-
Andi Jehóva leiðir þjóna hansVarðturninn – 1993 | 1. mars
-
-
Hvernig andinn hjálpar
9. (a) Hvernig þjónar heilagur andi sem ‚hjálpari‘? (b) Hvernig vitum við að heilagur andi er ekki persóna? (Sjá neðanmálsathugasemd.)
9 Jesús Kristur kallaði heilagan anda „hjálpara.“ Til dæmis sagði hann fylgjendum sínum: „Ég mun biðja föðurinn, og hann mun gefa yður annan hjálpara, að hann sé hjá yður að eilífu, anda sannleikans, sem heimurinn getur ekki tekið á móti, því hann sér hann ekki né þekkir. Þér þekkið hann, því hann er hjá yður og verður í yður.“ Meðal annars átti þessi ‚hjálpari‘ að kenna þeim því að Kristur lofaði: „En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður.“ Andinn myndi einnig bera vitni um Krist og hann fullvissaði lærisveina sína: „Það er yður til góðs, að ég fari burt, því ef ég fer ekki, kemur hjálparinn ekki til yðar. En ef ég fer, sendi ég hann til yðar.“ — Jóhannes 14:16, 17, 26; 15:26; 16:7.a
10. Á hvaða vegu hefur heilagur andi reynst vera hjálpari?
10 Á hvítasunnudag árið 33 úthellti Jesús heilögum anda yfir fylgjendur sína eins og hann hafði heitið. (Postulasagan 1:4, 5; 2:1-11) Sem hjálpari veitti andinn þeim aukinn skilning á vilja Guðs og tilgangi og opnaði þeim spádómsorð Guðs. (1. Korintubréf 2:10-16; Kólossubréfið 1:9, 10; Hebreabréfið 9:8-10) Þessi hjálpari gaf lærisveinum Jesú einnig kraft til að vera vottar um alla jörðina. (Lúkas 24:49; Postulasagan 1:8; Efesusbréfið 3:5, 6) Nú á dögum getur heilagur andi hjálpað vígðum þjóni Guðs að vaxa í þekkingu ef hann notfærir sér þær andlegu ráðstafanir sem Guð gerir fyrir milligöngu hins ‚trúa og hyggna þjóns.‘ (Matteus 24:45-47) Andi Guðs getur hjálpað þeim með því að gefa þeim það hugrekki og þann styrk sem þarf til að bera vitni sem þjónar Jehóva. (Matteus 10:19, 20; Postulasagan 4:29-31) En heilagur andi hjálpar þjónum Guðs líka á aðra vegu.
-
-
Andi Jehóva leiðir þjóna hansVarðturninn – 1993 | 1. mars
-
-
a Þótt heilagur andi sé persónugerður sem ‚hjálpari‘ er hann ekki persóna því að á grísku stendur fornafnið (hér þýtt „hann“) í hvorugkyni þar sem það á við andann. Þegar viskan er persónugerð eru á samsvarandi hátt notuð um hana fornöfn í kvenkyni á hebresku. (Orðskviðirnir 1:20-33; 8:1-36) Auk þess var heilögum anda „úthellt“ sem ekki er hægt að gera þegar persóna á í hlut. — Postulasagan 2:33.
-