-
Leitið þeirra sem með réttu hneigjast til eilífs lífsVarðturninn – 1991 | 1. júní
-
-
2. Hvað á sér rætur í hinu táknræna hjarta mannsins og hvað lesum við því um það í Ritningunni?
2 Ákveðin viðhorf eru ríkjandi hjá hverjum einstaklingi. Hann hefur ákveðið eðlisfar sem á sér rætur í táknrænu hjarta hans. (Matteus 12:34, 35; 15:18-20) Þannig lesum við að ‚ófriður sé í hjarta manns.‘ (Sálmur 55:22) Okkur er sagt að ‚reiðigjarn maður veki deilur,‘ og við lesum: „Til eru félagar sem eru fúsir til að vinna öðrum tjón, en til er vinur sem er tryggari en bróðir.“ (Orðskviðirnir 18:24, NW; 29:22) Sem betur fer líkjast margir sumum heiðinna manna í Antíokkíu í Pisidíu til forna. Er þeir heyrðu um hjálpræðisráðstöfun Jehóva „glöddust þeir og vegsömuðu orð Jehóva, og allir þeir sem með réttu hneigðust til eilífs lífs tóku trú.“ — Postulasagan 13:44-48; NW.
-
-
Leitið þeirra sem með réttu hneigjast til eilífs lífsVarðturninn – 1991 | 1. júní
-
-
4 Hjartahreinir menn eru hreinir hið innra. Jákvætt mat þeirra, ást, langanir og áhugahvatir eru hreinar. (2. Tímóteusarbréf 1:5) Þeir sjá Guð núna á þann hátt að þeir sjá hann vinna í þágu ráðvandra manna. (Samanber 2. Mósebók 33:20; Jobsbók 19:26; 42:5.) Gríska orðið, sem hér er þýtt „sjá,“ merkir einnig að „sjá með huganum, skynja, vita.“ Með því að Jesús endurspeglaði persónuleika Guðs fullkomlega fá „hjartahreinir“ menn, sem iðka trú á Krist og friðþægingarfórn hans, innsýn í þann persónuleika, fyrirgefningu synda sinnar og geta dýrkað Guð á velþóknanlegan hátt. (Jóhannes 14:7-9; Efesusbréfið 1:7) Hjá hinum smurðu nær það að sjá Guð hámarki er þeir fá upprisu til himna þar sem þeir munu í raun og veru sjá Guð og Krist. (2. Korintubréf 1:21, 22; 1. Jóhannesarbréf 3:2) Allir hjartahreinir menn geta þó séð Guð vegna nákvæmrar þekkingar og sannrar guðsdýrkunar. (Sálmur 24:3, 4; 1. Jóhannesarbréf 3:6; 3. Jóhannesarbréf 11) Þeir hneigjast með réttu til eilífs lífs á himni eða á jörð sem verður paradís. — Lúkas 23:43; 1. Korintubréf 15:50-57; 1. Pétursbréf 1:3-5.
5. Hvernig aðeins er hægt að taka trú og verða sannur fylgjandi Jesú Krist?
5 Þeir sem ekki hneigjast með réttu til eilífs lífs taka ekki trú. Þeir geta ekki iðkað trú. (2. Þessaloníkubréf 3:2) Auk þess getur enginn orðið sannur fylgjandi Jesú Krists nema hann sé námshæfur og Jehóva, sem sér hvað í hjartanu býr, dragi hann til sín. (Jóhannes 6:41-47) Þegar vottar Jehóva prédika hús úr húsi dæma þeir auðvitað engan fyrirfram. Þeir geta ekki lesið hvað býr í hjartanu heldur láta það vera í ástríkri hendi Jehóva hvernig fer.
-