Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • wp21 Nr. 2 bls. 10-12
  • Hvernig getum við fengið að lifa í nýjum heimi?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig getum við fengið að lifa í nýjum heimi?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2021
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • ,KYNNUMST GUÐI‘ TIL AÐ LIFA AF ENDINN
  • LESTU DAGLEGA Í ORÐI GUÐS, BIBLÍUNNI
  • BIDDU GUÐ UM HJÁLP
  • Hvað hefur Guð gert?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2019
  • Hvernig er hægt að fá eilíft líf?
    Biblíuspurningar og svör
  • Þú getur búið í friðsælum nýjum heimi Guðs
    Lærum af kennaranum mikla
  • Hvers vegna þurfti Jesús að þjást og deyja?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2016
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2021
wp21 Nr. 2 bls. 10-12

Hvernig getum við fengið að lifa í nýjum heimi?

Í greinunum á undan höfum við séð að Guð ætlar bráðlega að binda enda á óguðlegt samfélag manna og öll vandamál þess. Við getum treyst að það gerist vegna þess að í Biblíunni, orði Guðs, er þetta loforð:

„Heimurinn líður undir lok.“ – 1. JÓHANNESARBRÉF 2:17.

Við getum verið viss um að einhverjir lifi af vegna þess að biblíuversið lofar einnig:

„Sá sem gerir vilja Guðs lifir að eilífu.“

Til að lifa af þurfum við því að gera vilja Guðs. Og til að vita hver vilji Guðs er þurfum við að kynnast honum.

,KYNNUMST GUÐI‘ TIL AÐ LIFA AF ENDINN

Myndir: 1. Hjúkrunarkona situr á gólfinu á spítala, úrvinda og buguð. 2. Hún tekur pásu í kaffiteríu og sér að samstarfskona hennar er að lesa blað og er ánægð. 3. Samstarfskonan les fyrir hana biblíuvers og gefur henni jw.org nafnspjald.

Jesús sagði: „Til að hljóta eilíft líf þurfa þeir að kynnast þér, hinum eina sanna Guði.“ (Jóhannes 17:3) Við verðum að ,kynnast Guði‘ til að komast í gegnum endinn og lifa að eilífu. Það felur mun meira í sér en að vita að Guð er til eða þekkja fáeinar staðreyndir um hann. Við þurfum að vera vinir hans. Við verðum að verja tíma með vinum okkar til að vináttan dafni. Það sama á við um vináttu við Guð. Skoðum nokkur mikilvæg sannindi Biblíunnar sem hjálpa okkur að rækta og viðhalda vináttusambandi við Guð.

Sannindi sem við lærum af Biblíunni

Hjúkrunarkonan skoðar vefsíðuna jw.org heima hjá sér.

Við lærum að Guð ætlaði okkur að lifa í paradís.

Hann skapaði fyrstu mennina, Adam og Evu, og setti þau í fallegan garð sem var kallaður Eden. Þau voru fullkomin og Guð gaf þeim allt sem þau þurftu til að lifa hamingjuríku lífi. Þau hefðu getað lifað að eilífu. Þau hefðu aldrei dáið ef þau hefðu viðhaldið vináttu sinni við Guð. En þau völdu að óhlýðnast einföldu boði frá Guði.

Við lærum hvers vegna við þurfum að þola erfiðleika.

Adam missti möguleikann á eilífu lífi, bæði fyrir sjálfan sig og allt mannkynið, með því að óhlýðnast Guði. Biblían útskýrir: „Syndin kom inn í heiminn með einum manni og dauðinn með syndinni. Þannig barst dauðinn til allra manna.“ (Rómverjabréfið 5:12) Börn geta erft galla frá foreldrum sínum. Á sama hátt erfðu allir afkomendur Adams ófullkomleikann frá honum. Þar af leiðandi eldumst við og deyjum.

Við lærum hvað Guð hefur nú þegar gert til að hjálpa okkur.

Biblían segir: „Guð elskaði heiminn svo heitt að hann gaf einkason sinn til þess að þeir sem trúa á hann farist ekki heldur hljóti eilíft líf.“ (Jóhannes 3:16) Guð sendi Jesú til jarðarinnar til að gefa líf sitt fyrir okkur. Prabhakar, 86 ára indverskur maður, sagði um þetta kærleiksverk: „Það sýnir hve heitt Jehóvaa elskar mig. Kærleikur hans hefur gefið mér von um að lifa að eilífu.“

Við lærum hvernig við getum sýnt þakklæti fyrir það sem Guð hefur gert fyrir okkur.

Í Biblíunni segir að við getum sýnt þakklæti fyrir það sem Guð hefur gert fyrir okkur með því „að fylgja boðorðum hans“. (1. Jóhannesarbréf 2:3) Jehóva Guð sýnir okkur á kærleiksríkan hátt hvernig við getum notið lífsins núna. (Jesaja 48:17, 18) Guð vill ekki að við þjáumst. Hann lofar okkur að við getum bæði notið lífsins núna og fengið að lifa að eilífu ef við fylgjum fyrirmælum hans.

LESTU DAGLEGA Í ORÐI GUÐS, BIBLÍUNNI

Hjúkrunarkonan horfir til himins eftir að hafa lesið í Biblíunni úti í hádegishléinu.

Þú getur lifað af endi þessa heims með því að biðja Guð um hjálp og gera vilja hans.

Við borðum reglulega til að viðhalda í okkur lífinu. En Jesús sagði: „Maðurinn lifir ekki aðeins á brauði heldur á hverju orði sem kemur af munni Jehóva.“ – Matteus 4:4.

Nú á dögum finnum við orð Jehóva í Biblíunni. Þegar þú rannsakar þessa heilögu bók lærirðu hvað Guð hefur gert í fortíðinni, hvað hann er að gera núna og hvað hann ætlar að gera í framtíðinni.

BIDDU GUÐ UM HJÁLP

Hvað geturðu gert ef þig langar til að fylgja leiðsögn Guðs en finnst erfitt að hætta að gera það sem hann segir að sé rangt? Ef svo er hjálpar það þér að kynnast Guði vel.

Tökum sem dæmi konu, sem við skulum kalla Söndru, en hún lifði siðlausu lífi. Þegar hún fór að kynna sér Biblíuna komst hún að raun um að Guð ætlast til að við ,flýjum kynferðislegt siðleysi‘. (1. Korintubréf 6:18) Hún bað Guð að gefa sér styrk og tókst að hætta að lifa siðlausu lífi. En hún þarf enn þá að berjast við freistingarnar. Hún segir: „Ef ósæmandi hugsanir skjóta upp kollinum tala ég einlæglega við Jehóva í bæn því að ég veit að ég ræð ekki við þetta í eigin mætti. Vegna bænarinnar er ég orðin nánari Jehóva.“ Milljónir manna eru að kynnast Guði líkt og Sandra. Hann gefur þeim þann kraft sem þeir þurfa til að breyta lífi sínu í samræmi við vilja hans. – Filippíbréfið 4:13.

Því betur sem þú þekkir Guð því betur ,þekkir hann þig‘ sem náinn vin. (Galatabréfið 4:9; Sálmur 25:14) Þá geturðu lifað af inn í nýjan heim Guðs. En hvernig verður þessi nýi heimur? Það er útskýrt í næstu grein.

a Jehóva er nafn Guðs samkvæmt frummálum Biblíunnar.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila