó einnig um síðir. The New International Dictionary of New Testament Theology segir um þessi kraftaverk: „Þeir sem Kristur reisti upp meðan hann þjónaði hér á jörð urðu að deyja síðar því að upprisa þeirra veitti þeim ekki ódauðleika.“

8 Hvers vegna vakti Jesús þessa einstaklinga upp frá dauðum? Ekki til að veita þeim eilíft líf á þeim tíma heldur til að sýna fram á að hann væri Messías og sýna fram á hvað Guð hafði gefið honum mátt til að gera. Það byggði upp trú á vonir manna á upprisu og eilíft líf undir stjórn hins komandi, himneska ríkis Guðs í höndum Krists. — Matteus 6:9, 10; Jóhannes 11:41, 42.

9. Hvaða réttan skilning höfðu Marta og Páll á kenningunni um upprisuvonina?

9 Af samskiptum sínum við Jesú var Mörtu kunnugt um þessa von því hún hafði áður sagt við hann um Lasarus: „Ég veit, að hann rís upp í upprisunni á efsta degi.“ (Jóhannes 11:24) Hún vissi að upprisan yrði ekki á efsta degi hans (Lasarusar) heldur í framtíðinni, „á efsta degi“ — dómsdegi er hinir dánu yrðu reistir upp undir stjórn Guðsríkis. Páll postuli vissi þetta líka því hann sagði: „[Guð] hefur sett dag, er hann mun láta mann, sem hann hefur fyrirhugað, dæma heimsbyggðina með réttvísi.“ (Postulasagan 17:31) Páll sagði enn fremur að ‚upp myndu rísa bæði réttlátir og ranglátir.‘ (Postulasagan 24:15) Hann sagði ekki að upprisan ætti sér þegar stað heldur ‚mundi‘ verða í framtíðinni — undir stjórn Guðsríkis.

10. Hvað segir franskur prófessor um skilning kristna heimsins á upprisunni í samanburði við hinar skýru kenningar Biblíunnar?

10 Í bókinni Immortalité de l’âme ou Résurrection des morts? (Ódauðleiki sálarinnar eða upprisa dauðra?) segir franski mótmælendaprófessorinn Oskar Cullmann: „Það er grundvallarmunur á upprisuvon kristinna manna og hinni grísku trú á ódauðleika sálarinnar. . . . Enda þótt kristnin hafi síðar meir tengt þessar tvær trúarhugmyndir og kristnir leikmenn nú á dögum rugli þeim algerlega saman, sé ég enga ástæðu til að fara dult með það sem þorri fræðimanna álítur vera sannleikann. . . . Líf og hugsanaheimur Nýjatestamentisins stjórnast algerlega af trúnni á upprisuna. . . . Maðurinn allur, sem er í raun og veru dáinn, er vakinn aftur til lífs með nýrri sköpunarathöfn Guðs.“

Upprisan — hvar?

11, 12. (a) Hver er tilgangur Guðs með mennina á jörðinni? (b) Hvernig sýndi Jesús fram á að tilgangur Guðs með jörðina hefur ekki breyst?

11 Er Guð skapaði manninn gaf hann honum jörðina sem eilíft heimili og sá var tilgangur hans að fylla jörðina réttlátu mannkyni. (1. Mósebók 1:26-28; Sálmur 115:16) Biblían segir að Jehóva sé „sá er jörðina hefir myndað og hana til búið, hann, sem hefir grundvallað hana og hefir eigi skapað hana til þess, að hún væri auðn, heldur myndað hana svo, að hún væri byggileg.“ — Jesaja 45:18.

12 Þrátt fyrir ófullkomleika og dauða um þúsundir ára frá uppreisn mannsins er það enn tilgangur Guðs að jörðin verði eilíft heimili manna: „Hinir réttlátu fá landið til eignar og búa í því um aldur.“ (Sálmur 37:29) „Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa.“ (Matteus 5:5) Þegar því Jesús vakti látna aftur til lífs reisti hann þá upp hér á jörðinni og aðrir vissu þegar í stað að þessir einstaklingar höfðu verið dánir. Þetta staðfesti að undir stjórn Guðsríkis yrðu hinir dánu vaktir upp til lífs á jörð og öðluðust tækifæri til að lifa á henni að eilífu. (Opinberunarbókin 20:12, 13) Þá mun rætast tilgangur Guðs með mennina og jörðina. — Jesaja 46:9-11; 55:11; Títusarbréfið 1:1, 2.

13. Í hvaða ógöngum eru kirkjur kristna heimsins og hvernig reyna þær að komast út úr þeim?

13 Trúin á ódauðleika sálarinnar setur kirkjur kristna heimsins í vanda: Hvernig geta þær samræmt upprisu ‚alls mannsins,‘ eins og Jesús gaf dæmi um, og þá trú sína að til sé ódauðleg sál á himnum eða í helvíti? The Catholic Encyclopedia staðhæfir: „Fjórða Lateranþingið kennir að allir menn, hvort heldur útvaldir eða útskúfaðir, ‚muni rísa aftur í sínum eigin líkama sem þeir nú bera.‘ Hún bætir við: „Þar eð líkaminn er hluttakandi í glæpum sálarinnar og félagi í dyggðum hennar virðist réttlæti Guðs krefjast þess að líkaminn fái hlut í refsingu sálarinnar og umbun.“ Samkvæmt þessari kenningu á líkaminn að sameinast sálinni aftur á himnum eða í helvíti. Hve lengi? „Upprisnum líkömum, bæði heilagra manna og syndara, verður gefinn ódauðleiki,“ staðhæfir þessi fræðibók.

14. Hvernig reynir jesúíti að útskýra hugmyndir kristna heimsins um upprisu mannslíkamans?

14 Í bókinni The Future Life eftir jesúítann J. C. Sasia lesum við: „Lífið á himnum verður því unaðslegt líf vegna þess að skilningarvitin [líkamans sem hefur sameinast sálinni á ný] hafa verið gerð dýrleg.“ Í sama riti segir um líkama sem sameinast hafa sálinni í helvíti: „Eftir upprisuna [líkamans] í helvíti skal sérhvert skilningarvit mannslíkamans hljóta sína sérstöku refsingu . . . Einkum mun snertiskynið taka út refsingu því það er sérstaklega vegna synda holdsins sem hinir útskúfuðu hafa móðgað Guð. . . . Sameining þeirra við líkamann mun hafa í för með sér auknar kvalir og þjáningar þeirra.“

15. Hvers vegna er það guðlast að kenna að Guð kvelji menn að eilífu í helvíti?

15 Með því að taka upp á arma sína hina heiðnu hugmynd um ódauðleika sálarinnar var kristni heimurinn opinn fyrir því að tileinka sér einnig hina heiðnu hugmynd um ólýsanlega kvöl sálna — og jafnvel líkama — í eilífum vítiseldi. Samt sem áður sagði Jehóva um hina fornu iðju að brenna börn sem fórn til falsguða: „[Þeir] brenna sonu sína í eldi sem brennifórn Baal til handa, sem ég hef hvorki skipað né mælt svo fyrir og mér hefir aldrei til hugar komið.“ (Jeremía 19:5) Það er því hreint guðlast að kenna að Guð kvelji fólk að eilífu úr því að orð hans sýnir berlega að iðrunarlausum syndurum verði tortímt, þeir verði afmáðir. „Sérhverri sál, sem hlýðir ekki á þennan spámann [Jesú], verður gereytt.“ — Postulasagan 3:23, NW; sjá einnig Matteus 10:28; Lúkas 17:27; Jóhannes 3:16; 2. Pétursbréf 2:12; Júdasarbréfið 5.

Ódauðleiki

16. Hvað kennir Biblían um ódauðleika?

16 En kennir ekki Biblían að menn verði teknir til himna og hljóti þar ódauðleika? Jú, hún gerir það. Það á hins vegar ekkert skylt við ódauðlega sál. Ódauðleiki er afleiðing þess að einstaklingur er reistur upp sem andleg sköpunarvera (líkt og Jesús), ekki því að hann hafi ódauðlega sál sem lifi af líkamsdauðann. Ódauðleiki var umbun sem nokkrir trúfastir, kristnir menn áttu í vændum í framtíðinni. Hann yrði að veruleika er Kristur kæmi sem konungur Guðsríkis á himnum, ekki strax eftir uppstigningu hans til himna á fyrstu öld. — Sálmur 110:1; 1. Korintubréf 15:53, 54.

17. Hvernig munu margir öðlast ódauðleika og hvaða hlutverki gegna þeir í tilgangi Guðs með jörðina?

17 Tiltölulega fáir menn á jörð áttu að hljóta þessa von. Jesús kallaði þá „litla hjörð.“ (Lúkas 12:32) Þessi hópur, sem telur 144.000 einstaklinga, fær upprisu til lífs sem ódauðlegar andaverur er eiga að ríkja yfir jörðinni með Kristi í ríkinu á himnum. (2. Pétursbréf 3:13; Opinberunarbókin 7:4; 14:1, 4; 20:4) Jörðin, sem þeir ríkja yfir, verður byggð mönnum sem hlotið hafa fullkomleika, vafalaust milljörðum manna. Margir þeirra munu hafa dáið en risið upp í ‚upprisu bæði réttlátra og ranglátra.‘ (Postulasagan 24:15) En aðrir munu hljóta líf í hinum nýja heimi auk þeirra sem fá upprisu frá dauðum. Hverjir eru það?

„Aldrei að eilífu deyja“

18. Hvaða ótrúlega spá bar Jesús fram auk vonarinnar um upprisu?

18 Þótt upprisan sé hin örugga von þeirra sem dánir eru veitist mönnum önnur dásamleg von á okkar tímum. Hún tengist því er Jesús sagði Mörtu. Eftir að hann hafði sagt: „Sá sem trúir á mig, mun lifa [það er að segja lifna í upprisunni], þótt hann deyi,“ bætti hann við: „Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja.“ (Jóhannes 11:25, 26) Með þessum orðum sagði Jesús fyrir að sá tími kæmi er lifandi menn myndu aldrei þurfa að deyja! En hvenær átti það að gerast?

19. (a) Á hvaða tímabili munu verða uppi menn sem þurfa aldrei að deyja? (b) Hvernig lýsir Biblían þeim sem eiga von um að þurfa aldrei að deyja?

19 Þetta loforð á að uppfyllast núna á okkar tímum! Öll sönnunargögn benda til að endalok þessa illa heims séu mjög nálæg. (Matteus 24:3-14; 2. Tímóteusarbréf 3:1-5, 13) Nútímamenn, sem iðka trú á Guð og son hans, eiga því þá hrífandi von að lifa af endalok þessa heimskerfis og halda áfram að lifa inn í nýjan heim Guðs — og þurfa aldrei að deyja! Talað er um þá í Opinberunarbókinni 7:9, 14 sem ‚mikinn múg, sem enginn gat tölu á komið, af alls kyns fólki og kynkvíslum og lýðum og tungum. . . . Þeir koma úr þrengingunni miklu‘ undir verndarhendi Guðs vegna þess að þeir hafa iðkað trú. Jesús talaði um væntanlega eyðingu þessa núverandi illa heimskerfis sem ‚mikla þrengingu er engin hefði þvílík verið frá upphafi heims og allt til þessa og myndi aldrei verða.‘ — Matteus 24:21; sjá einnig Orðskviðina 2:21, 22; Sálm 37:10, 11, 34.

20, 21. Hvernig iðka milljónir manna trú á Guð og Krist og hvers munu margir þeirra ekki þarnast?

20 Út um allan heim eru milljónir manna af hinum mikla múgi sem þrá að lifa eilíflega á jörð og iðka nú þegar trú á fyrirheit Guðs og á hann sem Guð hefur gefið vald til að vera „upprisan og lífið,“ Jesú Krist. Þeir hafa vígt sig Guði og gefið tákn um vígslu sína með vatnsskírn. (Matteus 28:19, 20) Þeir viðurkenna að þeir eiga hjálpræði sitt að öllu leyti að þakka „Guði . . . sem í hásætinu situr, og lambinu,“ Jesú Kristi. — Opinberunarbókin 7:10.

21 Þeir af hinum mikla múgi, sem lifa af endalok þessa heims, munu ekki þurfa á að halda upprisu frá dauðum vegna þess að þeir munu „aldrei að eilífu deyja“! Ert þú að stíga markviss skref til að vera í þessum hópi? Ef svo er standa þér opin undraverð og einstæð sérréttindi — þau að lifa af endalok hins illa heims Satans og fá að ganga inn í réttlátan nýjan heim þar sem verður fullkomin heilsa og eilíft líf í paradís á jörð! (Lúkas 23:43; Opinberunarbókin 21:4, 5) Með því að læra hver er vilji Guðs og halda áfram að gera hann getur þú sýnt að þú ert ekki þess konar maður sem ‚skýtur þér undan og glatast.‘ Þú getur líka ‚trúað og frelsast.‘ — Hebreabréfið 10:39; 1. Jóhannesarbréf 2:15-17; Opinberunarbókin 7:15.

Upprifjun

◻ Hver er von hinna dánu?

◻ Hvers vegna er trú kristna heimsins á upprisu líkamans móðgun við Guð?

◻ Hvað kennir Biblían um ódauðleika?

◻ Hvaða einstæða von geta nútímamenn borið í brjósti?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila