Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Jehóva elskar þá sem „bera ávöxt með stöðuglyndi“
    Varðturninn (námsútgáfa) – 2018 | maí
    • 7. (a) Hver er „vínyrkinn“ í dæmisögunni, „vínviðurinn“ og „greinarnar“? (b) Við hvaða spurningu viljum við finna svar?

      7 Lestu Jóhannes 15:1-5, 8. Taktu eftir að Jesús sagði við postulana: „Með því vegsamast faðir minn að þér berið mikinn ávöxt og verðið lærisveinar mínir.“ Jesús líkir Jehóva við ,vínyrkjann‘, sjálfum sér við ,hinn sanna vínvið‘ og lærisveinum sínum við „greinarnar“.b En hver er ávöxturinn sem fylgjendur Krists eiga að bera? Í þessari dæmisögu segir Jesús ekki beint hver ávöxturinn er en gefur þó mikilvæga vísbendingu um það.

      8. (a) Hvers vegna getur ávöxturinn í dæmisögunni ekki átt við nýja lærisveina? (b) Hvað einkennir kröfur Jehóva?

      8 Jesús sagði um föður sinn: „Hverja þá grein á mér sem ber ekki ávöxt sníður hann af.“ Með öðrum orðum lítur Jehóva á okkur sem þjóna sína aðeins ef við berum ávöxt. (Matt. 13:23; 21:43) Ávöxturinn í þessari dæmisögu, sem allir kristnir menn verða að bera, getur því ekki átt við nýja lærisveina sem við fáum að leiða inn til sannleikans. (Matt. 28:19) Annars væru trúfastir vottar á svæðum þar sem fáir sýna áhuga og ekki tekst að gera neina að lærisveinum eins og greinarnar í dæmisögu Jesú sem báru engan ávöxt. En það getur ekki verið. Hvers vegna? Vegna þess að við getum ekki neytt fólk til að verða lærisveinar og það gengi í berhögg við kærleika Jehóva ef hann hafnaði þjónum sínum vegna aðstæðna sem þeir ráða ekki við. Jehóva biður okkur aldrei um að gera neitt sem við getum ekki. – 5. Mós. 30:11-14.

      9. (a) Hvað þurfum við að gera til að „bera ávöxt“? (b) Hvaða dæmisögu ætlum við að skoða næst?

      9 Hver er þá ávöxturinn sem við verðum að bera? Hann hlýtur að vera eitthvað sem við getum öll gert. Hvaða starf hefur Jehóva falið öllum þjónum sínum? Að boða fagnaðarerindið um ríki Guðs.c (Matt. 24:14) Skoðum aðra dæmisögu Jesú sem staðfestir það – dæmisöguna um sáðmanninn.

  • Jehóva elskar þá sem „bera ávöxt með stöðuglyndi“
    Varðturninn (námsútgáfa) – 2018 | maí
    • b Þó að greinarnar í þessari dæmisögu tákni þá sem eiga himneska von geta allir þjónar Guðs dregið lærdóm af henni.

      c Orðalagið að „bera ávöxt“ á einnig við um að rækta með sér ,ávöxt andans‘ en í þessari grein og þeirri næstu beinum við athyglinni að ,ávexti vara‘ okkar, það er að segja boðun Guðsríkis. – Gal. 5:22, 23; Hebr. 13:15.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila