-
Hvað þýðir það að vera hlutlaus?Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
-
-
KAFLI 45
Hvað þýðir það að vera hlutlaus?
Jesús sagði að fylgjendur hans ættu ‚ekki að tilheyra heiminum‘. (Jóhannes 15:19) Það þýðir að vera hlutlaus, eða taka ekki þátt í stjórnmálum eða stríðum. Það er auðvitað ekki alltaf auðvelt að vera hlutlaus. Fólk gerir kannski grín að okkur fyrir það. Hvernig getum við varðveitt hlutleysi okkar og verið Jehóva Guði trú?
1. Hvernig líta þjónar Guðs á stjórnir manna?
Við virðum yfirvöld. Við gerum eins og Jesús sagði og ‚gjöldum keisaranum það sem tilheyrir keisaranum‘. (Markús 12:17) Það þýðir að við hlýðum landslögum. Þess vegna borgum við skatta. Biblían kennir að mennskar stjórnir séu aðeins við völd vegna þess að Jehóva leyfir þeim að ríkja. (Rómverjabréfið 13:1) Við gerum okkur grein fyrir að stjórnir manna hafa aðeins takmarkað vald. Við treystum á Guð og himneska stjórn hans til að leysa vandamál mannkynsins.
2. Hvernig getum við sýnt að við erum hlutlaus?
Rétt eins og Jesús blöndum við okkur ekki í stjórnmál. Þegar fólk varð vitni að einu af kraftaverkum Jesú reyndi það að gera hann að konungi en hann leyfði því það ekki. (Jóhannes 6:15) Hann sagði síðar: „Ríki mitt tilheyrir ekki þessum heimi.“ (Jóhannes 18:36) Sem lærisveinar Jesú sýnum við á ýmsa vegu að við erum hlutlaus. Við förum til dæmis ekki í stríð. (Lestu Míka 4:3.) Þó að við virðum þjóðartákn – eins og fána – hyllum við þau ekki. (1. Jóhannesarbréf 5:21) Og við tökum ekki afstöðu með eða á móti neinum stjórnmálaflokki eða frambjóðanda. Meðal annars á þessa vegu sýnum við að við styðjum ríki Guðs í einu og öllu.
KAFAÐU DÝPRA
Skoðaðu aðstæður sem geta reynt á hlutleysi okkar og hvernig þú getur tekið ákvarðanir sem gleðja Jehóva.
3. Sannkristnir menn eru hlutlausir
Við fylgjum fordæmi Jesú og fylgjenda hans. Lesið Rómverjabréfið 13:1, 5–7 og 1. Pétursbréf 2:13, 14. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvers vegna ættum við að virða veraldleg yfirvöld?
Hvernig getum við sýnt að við erum þeim undirgefin?
Sumar þjóðir segjast á stríðstímum vera hlutlausar en styðja í raun báða stríðandi aðila. Hvað felur það í rauninni í sér að vera hlutlaus? Lesið Jóhannes 17:16. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvað felur hlutleysi í sér?
Hvað ef veraldleg yfirvöld krefjast einhvers sem stangast á við lög Guðs? Lesið Postulasöguna 5:28, 29. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvaða lögum ættum við að hlýða ef lög Guðs og lög manna stangast á?
Geturðu séð fyrir þér einhverjar aðstæður þar sem þjónar Jehóva myndu ekki hlýða veraldlegum yfirvöldum?
4. Vertu hlutlaus bæði í hugsun og verki
Lesið 1. Jóhannesarbréf 5:21. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvers vegna ákvað Ayenge að ganga ekki í stjórnmálaflokkinn eða taka þátt í þjóðernissinnuðum athöfnum eins og að hylla fánann?
Finnst þér hann hafa tekið skynsamlega ákvörðun?
Hvaða aðrar aðstæður geta reynt á hlutleysi okkar? Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvernig getum við verið hlutlaus í sambandi við íþróttaviðburði þar sem þjóðir keppa?
Hvernig getum við viðhaldið hlutleysi okkar jafnvel þegar ákvarðanir stjórnmálamanna hafa áhrif á okkur persónulega?
Hvernig geta fréttirnar og þeir sem við umgöngumst gert okkur erfiðara fyrir að vera hlutlaus?
Á hvaða sviðum verðum við að vera hlutlaus í hugsun og verki?
EINHVER GÆTI SPURT: „Af hverju styður þú engan stjórnmálaflokk?“
Hvernig myndirðu svara því?
SAMANTEKT
Þjónar Jehóva leggja sig fram um að vera hlutlausir í hugsun, orði og verki þegar kemur að stjórnmálum.
Upprifjun
Hvernig ættum við að líta á yfirvöld?
Hvers vegna erum við hlutlaus í stjórnmálum?
Hvaða aðstæður geta reynt á hlutleysi okkar?
KANNAÐU
Hvaða fórnir gætum við þurft að færa til að varðveita hlutleysi okkar?
Hvernig geta fjölskyldur búið sig undir aðstæður sem reyna á hlutleysi þeirra?
Sumum finnst það að verja land sitt vera mesti heiður sem maður getur fengið. Er það rétt?
Hugleiddu hvernig þú getir sýnt að þú tilheyrir ekki heiminum þegar þú velur þér vinnu.
„Sérhver mun verða að bera sína byrði“ (Varðturninn 1. maí 2006)
-
-
Þú getur staðist ofsóknirVon um bjarta framtíð – biblíunámskeið
-
-
Allir þjónar Jehóva þurfa fyrr eða síðar að þola andstöðu eða ofsóknir. Ætti það að hræða okkur?
1. Hvers vegna gerum við ráð fyrir að verða ofsótt?
Biblían segir skýrt: „Allir sem vilja lifa guðrækilegu lífi sem lærisveinar Krists Jesú verða ofsóttir.“ (2. Tímóteusarbréf 3:12) Jesús var ofsóttur vegna þess að hann tilheyrði ekki heimi Satans. Við tilheyrum ekki heldur þessum heimi svo að það ætti ekki að koma okkur á óvart þegar yfirvöld og trúarstofnanir þessa heims ofsækja okkur. – Jóhannes 15:18, 19.
2. Hvernig getum við búið okkur undir ofsóknir?
Við þurfum að styrkja traust okkar til Jehóva núna. Taktu þér tíma á hverjum degi til að tala við hann í bæn og að lesa orð hans. Sæktu samkomur reglulega. Það gefur þér þann styrk sem þú þarft til að takast hugrakkur á við allar prófraunir, jafnvel þó að þær komi frá fjölskyldunni. Páll postuli var oft ofsóttur. Hann skrifaði: „Jehóva hjálpar mér, ég óttast ekki neitt.“ – Hebreabréfið 13:6.
Við getum líka eflt kjarkinn með því að boða trúna reglulega. Þegar við boðum trúna lærum við að treysta Jehóva og það hjálpar okkur að sigrast á ótta við menn. (Orðskviðirnir 29:25) Ef þú byggir upp kjark til að boða trúna núna verðurðu vel undir það búinn að halda því áfram þó að stjórnvöld leggi hömlur á starfsemi okkar. – 1. Þessaloníkubréf 2:2.
3. Hvað gott hlýst af því að þola ofsóknir?
Við höfum að sjálfsögðu ekki ánægju af því að vera ofsótt. En ef við höldum trúföst út verður trú okkar sterkari. Við verðum nánari Jehóva vegna þess að við finnum hvernig hann hjálpar okkur þegar við erum alveg að bugast. (Lestu Jakobsbréfið 1:2–4.) Það særir Jehóva að sjá okkur þjást, en það gleður hann að sjá okkur halda út. Biblían segir: „Sé það vegna góðra verka sem þið þjáist með þolgæði þá er það Guði þóknanlegt.“ (1. Pétursbréf 2:20) Jehóva launar þeim sem halda trúfastir út með eilífu lífi í nýja heiminum. Þar mætir enginn andstöðu fyrir að þjóna Jehóva. – Matteus 24:13.
KAFAÐU DÝPRA
Skoðaðu hvernig er hægt að vera Jehóva trúr þrátt fyrir ofsóknir og hvers vegna það borgar sig.
4. Þú getur staðist andstöðu frá fjölskyldunni
Jesús var raunsær og sagði að fjölskylda okkar myndi ekki endilega styðja okkur ef við veldum að þjóna Jehóva. Lesið Matteus 10:34–36 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvernig getur fjölskyldan brugðist við þegar maður ákveður að þjóna Jehóva?
Spilið MYNDBANDIÐ til að sjá dæmi um það og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvað myndirðu gera ef vinur eða ættingi reyndi að fá þig til að hætta að þjóna Jehóva?
Lesið Sálm 27:10 og Markús 10:29, 30. Ræðið eftirfarandi spurningu eftir hvorn ritningarstað fyrir sig:
Hvernig getur þetta loforð hjálpað þér ef þú stendur frammi fyrir andstöðu frá fjölskyldu eða vinum?
5. Haltu áfram að þjóna Jehóva þrátt fyrir ofsóknir
Það kostar hugrekki að þjóna Jehóva þegar aðrir reyna að koma í veg fyrir að við gerum það. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvað í myndbandinu finnst þér styrkjandi?
Lesið Postulasöguna 5:27–29 og Hebreabréfið 10:24, 25. Ræðið eftirfarandi spurningu eftir hvorn ritningarstað fyrir sig:
Hvers vegna er mjög mikilvægt að halda áfram að tilbiðja Jehóva þó að það séu settar hömlur á boðun okkar eða samkomur?
6. Jehóva hjálpar þér að halda út
Vottar Jehóva um allan heim, bæði ungir og gamlir, hafa haldið áfram að þjóna Jehóva trúfastir í ofsóknum. Spilið MYNDBANDIÐ til að sjá hvað hjálpaði nokkrum þeirra. Ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvað hjálpaði vottunum í myndbandinu að halda út?
Lesið Rómverjabréfið 8:35, 37–39 og Filippíbréfið 4:13. Ræðið eftirfarandi spurningu eftir hvorn ritningarstað fyrir sig:
Hvernig fullvissar þessi ritningarstaður þig um að þú getir haldið út í hvaða prófraun sem er?
Lesið Matteus 5:10–12 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvers vegna geturðu verið hamingjusamur þrátt fyrir ofsóknir?
Milljónir votta Jehóva hafa haldið áfram að þjóna honum trúfastlega þrátt fyrir andstöðu. Þú getur það líka!
SUMIR SEGJA: „Ég gæti aldrei staðist ofsóknir.“
Hvaða biblíuvers gætu fullvissað þá um að þeir geti staðist?
SAMANTEKT
Jehóva metur mikils að við reynum að þjóna honum þrátt fyrir ofsóknir. Við getum staðist þær með hjálp hans.
Upprifjun
Hvers vegna ættum við að búast við ofsóknum?
Hvernig geturðu búið þig undir ofsóknir núna?
Hvað getur styrkt traust þitt á að þú getir haldið áfram að þjóna Jehóva í hvaða prófraunum sem er?
KANNAÐU
Horfðu á ungan bróður segja frá því hvernig Jehóva hjálpaði honum að halda út þegar hann var settur í fangelsi fyrir hlutleysi sitt.
Sjáðu hvað hjálpaði hjónum að þjóna Jehóva trúföst í mörg ár þrátt fyrir andstöðu.
Lestu um hvernig þú getur sýnt hugrekki í ofsóknum.
Hvernig getum við tekist á við andstöðu frá fjölskyldunni?
„Sannleikurinn ‚færir ekki frið heldur veldur sundrungu‘“ (Varðturninn október 2017)
-