Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ‚Þeir glöddust og voru fullir af heilögum anda‘
    Vitnum ítarlega um ríki Guðs
    • 5. Lýstu boðunarferð Barnabasar og Sáls um Kýpur.

      5 Barnabas og Sál gengu til Selevkíu, hafnarborgar nálægt Antíokkíu, og sigldu þaðan til Kýpur sem var um 200 kílómetra leið.d Barnabas var frá Kýpur og var eflaust spenntur að boða fagnaðarboðskapinn á heimaslóðum sínum. Þegar þeir komu til borgarinnar Salamis á austurströnd eyjarinnar voru þeir fljótir að hefjast handa. Þeir fóru strax „að boða orð Guðs í samkunduhúsum Gyðinga“.e (Post. 13:5) Barnabas og Sál fóru um eyjuna endilanga og boðuðu líklega trúna í helstu borgum sem voru á leið þeirra. Vera má að þeir hafi gengið eina 150 kílómetra á ferð sinni.

      Í SAMKUNDUHÚSUM GYÐINGA

      Orðið „samkunda“ merkir ‚að safna saman, samkoma‘. Það var notað um söfnuð Gyðinga og í framhaldinu um staðinn eða húsið þar sem samkoma var haldin.

      Talið er að samkunduhúsin hafi orðið til einhvern tíma á því 70 ára tímabili sem Gyðingar voru í útlegð í Babýlon eða strax eftir það. Í samkunduhúsunum var veitt fræðsla, stunduð tilbeiðsla, lesið upp úr Ritningunni og veitt andleg leiðsögn. Á fyrstu öld voru samkunduhús í öllum bæjum Palestínu. Í stærri borgum voru fleiri en eitt og í Jerúsalem voru mörg.

      Gyðingar fluttust ekki allir heim til Palestínu eftir útlegðina í Babýlon. Margir fóru til annarra landa í viðskiptaerindum. Strax á fimmtu öld f.Kr. voru til samfélög Gyðinga í öllum 127 skattlöndum Persaveldis. (Est. 1:1; 3:8) Með tíð og tíma byggðust einnig upp Gyðingahverfi í borgum allt umhverfis Miðjarðarhaf. Þessir dreifðu Gyðingar komu sér upp samkunduhúsum hvar sem þeir settust að.

      Lögin voru lesin og útskýrð í samkunduhúsunum á hverjum hvíldardegi. Lesarinn stóð á palli og sæti voru þar á þrjár hliðar. Allir trúræknir karlmenn af hópi Gyðinga máttu taka þátt í upplestri, boðun og kennslu.

  • ‚Þeir glöddust og voru fullir af heilögum anda‘
    Vitnum ítarlega um ríki Guðs
    • d Skip á fyrstu öld gat siglt um 150 kílómetra leið á dag í góðum byr. Ef vindar voru óhagstæðir gat þó tekið miklu lengri tíma að sigla sömu vegalengd.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila