Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Líkjum eftir postulum Jesú og verum vökul
    Varðturninn – 2012 | 15. janúar
    • 11, 12. Hvernig og hvers vegna misþyrmdi Heródes kristnum mönnum, þar á meðal Pétri?

      11 Pétur var einn af þessum postulum og hann lærði síðar af reynslunni hve máttug bænin er. (Lestu Postulasöguna 12:1-6.) Í fyrstu versum 12. kafla Postulasögunnar kemur fram að Heródes hafi misþyrmt kristnum mönnum í þeim tilgangi að ávinna sér hylli Gyðinga. Hann vissi eflaust að Jakob var postuli sem hafði verið sérstaklega náinn Jesú. Þess vegna lét Heródes taka Jakob af lífi „með sverði“. (Vers 2) Söfnuðurinn missti þannig elskaðan postula. Þetta hlýtur að hafa verið mikil prófraun fyrir bræðurna.

  • Líkjum eftir postulum Jesú og verum vökul
    Varðturninn – 2012 | 15. janúar
    • 13, 14. (a) Hvernig brást söfnuðurinn við þegar Pétur var fangelsaður? (b) Hvað getum við lært um bænina af trúsystkinum Péturs?

      13 Söfnuðurinn vissi mætavel hvað hann átti að gera. Við lesum í 5. versi: „Sat nú Pétur í fangelsinu en söfnuðurinn bað heitt til Guðs fyrir honum.“ Já, bænir safnaðarmanna fyrir þessum elskaða bróður voru heitar og innilegar. Þeir höfðu ekki sökkt sér niður í örvæntingu þegar Jakob var tekinn af lífi, og þeir hugsuðu ekki sem svo að bænir þeirra hlytu að vera máttlausar. Þeir vissu að bænir trúfastra þjóna Jehóva eru honum mjög mikilvægar. Ef slíkar bænir samræmast vilja hans verður hann við þeim. – Hebr. 13:18, 19; Jak. 5:16.

      14 Hvað má læra af viðbrögðum trúsystkina Péturs? Að halda vöku sinni er ekki aðeins fólgið í því að biðja fyrir sjálfum sér heldur einnig fyrir bræðrum sínum og systrum. (Ef. 6:18) Veist þú af trúsystkinum sem eiga í prófraunum? Sumir eru ef til vill ofsóttir, þurfa að sæta banni af hálfu yfirvalda eða hafa orðið fyrir náttúruhamförum. Væri ekki ráð að biðja innilega fyrir þeim? Þú veist kannski af einhverjum öðrum sem eru að ganga í gegnum þrengingar þótt fáir taki eftir því. Kannski eiga þeir við erfiðleika að stríða í fjölskyldunni, eru niðurdregnir eða glíma við veikindi. Er einhver ákveðinn sem þú gætir hugsað til og nefnt með nafni þegar þú talar við Jehóva, hann sem „heyrir bænir“? – Sálm. 65:3.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila