-
‚Þeir glöddust og voru fullir af heilögum anda‘Vitnum ítarlega um ríki Guðs
-
-
5. Lýstu boðunarferð Barnabasar og Sáls um Kýpur.
5 Barnabas og Sál gengu til Selevkíu, hafnarborgar nálægt Antíokkíu, og sigldu þaðan til Kýpur sem var um 200 kílómetra leið.d Barnabas var frá Kýpur og var eflaust spenntur að boða fagnaðarboðskapinn á heimaslóðum sínum. Þegar þeir komu til borgarinnar Salamis á austurströnd eyjarinnar voru þeir fljótir að hefjast handa. Þeir fóru strax „að boða orð Guðs í samkunduhúsum Gyðinga“.e (Post. 13:5) Barnabas og Sál fóru um eyjuna endilanga og boðuðu líklega trúna í helstu borgum sem voru á leið þeirra. Vera má að þeir hafi gengið eina 150 kílómetra á ferð sinni.
-
-
‚Þeir glöddust og voru fullir af heilögum anda‘Vitnum ítarlega um ríki Guðs
-
-
d Skip á fyrstu öld gat siglt um 150 kílómetra leið á dag í góðum byr. Ef vindar voru óhagstæðir gat þó tekið miklu lengri tíma að sigla sömu vegalengd.
-