Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Örugg von látinna
    Þegar ástvinur deyr
    • Viðbrögð Jesú við dauða Lasarusar sýna okkur mjög blíðlega hlið á syni Guðs. Hinar djúpu tilfinningar hans við þetta tækifæri gefa skýrt til kynna brennandi löngun hans til að reisa upp dána. Við lesum: „María kom þangað, sem Jesús var, og er hún sá hann, féll hún honum til fóta og sagði við hann: ‚Herra, ef þú hefðir verið hér, væri bróðir minn ekki dáinn.‘ Þegar Jesús sá hana gráta og Gyðingana gráta, sem með henni komu, komst hann við í anda og varð hrærður mjög og sagði: ‚Hvar hafið þér lagt hann?‘ Þeir sögðu: ‚Herra, kom þú og sjá.‘ Þá grét Jesús. Gyðingar sögðu: ‚Sjá, hversu hann hefur elskað hann!‘“ — Jóhannes 11:32-36.

      Innilegri samúð Jesú er hér lýst með þrenns konar orðalagi: Hann ‚komst við‘, „varð hrærður mjög“ og „grét“. Orðin, sem eru á frummálinu notuð til að segja frá þessum hjartnæma atburði, gefa til kynna að Jesús hafi verið svo djúpt snortinn vegna dauða hins ástkæra vinar síns, Lasarusar, og að sjá systur Lasarusar gráta, að augu hans flóðu í tárum.a

      Það sem er svo eftirtektarvert er að Jesús hafði áður reist tvo einstaklinga upp frá dauðum og hann ætlaði sér sannarlega að gera það sama við Lasarus. (Jóhannes 11:11, 23, 25) Samt „grét“ hann. Það er því ekki eins og vanaverk fyrir Jesú að vekja menn upp til lífs. Blíðar og djúpar tilfinningar hans, sem birtust við þetta tækifæri, bera glögglega vitni um brennandi löngun hans til að bæta að fullu það tjón sem dauðinn hefur valdið.

      Blíðar tilfinningar Jesú, þegar hann reisti Lasarus upp frá dauðum, endurspegluðu brennandi löngun hans til að bæta að fullu það tjón sem dauðinn hefur valdið.

  • Örugg von látinna
    Þegar ástvinur deyr
    • a Gríska orðið, sem þýtt er „komst við“, er af sagnorði (embrimaomai) sem merkir að vera sárlega eða djúpt snortinn. Biblíufræðingur segir: „Hér getur það aðeins merkt að Jesús hafi verið gripinn svo djúpstæðum tilfinningum að ósjálfráð stuna hafi komið frá hjarta hans.“ Orðið, sem þýtt er „hrærður“, er komið af grísku orði (tarasso) sem lýsir geðshræringu. Að sögn orðabókar þýðir það „að valda manni innra uppnámi, . . . að valda miklum sársauka eða sorg“. Orðið „grét“ er komið af grísku sagnorði (dakryo) sem þýðir „að tárfella, gráta í hljóði“.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila