Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w10 1.1. bls. 7
  • 4. ranghugmynd: Guð er þríeinn

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • 4. ranghugmynd: Guð er þríeinn
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
  • Svipað efni
  • Ættirðu að trúa þrenningarkenningunni?
    Vaknið! – 2013
  • Hvernig varð þrenningarkenningin til?
    Ættum við að trúa á þrenninguna?
  • Jesús Kristur elskaður sonur Guðs
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
  • Stendur hún skýrum stöfum í Biblíunni?
    Ættum við að trúa á þrenninguna?
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
w10 1.1. bls. 7

4. ranghugmynd: Guð er þríeinn

Hvaðan er þessi hugmynd komin?

„Svo gæti virst sem trúarsetningin um þrenningu hafi, þegar allt kemur til alls, verið fundin upp síðla á fjórðu öld. Þetta er að vissu leyti rétt ... Sú lýsing að ,Guð sé einn í þrem persónum‘ var ekki fastmótuð og alls ekki tekin að fullu upp í kristin lífsviðhorf og trúarjátningu fyrr en undir lok fjórðu aldar.“ – New Catholic Encyclopedia (1967), 14. bindi, bls. 299.

„Kirkjuþingið í Níkeu kom saman 20. maí árið 325. Konstantínus var sjálfur í forsæti, stýrði umræðum og lagði persónulega fram ... hina mikilvægu kennisetningu sem þingið lét frá sér fara og lýsir tengslum Krists við Guð: ,Af sömu veru og faðirinn‘ ... Slíkt var ægivald keisarans að biskuparnir undirrituðu trúarsetninguna, margir þvert gegn sannfæringu sinni. Aðeins tveir undirrituðu ekki.“ – Encyclopædia Britannica (1970), 6. bindi, bls. 386.

Hvað segir í Biblíunni?

„[Stefán] horfði til himins, fullur af heilögum anda og leit dýrð Guðs og Jesú standa til hægri handar Guði og sagði:,Ég sé himnana opna og Mannssoninn standa til hægri handar Guði.‘“ – Postulasagan 7:55, 56.

Hvað má ráða af þessari sýn? Stefán var fullur af starfskrafti Guðs þegar hann sá Jesú „standa til hægri handar Guði“. Ljóst er því að Jesús varð ekki Guð eftir að hann reis upp og fór til himna heldur varð hann sjálfstæð andavera. Í þessari frásögu er ekki minnst á að þriðja persónan sé hjá Guði. Reynt hefur verið að finna vers í Biblíunni sem styðja þá kenningu að Guð sé þríeinn. Dóminíkanapresturinn Marie-Émile Boismard segir hins vegar í bók sinni À l’aube du christianisme – La naissance des dogmes (Við upphaf kristninnar — tilurð trúarsetninga): „Hvergi er hægt að lesa í Nýja testamentinu ... þá fullyrðingu að það séu þrjár persónur í einum Guði.“

Trúarsetningin, sem Konstantínus beitti sér fyrir, átti að gegna því hlutverki að binda enda á deilur innan kirkjunnar á fjórðu öld. Hún varð hins vegar kveikjan að öðru deiluefni: Var María, konan sem fæddi Jesú, „móðir Guðs“?

Berðu saman eftirfarandi biblíuvers: Matteus 26:39; Jóhannes 14:28; 1. Korintubréf 15:27, 28; Kólossubréfið 1:15, 16.

STAÐREYND:

Kenningin um þríeinan Guð var fundin upp síðla á fjórðu öld.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila