Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • „Þú ert kona fríð sýnum“
    Varðturninn (almenn útgáfa) – 2017 | Nr. 3
    • Abraham var mjög spenntur þegar hann kom til Söru. Hann trúði varla því sem hafði gerst. Guð þeirra hafði talað til hans og meira að segja birst honum – án efa fyrir milligöngu engils. Sjáðu Söru fyrir þér þar sem hún horfir spennt á mann sinn og spyr: „Hvað sagði hann við þig? Segðu mér frá!“ Kannski settist Abraham fyrst niður til að jafna sig aðeins og sagði henni síðan hvað Jehóva hefði sagt: „Far þú burt úr landi þínu og frá ættfólki þínu til landsins sem ég mun vísa þér á.“ (Postulasagan 7:2, 3) Þegar þau höfðu komist yfir mesta spenninginn veltu þau fyrir sér verkefninu sem Jehóva hafði gefið þeim. Þau áttu að yfirgefa öryggið og þægindin og búa sem hirðingjar. Hvernig ætli Sara tæki þessu? Abraham hefur vafalaust fylgst vel með viðbrögðum hennar. Væri hún fús að styðja hann í að gera svona afdrifaríkar breytingar?

      Við eigum kannski erfitt með að setja okkur í spor Söru. Þú hugsar ef til vill með þér: „Guð hefur aldrei beðið mig eða maka minn að gera neitt þessu líkt.“ En þurfum við samt ekki öll að taka svipaðar ákvarðanir og hún stóð frammi fyrir? Við búum í heimi þar sem efnishyggja er allsráðandi og ýtt er undir að við látum eigin þægindi, eigur eða öryggistilfinningu hafa forgang. Í Biblíunni erum við aftur á móti hvött til að láta andlegu málin ganga fyrir og þóknast Guði framar okkur sjálfum. (Matteus 6:33) Þegar við hugleiðum það sem Sara gerði gætum við spurt okkur: „Hvaða lífsstefnu ætla ég að taka?“

  • „Þú ert kona fríð sýnum“
    Varðturninn (almenn útgáfa) – 2017 | Nr. 3
    • Hvað með fjölskyldu Söru? Hverja myndi Sara þurfa að kveðja? Guð sagði: „Far þú burt úr landi þínu og frá ættfólki þínu.“ Það gæti hafa reynst henni sérstaklega erfitt. Þessi hlýlega og elskulega kona kann að hafa átt systkini og frændfólk sem henni þótti mög vænt um og sem hún myndi líklega aldrei sjá aftur. Samt sem áður hélt Sara ótrauð áfram, dag eftir dag, að undirbúa för þeirra.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila